Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 34
16 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Dagsins var að sjálfsögðu minnzt með hátíðahöldum víðs vegar um landið. í Reykjavík fóru þau nú sem áður fram með fjölþættum hætti: skrúðgöngum, útihátíð, íþróttum, barnaskemmtun og kvöldvöku. Þeg- ar ég, að gömlum sjómannasið, gáði til veðurs snemma um morguninn, leizt mér ekki nema í meðallagi á útlitið, en betur rættist úr heldur en áhorfðist í þeim efnum, og er veðurfari dagsins ágætlega lýst í þessum orðum eins Reykjavíkur- blaðsins: „Þjóðhátíðardagurinn rann ekki upp bjartur og fagur yfir Reykja- vík, því þokuloft var og drungalegt, en í þann mund, er sjálf hátíðahöld- in voru að hefjast í fánum prýddum bæ, gekk vindur til norðlægrar átt- ar og á svipstundu skipaðist veður í lofti: Sólin brauzt fram úr skýja- þykkninu, og að lítilli stundu lið- inni var kominn heiður himinn. Þessi snöggu veðraskipti urðu til þess, að almenn þátttaka varð í hinum fjölbreyttu hátíðahöldum.“ (Morgunblaðið, 19. júní 1960) Aðalhátíðin hófst með áhrifamik- illi guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Jón Auðuns dómprófastur pré- dikaði, Guðmundur Jónsson óperu- söngvari söng einsöng og dr. Páll ísólfsson lék á kirkjuorgelið. Að messu lokinni lagði dr. Þórður Eyj- ólfsson, forseti Hæstaréttar, blóm- sveig frá íslenzku þjóðinni að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar á Austur- velli. Eftir að þjóðsöngurinn hafði verið sunginn með undirleik lúðra- sveita, flutti Ólafur Thors forsætis- ráðherra skörulega og tímabæra ræðu um þjóðmál af svölum Alþing- ishússins. Að henni lokinni var „ís- land ögrum skorið“ sungið og leikið. Steig þá fram á svalirnar Fjallkon- an, Þóra Friðriksdóttir leikkona, og flutti af mikilli prýði ávarp sitt, en það var nýtt ljóð eftir Tómas skáld Guðmundsson, og eru tvö fyrri er- indin af fjórum á þessa leið: „Það hendir tíðum íslending úti í löndum um óttuskeið, er tindrar af heitu myrkri, að svefn hans er rofinn svölum, skínandi væng, sólhvítu bliki, sem lýstur hans skynjun og fyllir allt andrúmið sævarseltu og heiðablæ. Því þessa nótt kemur norðrið andvökubjarta í nakinni dýrð og leggur að útlagans hjarta sitt land, sín fanngnæfu háfjöll og himinsæ. Svo vitjar þín ísland, laugað brim- hvítu ljósi, og lind þinnar bernsku er jafn- snemma tekin að niða í barmi þínum. Frá ofurgnægð lita og ilms snýr andi þinn langvegu þangað sem fólk þitt háði sitt ævistríð um þín örlög, við nyrztu höf. Og þér munu aftur leggjast þau ljóð á tungu, sem liðnar aldir genginni kynslóð sungu og fylgdu henni að heiman — frá vöggu að gröf.“ Eftir hátíðahöldin á Austurvelli var gengið í fylkingu áleiðis suður á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.