Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Stjórn hans Hátignar lítur með velvild á þá viðleitni að stofna þjóð- heimili fyrir Gyðinga í Palestínu og mun leitast við að stuðla að fram- kvæmd hennar. Þó skal það tekið fram, að ekkert skal gjört til að hindra eða takmarka á nokkurn hátt borgaraleg eða trúarbragðaleg rétt- indi þeirra íbúa landsins, sem fyrir eru, eða réttindi eða stjórnarfarslega afstöðu Gyðinga í nokkru öðru landi. Yðar einlægur, Arthur James Balfour.“ Með þessu skjali töldu Zíonistar sig hafa fengið byr undir báða vængi, og hertu þeir nú mjög á kröfum sínum. Lögðu þeir nú fram við stjórnarvöld allra stórvelda ver- aldarinnar fjórfalda kröfu og fylgdu fast eftir. 1. Palestína er eign Gyðinga sam- kvæmt sáttmála og fyrirheiti frá fornöld. 2. Palestína hefir sérstaka trúar- bragðalega þýðingu fyrir Gyðinga eina. 3. Gyðingar eru landlaus þjóð og þurfa því að eignast fósturjörð og föðurland. 4. Bretar, sem hafa umboðsvald í landinu, hafa lofað að stuðla að stofnun þjóðheimilis fyrir Gyð- inga í landinu. Það er ekki nóg. Gyðingar áskilja sér þann rétt að stofna ísraels ríki í Palestínu. Forsvarsmenn Araba voru fljótir til svars: 1) Engin þjóð getur gert kröfu til landsins, sem það byggir, nema vegna langrar búsetu á umræddu svæði. Þeir gera samanburð, sem má orða á þessa leið: Hvaða rétt- indi hafa Kanadamenn, Ameríku- menn eða íslendingar til að kalla löndin, sem þeir byggja, „sitt land“, nema vegna þess að þeir hafa dvalizt í þessum löndum í nokkur hundruð ár? Allstórir hópar Gyðinga hafa ávallt átt heima í Palestínu. Þeir hafa aldrei verið ofsóttir þar, en hafa búið í sátt og samlyndi við meiri hluta íbúanna og notið sömu borgaralegra réttinda eins og þeir. Hliðstæð dæmi eru Indíánarnir í Ameríku og Eskimóarnir í Kanada. Með hvaða rétti er hægt að heimta það, að meiri hlutinn víkji fyrir minni hlutanum? Hversu lengi þarf þjóðflokkur að dvelja í landi til þess að geta kallað það móðurmold sína og fósturjörð á þjóðréttarlegum grundvelli? Mundu ekki tvö þúsund ár, þótt ekki sé lengra farið aftur í tímann, nægja til þess að tryggja löglegan eignarrétt á landinu? 2) Palestína hefir nákvæmlega sömu trúarbragðalega og andlega þýðingu fyrir kristna menn og Mú- hameðstrúarmenn eins og fyrir Gyðinga. Kristnir menn og Múham- eðstrúarmenn geta með sömu rétt- indum gert sams konar kröfur og Gyðingar í þessu efni. Palestína er „landið helga“ frá sjónarmiði trúar- bragðanna fyrir alla eingyðistrúar- menn. Fyrirheit það, sem Gyðing- um var gefið, samkvæmt trúarbók þeirra, um endanlega „heimkomu úr herleiðingunni", var uppfyllt, er þeir komu til Palestínu eftir her- leiðinguna í Babylon. Þá settust þeir að í Judeu, reistu borgarmúra Jerú- salem, endurbyggðu musterið. Síðar voru þeir sjálfstæðir um hríð á dögum Makkabeanna. Spádómarnir og fyrirheitin um endurkomuna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.