Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 41

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Síða 41
VESTUR-ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR 23 1901) og Tíund (1905). Sagt er, að þætt- ir þessir hafi ekki misst marks. 1 tveim öðrum sögum “Þingkosning- in” (Eimreið 1899) og “1 helvíti” (Lög- berg 1899) reiddi hann svipuna miskun- arlaust gegn ýmsum pólitískum ó- vanda, sem honum þótti vaða uppi meðal landa sinna. Þessir tveir þættir eru kapítular í langri sögu—sem að vísu var fullgerð, en seinna eyðilögð af höfundinum sjálfum. Samúð Gunnsteins með olnboga- jbörnum þjóðfélagsins kemur vel í ljós í “Góðar taugar” (Eimreið 1898). Gunnsteinn Eyjólfsson skipar svip- aðan sess í bókmenntum landa vestra eins og Jónas Jónasson austan hafsins. En bæði er harm ákafamaður meiri og ímyndunarafl hans sterkara, svo sem heimsslitamyndir hans í Tíund og “1 helvíti” sýna. Það var mikill skaði að Gunnsteinn skyldi ekki hafa betra tækifæri til að þroska gáfu sína til skrifta og tónsmíða. 6. Jóhann Magnús Bjarnason var faeddur 24. maí 1866 að Meðalnesi í Fljótsdalshéraði. Níu ára var hann, þegar Dyngjufjallaaskan féll, en sá at- burður mun hafa ýtt undir foreldra hans að flytja vestur það sama sumar. Námu þau fyrst land með fleirum í Halifax County, Nova Scotia. Það landnám varð skammætt; sjö árum síðar fluttist fjölskyldan til Winnipeg. Næstu ár sagaði Magnús timbur og stundaði nám til skiftis. Árið 1887 hvæntist hann íslenzkri stúlku og gerð- lst barnakennari. Kenndi hann eftir það í íslenzku byggðunum í Manitoba Há 1889-1922, nema árin 1904-05, sem hann kenndi í N. Dakota, og árin 1912 '15, sem hann vann á skrifstofu í ^ancouver, Brit. Columbia. Lúka nem- endur hans upp einum munni um það hver ágætiskennari hann hafi verið. Frá 1922 bjuggu þau hjónin á eftir- launum í Elfros, Sask. Þau dóu bæði sumarið 1945, hún 10. ágúst, hann 8. september, eftir langvinnan og erfiðan sjúkleika. Þegar Jóhann Magnús kom til Nova Scotia, drengurinn níu ára gamall, var liann læs og skrifandi á íslenzku. Til allrar hamingju höfðu landarnir haft út með sér ekki allfáar bækur: eitthvað af Islendinga og Noregskon- unga sögum, Ilionskviðu, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Kvæði Jónasar og slæðing af riddarasögum, lygisögum og rímum. Ef til vill hefur skozki skólakennarinn hans fengið honum För Pílagrímsins eftir Bunyan til þess að kristna heiðingjann, en auk þess sýndi hann honum framan í Shake- speare og Dickens. Þegar til Winni- peg kom, gleypti Magnús bókstaflega allar enskar bókmenntir, frá Canter- bury Tales Chaucers til skáldsagna George Eliots og Dickens. David Cop- perfield hafði mikil áhrif á hann. En um engan enskan höfund fannst hon- um jafnmikið til sem Robert Louis Stevenson, og það einkum þegar hon- um óx þroski. Ást sinni á æfintýrum svalaði hann á Þúsund og einni nótt og Æfintýrum Andersens, hins danska meistara, en rómantískri lund sinni i frönskum skáldsögum þeirra Victor Hugos og Alexandre Dumas (eldri). Norðurlandamál lærði hann ekki, og gat því ekki kynnst þeim höfundum, er löndum hans voru tiltækastir, nema í þýðingum. Þýzku lærði hann þó svo, að hann gat lesið Æfintýri Grimms og Ijóð Heines á frummálinu. Það fyrsta sem Jóhann Magnús birti var kvæðið Töfrakastalinn, er út kom
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.