Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 101
NOKKUR VESTUR-ISLENSK TÓNSKÁLD
83
að segja sögu hennar í þessu takmark-
aða yfirliti. En óhikað tek eg mér það
vald, að telja liann fjölhæfasta og lík-
lega afkastamesta tónskáld, sem þjóð
vor hefir enn alið. Að vísu hefi eg ekki
átt kost á að fylgja ferli hans til fulls
á síðari árum. En það, sem hann hafði
afkastað hér vestra, er nægur vottur,
og alt sem hann hefir skráð siðan er
vitanlega áframhald og afleiðing þeirr-
ar þekkingar og þess sálarþroska, sem
hann öðlaðist á þessu tuttuga ára skeiði
í þessu landi.
Björgvin liafði litla eða enga tón-
mentun þegar hingað kom; en snemma
mun þó krókurinn hafa beygst, og eins
og með suma aðra, sem skemra kornust,
byrjaði löngunin til sjálfstúlkunar á
undan tækninni. En strax mun hann
þó hafa farið að stunda nám, og var
Jónas Jálsson urn tíma einn af kennur-
um hans. En svo lét hann víst fá tæki-
faeri undan ganga, að hlusta á og kynn-
ast því besta, sem hér var fáanlegt í
söng og tónlist. í þá tíð voru hreyfi-
myndirnar ekki búnar að leggja undir
sig skemtanalíf borgarbúa eins og síð-
ar varð. Var því tiltölulega fleira lista-
fólk hér á ferðinni með óperur og ýrnis-
konar aðra hljómleika. Auk þess voru
óratoríur þeirra Handels, Haydn’s og
Mendelsohns árlega sungnar hér í
kirkjunum. Björgvin varð þá strax
skrítilega hugfanginn af þeim stíl tón-
kveðskapar, einkurn þó Handels.
Urn það bil að Björgvin flutti út á
landsbygðina, hafði hann sarnið all-
mörg einstök sönglög, en eftir að
þangað kom fóru hin stærri verk að
grafa um sig í huga hans. Urðu })ar til
bæði “Friður á jörðu” og “Strengleik-
ar”, sem hann óefað hefir endurbætt
og endurskoðað síðan, bæði við kvæða-
bálka eftir skáldið Guðmund Guð-
mundsson. Það var naumast af neinni
hendingu, að hann kaus sér “Friður á
jörð” fyrir yrkisefni, einmitt þegar hin
mikla heimsstyrjöld stóð yfir. 1 sama
farveg rennur helgi kantatan “Adveniat
Regnum Tuum”, sem hann skráði
nokkrum árum síðar, og er reyndar fult
eins mikið í oratoríu stíl eins og hið
fyrnefnda. í “Friður á jörð”, sem hann
nefnir á íslensku söngdrápu, bregður
hann í tvennu útfrá óratoríu-formi
heimsmeistaranna. Hann velur fyrir
texta rímaðan ljóðflokk liálf' veraldlegs
efnis í stað hins viðtekna biblíutexta,
eða jafnvel biblíusögu. Ljóðsins vegna
er líklega hin breytingin gjörð; en hún
er sú, að “recitatívinu”, sem e. t. v.
mætti nefna tónlag, er slept algjörlega.
Aftur vottar fyrir því í lielgi kantöt-
unni, sem ofin er utan um biblíugrein-
ar, en á þar þó síður heima, samkvæmt
eðli kantötunnar. “Strengleikar”, sem
eru fullir af heillandi söngvum, eiga
sér víst ekkert fordæmi. Þar eru dýrt
rímuð veraldleg ljóð, mjög persónu-
legs eðlis, sniðin, klipt og saumuð í
eina heild—í óratoríu-formi. Tónverk-
ið er fult af fögrum skáldskap, en vafa-
samt hvort höfundi kvæðanna eru ekki
bundnir of þröngir skór.
Eftir að Björgvin kom til Winnipeg
aftur orti hann mörg bestu lög sín, svo
sem “Kvöldbæn”, “Sönglistin”, Dauðs-
mannssundið”, o. s. frv. Og varla þarf
að taka það fram, að hann hafði strax
fullar hendur í músíkstarfi meðal fs-
lendinga, spilaði í kirkjum, stjórnaði
söngflokkum, barnaflokkum og karla-
kór. Veturinn 1925—26 æfði hann
biblíu-kantötuna, sem áður er nefnd
og þá var ný af náinni. Vakti hún
mikla hrifningu áheyrenda og fékk á-
gætustu ummæli blaðanna, enskra sem
íslenskra. Varð það til þess, að fé var