Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 49

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 49
DR. VALDIMAR J. EYLANDS: Deilan um Palestínu Deilan um Palestínu, sem staðið hefir á milli Gyðinga og Araba, nú um nokkra áratugi, á einkum rætur að rekja til fyrri heimsstyrjaldar- innar og þeirra ráðstafana, sem stór- veldin gerðu í landsmálum þar að stríðinu loknu. Stafar deilan af því, að báðar þessar frændþjóðir gera þjóðréttarlegar og trúarbragðalegar kröfur til einkaréttar á landinu fyr- ir sig og niðja sína. Allir kannast við Gyðinga, sem að fornu og nýju eru einnig nefndir Israelsmenn. Biblían er helzta heim- ild um uppruna þeirra, einkum I. Mósebók. Þar er sagt frá ættfeðr- um þjóðarinnar, þeim Abraham, ísak og Jakob. Ýmsir fræðimenn efast um sannleiksgildi þessara frá- sagna og telja jafnvel, að þessir ættfeður hafi aldrei verið til öðruvísi en sem persónur í skáldsögu. Aðrir fræðimenn, jafnsnjallir, benda á, að fornleifafræði nútímans staðfesti hinar fornu frásögur. Tíu amerískir háskólar hafa undanfarin ár staðið að uppgreftri miklum, sem farið hefir fram við musteriskastalann í Síkem. Hafa þeir nýlega birt skýrslu um árangurinn af þessu starfi og telja hann staðfesta fullkomlega frá- sögur ritningarinnar um þennan stað. Síkem er fyrsta borgin, sem talað er um í Biblíunni. Þar háði Abimelek fsraelskonungur mikla orustu 1150 árum f. Kr. og eyddi horgina. Er greint frá þessum að- förum í Dómarabókinni. Telja fræði- menn þessir sig hafa fundið bygg- ingar, sem stóðu þarna á dögum ætt- feðra ísraels, en þess er getið, að Abraham og Jakob hafi dvalizt þar um skeið. Fræðimenn og sagnarit- arar Gyðinga viðurkenna yfirleitt frásögur Mósebókar um þetta efni og telja hiklaust Abraham forföður sinn og stofnanda þjóðarinnar. Þeir benda einnig á, að það var Abraham, forfaðir þeirra, hinn frumstæði hjarðmaður, sem hlotnaðist mikil- vægasta opinberun, sem mannkyni hefir nokkru sinni veitzt; vitneskja um einn Guð, skapara himins og jarðar, sem vakir æ yfir þeim börn- um sínum, sem hlýðnast boðum hans, og er bæði heilagur og rétt- látur. Telja Gyðingar Abraham þannig ekki aðeins hinn fyrsta ísra- elíta, heldur einnig hinn fyrsta ein- gyðistrúarmann. Við Abraham var mikill sáttmáli gerður og honum gefið hið eilífa og óumbreytanlega fyrirheit, er hann hafði flutzt til Palestínu: „Ég mun gefa þér og niðj- um þínum það land, sem þú nú býrð í sem útlendingur, allt Kanaansland til ævilangrar eignar“ (I. Mós. 17:8). Út frá þessari frásögn er runnin að- aluppistaðan í sögu Gyðinga fram á þennan dag: einn Guð, eitt land, ein þjóð. Gyðingar telja, að þessi ummæli taki af allan vafa um það, hverjir séu réttmætir eigendur Palestínu, Abraham og niðjar hans, — þeir sjálfir. Arabar viðurkenna einnig frásög- una um ættföðurinn Abraham og hafa reist voldugt musteri á þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.