Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 53
deilan um palestínu
35
hafa þannig verið uppfylltir. Það
fyrirfinnast engir spádómar eða fyr-
irheit um endurkomu í annað sinn.
Kröfur Gyðinga um ríkisréttindi í
Palestínu, sem byggja skal á sátt-
rnálum og fyrirheitum liðinna alda,
eru því að engu hafandi.
3) Það er naumast hægt að halda
því fram í alvöru, að Gyðingar séu
.,landlaus“ þjóð. Hvernig er hægt að
staðhæfa, að Gyðingar, sem dveljast
í milljónatali í Bretlandi, Frakk-
landi, Ameríku og víðar, séu „land-
laust“ fólk eða útlendingar, sem séu
sð bíða eftir tækifæri til að kom-
ast heim? Allur þorri Gyðinga víðs
vegar um heim myndu alls ekki
flytjast til Palestínu, þótt þeir ættu
þess kost. Hvers vegna á að flytja
þá Gyðinga til Palestínu, sem eru
rótlausir eða „illa séðir“ í ýmsum
löndum, þar sem það er öllum ljóst
að mestur hluti þessa fólks vill ekki
líta við landnámi í Palestínu?
4) Enda þótt Bretar færu með um-
boðsvald í Palestínu, frá því er fyrra
beimsstríðinu lauk, höfðu þeir engin
réttindi í alþjóðalögum til þess að
fá landið í hendur einhverjum þjóð-
flokki, á kostnað þeirra, sem í land-
inu búa, og að þeim forspurðum.
Dretar hafa heldur ekki gengizt inn
á_að leyfa Gyðingum að stofna þjóð-
ríki í Palestínu, heldur því að
stuðla að stofnun „þjóðheimilis“ fyr-
*r þá, þó þannig, að ekki sé troðið á
retti þeirra, sem fyrir eru í land-
inu. En jafnvel til þessa hafa þeir
heldur ekki siðferðislegan eða laga-
legan rétt.
Eftir Balfour yfirlýsinguna harðn-
aði deilan um Palestínu ár frá ári.
Stórveldin daufheyrðust við mála-
flutningi Araba, enda höfðu sum
þeirra heitið Gyðingum fylgi, beint
og óbeint. Gekk nú lengi vel á upp-
þotum, verkföllum og launvígum í
löndum Araba, einkum Palestínu.
Jafnframt tóku Gyðingar að streyma
inn í Palestínu úr ýmsum löndum
heims. Á síðustu árunum, sem Bret-
ar fóru með „umboðsvald“ sitt í
landinu, höfðu um 75 þúsundir Gyð-
inga flutzt þangað. Vesturveldin
gerðu sér vonir um, að mótspyrna
Araba mundi réna með tímanum og
allt falla í ljúfa löð, en sú von hefir
brugðizt.
Bretar lögðu niður umdæmisvald
sitt í Palestínu 15. maí 1948. Skömmu
áður höfðu þeir lagt deilumálið í
heild sinni fyrir Sameinuðu þjóðirn-
ar. Var þar gerð samþykkt þess efn-
is, að landinu skyldi skipt á milli
Araba og ísraelsmanna, en að Jerú-
salem skyldi vera óháð hvorum-
tveggja, undir landstjóra, skipuðum
af Sameinuðu þjóðunum. Araba-
ríkin stóðu fast á móti þessari úr-
lausn og neituðu því að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu rétt til að ráðstafa
landinu á þennan hátt. Heimtuðu
þau að málið skyldi lagt fyrir al-
þjóða dómstól, en sú krafa var felld
með eins atkvæðis mun. Öll Asíu-
ríkin greiddu atkvæði á móti skipt-
ingunni.
Þessi úrlausn málsins gaf Gyðing-
um hið græna ljós. Bretar voru í
þann veginn að flytja allan her sinn
úr landinu. Gyðingar gripu tæki-
færið og lýstu yfir því á alþjóða-
vettvangi, að ríkið ísrael væri stofn-
að í Palestínu. Trumann Banda-
ríkjaforseti viðurkenndi hið nýja
ríki samstundis og Rússar skömmu
síðar. Arabaríkin sendu nú hersveit-
ir til Palestínu, til þess að halda