Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 36
18 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA fyrstu slíka hátíð á íslandi, og var hún helguð fjórum listgreinum, leik-, tón-, söng- og danslist, eins og tíðkast um þess konar hátíðir. Ætla ég, að þeir hinir mörgu, sem sáu hátíðarsýningarnar, muni verða sammála um það, að Listahátíðin hafi ágætlega náð tilgangi sínum. í vinsamlegu boði Guðlaugs Rósin- kranz þjóðleikhússtjóra naut ég þeirrar m i k 1 u og lærdómsríku ánægju að sækja tvær af sýningun- um í sambandi við hátíðina. Sú fyrri var hin fræga og vin- sæla þjóðarópera Tékka, „Selda brúðurin“, sem úrvals óperusöngv- arar frá óperunni í Prag sýndu sem boðsgestir Þjóðleikhússins, með að- stoð nokkurra íslenzkra söngvara, en Þjóðleikhúskórinn og Sinfóníu- hljómsveit Islands önnuðust tónlist- ina að öðru leyti. Réttilega er þessu fræga listaverki, í stuttu máli, lýst í þessum orðum: „Það má segja, að tékknesk þjóðarsál endurspeglist í þessari óperu. Uppistaðan eru þjóð- lög og gömul dansstef, meistaralega ofin saman í eina heild. Leikandi létt og skemmtileg, en á bak við leynist þungur tregi.“ (Morgun- blaðið, 26. maí 1960). Er og skemmst frá því að segja, að hið tékkneska listafólk fór þannig með hlutverk sín, að hreinasta unun var á að horfa og hlýða, svo að seint mun gleymast leikhúsgestum. íslenzku söngvar- arnir og dansfólkið stóðu sig einnig með prýði, þótt stuttur tími hefði verið til æfinga, enda bar tékkneski leikhússtjórinn mikið lof á hið ís- lenzka listafólk. Hin hátíðarsýningin, sem ég sótti, var óperan „Rigoletto“ eftir Verdi, víðfræg og margdáð í senn. Fór Guðmundur Jónsson með titilhlut- verkið, en valdir sænskir óperu- söngvarar með hin aðalhlutverkin, og leystu þessir söngvarar hlutverk sín af hendi með miklum ágætum. Var sýningin í heild sinni mjög áhrifamikil og minnisstæð. Og þegar ég hrifnum huga sat í Þjóðleikhúsinu þessi yndislegu kvöld og teygaði djúpt af þeim bikar ánægju og göfgandi máttar, sem fögur og mikil list á yfir að ráða, varð mér eðlilega hugsað til þeirra, er áttu mestan hlut að því, að ís- lendingar eiga nú Þjóðleikhús, sem þegar hefir veitt nýjum menningar- straumum inn í líf þjóðarinnar. Hug- ur minn staðnæmdist sérstaklega við nafn míns kæra vinar frá skólaár- unum í Reykjavík, hins óþreytandi brautryðjanda og baráttumanns í leikhúsmálinu, Indriða rithöfundar Einarssonar. Fagurlega og maklega hyllir Tómas Guðmundsson hann í forljóði sínu við vígslu Þjóðleikhúss- ins 20. apríl 1950: „Já, Indriði, hér stígur morgunmild þín minning fram. Hér leiztu skyggnum augum þá skjaldborg rísa um lands þíns list og snilld, sem löngum þótti draumsýn einni skyld. En þér brann ævilangt sú trú í taugum, að þjóð, sem hafnar heimsins list, er dæmd til hels og þagnar, dæmd frá tign og sæmd. Og víl og beyg þú lýstir lands þíns fjendur og lýstir hvorutveggja stríði á hendur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.