Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 51
DEILAN UM PALESTÍNU 33 dæmisins. Gyðingum var hins vegar stökkt úr landinu aftur og aftur, og svo mun enn verða, segja þeir. í fornöld voru þeir herleiddir, fyrst til Egyptalands, síðan til Babylon. Loks flýðu þeir land fyrir fullt og allt, að undanteknum smáhópum, sem eftir urðu hér og þar fyrir hart nær tveim þúsundum ára, þegar Títus jafnaði Jerúsalem við jörðu. Þeir héldu ekki þann samning, sem þeir töldu Drottin hafa gert við sig. Þeir hafa sopið syndagjöldin, sem Móses talaði um forðum: „Ef þú gætir þess ekki að halda öll fyrir- mæli lögmálsins, þau sem rituð eru í þessari bók — munuð þér verða reknir burt úr því landi, er þér haldið nú inní. Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu heimskauti til annars, — hvergi mun hvíldarstaður vera fæti þínum, held- ur mun Drottinn gefa þér skjálfandi hjarta, þrotnandi augu og ráðþrota sál.“ (V. Mós. 28). Þrátt fyrir röksemdir og fullyrð- mgar Araba, sem að ofan greinir, hafa Gyðingar ávallt átt meiri sam- úð að mæta en Arabar í deilunni um Palestínu. Landið hefir jafnan geng- ið undir nafninu Gyðingaland í meðvitund alþjóðar. Kristin kirkja spratt úr gyðinglegum jarðvegi. Kristur var Gyðingur. Þessir þjóð- bræður hans hafa verið landflótta og flakkandi um víða veröld í hart nær tvö þúsund ár. Þeir hafa verið grimmilega ofsóttir á ýmsum tím- um, og þó aldrei eins hatramlega °g í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir þurfa að eignast heimili sem þjóð- flokkur. Arabar eru lítt þekktir í hinum vestræna heimi; þeir eru menningarlega talað á bernsku- skeiði. Gyðingar eru vel þekktir; þeir eru næstu nágrannar allra þjóða. Þeir eru frábærilega sam- heldnir og dugmiklir. Þeir náðu miklum pólitískum áhrifum víða um lönd og náðu áheyrn og samúð áhrifamanna í ýmsum löndum. Þeir höfðu sín á milli alþjóðlegt þjóð- ræknisfélag, Zíonista félagið sem hafði á dagskrá sinni sem aðalmál endurheimting Palestínu. Aðaláróð- ursmenn Zíonista félagsins á Bret- landi voru þeir dr. Weizmann og Rothschild lávarður. Hófu þeir markvissar tilraunir til að fá stjórn Breta til að mynda Gyðingaríki í Palestínu undir brezkri vernd. En brezka stjórnin vildi ekki ganga inn á þetta, fyrst lengi. En Zíonistar héldu áfram viðleitni sinni í höfuð- borgum Evrópu, París, Berlín, Rómaborg og einnig í Washington. Vestanhafs, þar sem menn höfðu enn minni kynni af staðháttum í Gyðingalandi, tókst að vinna hylli almennings við hugsjónir og kröfur Zíonista. Loks unnu Gyðingar það á, að Balfour lávarður, sem þá var forsætisráðherra Breta, skrifaði Rothschild lávarði bréf, sem er dag- sett 2. nóv. 1917, þar sem hann gerir grein fyrir afstöðu Bretastjórnar til Palestínumálsins og hugsjóna Zíon- ista. Er þetta bréf mjög frægt orðið, og er oft að því vikið sem Yfirlýs- ingu Balfours lávarðar. Er bréfið því birt hér í lauslegri þýðingu: „Kæri Rothschild lávarður: Mér er mikil ánægja að geta til- kynnt yður, í nafni stjórnar hans Hátignar, Bretakonungs, samúðar- yfirlýsing þá, sem hér fylgir, með Zíonistahreyfingunni. Hefir hún verið rædd og samþykkt á fundi rík- isráðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.