Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Blaðsíða 41
VESTUR-ÍSLENZKIR RITHÖFUNDAR
23
1901) og Tíund (1905). Sagt er, að þætt-
ir þessir hafi ekki misst marks.
1 tveim öðrum sögum “Þingkosning-
in” (Eimreið 1899) og “1 helvíti” (Lög-
berg 1899) reiddi hann svipuna miskun-
arlaust gegn ýmsum pólitískum ó-
vanda, sem honum þótti vaða uppi
meðal landa sinna. Þessir tveir þættir
eru kapítular í langri sögu—sem að
vísu var fullgerð, en seinna eyðilögð
af höfundinum sjálfum.
Samúð Gunnsteins með olnboga-
jbörnum þjóðfélagsins kemur vel í
ljós í “Góðar taugar” (Eimreið 1898).
Gunnsteinn Eyjólfsson skipar svip-
aðan sess í bókmenntum landa vestra
eins og Jónas Jónasson austan hafsins.
En bæði er harm ákafamaður meiri og
ímyndunarafl hans sterkara, svo sem
heimsslitamyndir hans í Tíund og “1
helvíti” sýna. Það var mikill skaði að
Gunnsteinn skyldi ekki hafa betra
tækifæri til að þroska gáfu sína til
skrifta og tónsmíða.
6. Jóhann Magnús Bjarnason var
faeddur 24. maí 1866 að Meðalnesi í
Fljótsdalshéraði. Níu ára var hann,
þegar Dyngjufjallaaskan féll, en sá at-
burður mun hafa ýtt undir foreldra
hans að flytja vestur það sama sumar.
Námu þau fyrst land með fleirum í
Halifax County, Nova Scotia. Það
landnám varð skammætt; sjö árum
síðar fluttist fjölskyldan til Winnipeg.
Næstu ár sagaði Magnús timbur og
stundaði nám til skiftis. Árið 1887
hvæntist hann íslenzkri stúlku og gerð-
lst barnakennari. Kenndi hann eftir
það í íslenzku byggðunum í Manitoba
Há 1889-1922, nema árin 1904-05, sem
hann kenndi í N. Dakota, og árin 1912
'15, sem hann vann á skrifstofu í
^ancouver, Brit. Columbia. Lúka nem-
endur hans upp einum munni um það
hver ágætiskennari hann hafi verið.
Frá 1922 bjuggu þau hjónin á eftir-
launum í Elfros, Sask. Þau dóu bæði
sumarið 1945, hún 10. ágúst, hann 8.
september, eftir langvinnan og erfiðan
sjúkleika.
Þegar Jóhann Magnús kom til Nova
Scotia, drengurinn níu ára gamall,
var liann læs og skrifandi á íslenzku.
Til allrar hamingju höfðu landarnir
haft út með sér ekki allfáar bækur:
eitthvað af Islendinga og Noregskon-
unga sögum, Ilionskviðu, Þjóðsögur
Jóns Árnasonar, Kvæði Jónasar og
slæðing af riddarasögum, lygisögum
og rímum. Ef til vill hefur skozki
skólakennarinn hans fengið honum
För Pílagrímsins eftir Bunyan til þess
að kristna heiðingjann, en auk þess
sýndi hann honum framan í Shake-
speare og Dickens. Þegar til Winni-
peg kom, gleypti Magnús bókstaflega
allar enskar bókmenntir, frá Canter-
bury Tales Chaucers til skáldsagna
George Eliots og Dickens. David Cop-
perfield hafði mikil áhrif á hann. En
um engan enskan höfund fannst hon-
um jafnmikið til sem Robert Louis
Stevenson, og það einkum þegar hon-
um óx þroski. Ást sinni á æfintýrum
svalaði hann á Þúsund og einni nótt og
Æfintýrum Andersens, hins danska
meistara, en rómantískri lund sinni i
frönskum skáldsögum þeirra Victor
Hugos og Alexandre Dumas (eldri).
Norðurlandamál lærði hann ekki, og
gat því ekki kynnst þeim höfundum,
er löndum hans voru tiltækastir, nema
í þýðingum. Þýzku lærði hann þó svo,
að hann gat lesið Æfintýri Grimms og
Ijóð Heines á frummálinu.
Það fyrsta sem Jóhann Magnús birti
var kvæðið Töfrakastalinn, er út kom