Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 24
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hefir þessi heimaskóli verið Þorkeli betri en enginn, auk þess að honum kippti beint í kyn um fræðimennsk- una, enda tileinkaði hann doktors- ritgerð sína föður sínum, er þá var skömmu látinn. Móðir Þorkels var Svafa Jónasdóttir bónda í Hraun- koti Kristjánssonar. Ein systir Svöfu í Hraunkoti var Hólmfríður; hún fór vestur um haf og varð kona Rögnvalds Péturssonar, doktors, unítaraprests og þjóðræknisleiðtoga. Þessari frændsemi hefir tæplega verið gleymt, þegar Rögnvaldur ánafnaði Landsbókasafninu allar bækur sínar og handrit eftir sinn dag (1940), og þar í voru öll kvæði og bréf Stephans G. Stephanssonar, er Þorkell gaf síðar út fyrir Þjóð- vinafélagið af mikilli nákvæmni og trúmennsku. Frændseminni mun heldur ekki hafa verið gleymt, er ekkja Rögnvalds og börn ánöfnuðu Háskóla íslands talsvert fé í sjóði vorið 1960. Að stúdentsprófi loknu las Þor- kell sögu hjá Páli Eggert (Ólasyni við Háskóla íslands og lauk meist- araprófi 1927 með ritgerð um hag- sögu íslands á 14. og 15. öld. Gerðist Þorkell nú skólastjóri Samvinnu- skólans og meðritstjóri Samvinn- unnar með Jónasi frá Hriflu og hélt hvorutveggja starfi til 1931. Þeir Jónas og Þorkell voru sveitungar, báðir úr átthögum samvinnustefn- unnar, Þingeyjarsýslu. Það var því eðlilegt, að Þorkell skrifaði margar greinar í Alþingishátíðarblað Tím- ans (1930) og gerðist síðan ritstjóri dagblaðs framsóknarmanna, Nýja dagblaðsins og vikurits þess, Dvalar, á meðan þau komu út (1933-34). 1. janúar 1930 var Páll Eggert óla- son gerður að bankastjóra, og losn- aði þá kennarastaða hans við Há- skólann. Umsækjendur fengu sex mánaða ritgerð að skrifa „um kjör verkafólks á íslandi frá upphafi til siðaskipta“. Vann Árni Pálsson, þótt hann lyki ekki við ritgerð sína, en Þorkell lét snúa ritgerð sinniáþýzku, Die Siellung der freien Arbeiter in Island bis zur Miite des 16. Jahr- hunderis (1933), og varði hana síðan sem doktorsritgerð við Hafnarhá- skóla vorið 1933. Hlaut hún góða dóma af mönnum eins og Finni Jóns- syni. Þetta var „persónulaus“ saga, sem Jónas frá Hriflu kallar svo í formála sínum að VIII. bindi Sögu íslendinga og kennir áhrifum frá söguskoðun Karls Marx. Sams konar persónulausir söguþættir eru Aldar- minning Búnaðarfélagsins (1937), Landbúnaður á íslandi í Almanaki Þjóðvinafélagsins (1943) og Alþingi og aivinnumálin (1947). Örnefni í Vesimannaeyjum (1938) eru líka eins konar persónulaus saga, en eng- inn mundi bendla þá sögu við Marx- isma. í sama formála sama bindis getur Jónas frá Hriflu þess, að á þeim árum er hann var bæði for- maður Menntamálaráðs og Þjóð- vinafélagsins, skömmu fyrir síðustu heimsstyrjöld, hafi Þorkell komið að máli við sig og stungið upp á því að hafin yrði útgáfa á Sögu íslend- inga í tíu bindum, en bækurnar gefnar út af Menningarsjóði og Þjóðvinafélaginu. Þorkell var þá bókavörður við Landsbókasafnið (1931-1944), en gerðist 1936 rit- stjóri Þjóðvinafélagsbókanna. Kom V. bindi sögunnar, um 17. öld, skrif- að af Páli Eggert Ólasyni, út 1942, en þar voru nefndir í ritstjórn verks- ins Árni Pálsson prófessor, Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.