Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 52
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Stjórn hans Hátignar lítur með
velvild á þá viðleitni að stofna þjóð-
heimili fyrir Gyðinga í Palestínu og
mun leitast við að stuðla að fram-
kvæmd hennar. Þó skal það tekið
fram, að ekkert skal gjört til að
hindra eða takmarka á nokkurn hátt
borgaraleg eða trúarbragðaleg rétt-
indi þeirra íbúa landsins, sem fyrir
eru, eða réttindi eða stjórnarfarslega
afstöðu Gyðinga í nokkru öðru
landi. Yðar einlægur, Arthur James
Balfour.“
Með þessu skjali töldu Zíonistar
sig hafa fengið byr undir báða
vængi, og hertu þeir nú mjög á
kröfum sínum. Lögðu þeir nú fram
við stjórnarvöld allra stórvelda ver-
aldarinnar fjórfalda kröfu og fylgdu
fast eftir.
1. Palestína er eign Gyðinga sam-
kvæmt sáttmála og fyrirheiti frá
fornöld.
2. Palestína hefir sérstaka trúar-
bragðalega þýðingu fyrir Gyðinga
eina.
3. Gyðingar eru landlaus þjóð og
þurfa því að eignast fósturjörð
og föðurland.
4. Bretar, sem hafa umboðsvald í
landinu, hafa lofað að stuðla að
stofnun þjóðheimilis fyrir Gyð-
inga í landinu. Það er ekki nóg.
Gyðingar áskilja sér þann rétt að
stofna ísraels ríki í Palestínu.
Forsvarsmenn Araba voru fljótir
til svars:
1) Engin þjóð getur gert kröfu til
landsins, sem það byggir, nema
vegna langrar búsetu á umræddu
svæði. Þeir gera samanburð, sem
má orða á þessa leið: Hvaða rétt-
indi hafa Kanadamenn, Ameríku-
menn eða íslendingar til að kalla
löndin, sem þeir byggja, „sitt land“,
nema vegna þess að þeir hafa dvalizt
í þessum löndum í nokkur hundruð
ár? Allstórir hópar Gyðinga hafa
ávallt átt heima í Palestínu. Þeir
hafa aldrei verið ofsóttir þar, en
hafa búið í sátt og samlyndi við
meiri hluta íbúanna og notið sömu
borgaralegra réttinda eins og þeir.
Hliðstæð dæmi eru Indíánarnir í
Ameríku og Eskimóarnir í Kanada.
Með hvaða rétti er hægt að heimta
það, að meiri hlutinn víkji fyrir
minni hlutanum? Hversu lengi þarf
þjóðflokkur að dvelja í landi til þess
að geta kallað það móðurmold sína
og fósturjörð á þjóðréttarlegum
grundvelli? Mundu ekki tvö þúsund
ár, þótt ekki sé lengra farið aftur
í tímann, nægja til þess að tryggja
löglegan eignarrétt á landinu?
2) Palestína hefir nákvæmlega
sömu trúarbragðalega og andlega
þýðingu fyrir kristna menn og Mú-
hameðstrúarmenn eins og fyrir
Gyðinga. Kristnir menn og Múham-
eðstrúarmenn geta með sömu rétt-
indum gert sams konar kröfur og
Gyðingar í þessu efni. Palestína er
„landið helga“ frá sjónarmiði trúar-
bragðanna fyrir alla eingyðistrúar-
menn. Fyrirheit það, sem Gyðing-
um var gefið, samkvæmt trúarbók
þeirra, um endanlega „heimkomu
úr herleiðingunni", var uppfyllt, er
þeir komu til Palestínu eftir her-
leiðinguna í Babylon. Þá settust þeir
að í Judeu, reistu borgarmúra Jerú-
salem, endurbyggðu musterið. Síðar
voru þeir sjálfstæðir um hríð á
dögum Makkabeanna. Spádómarnir
og fyrirheitin um endurkomuna