Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 53

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 53
deilan um palestínu 35 hafa þannig verið uppfylltir. Það fyrirfinnast engir spádómar eða fyr- irheit um endurkomu í annað sinn. Kröfur Gyðinga um ríkisréttindi í Palestínu, sem byggja skal á sátt- rnálum og fyrirheitum liðinna alda, eru því að engu hafandi. 3) Það er naumast hægt að halda því fram í alvöru, að Gyðingar séu .,landlaus“ þjóð. Hvernig er hægt að staðhæfa, að Gyðingar, sem dveljast í milljónatali í Bretlandi, Frakk- landi, Ameríku og víðar, séu „land- laust“ fólk eða útlendingar, sem séu sð bíða eftir tækifæri til að kom- ast heim? Allur þorri Gyðinga víðs vegar um heim myndu alls ekki flytjast til Palestínu, þótt þeir ættu þess kost. Hvers vegna á að flytja þá Gyðinga til Palestínu, sem eru rótlausir eða „illa séðir“ í ýmsum löndum, þar sem það er öllum ljóst að mestur hluti þessa fólks vill ekki líta við landnámi í Palestínu? 4) Enda þótt Bretar færu með um- boðsvald í Palestínu, frá því er fyrra beimsstríðinu lauk, höfðu þeir engin réttindi í alþjóðalögum til þess að fá landið í hendur einhverjum þjóð- flokki, á kostnað þeirra, sem í land- inu búa, og að þeim forspurðum. Dretar hafa heldur ekki gengizt inn á_að leyfa Gyðingum að stofna þjóð- ríki í Palestínu, heldur því að stuðla að stofnun „þjóðheimilis“ fyr- *r þá, þó þannig, að ekki sé troðið á retti þeirra, sem fyrir eru í land- inu. En jafnvel til þessa hafa þeir heldur ekki siðferðislegan eða laga- legan rétt. Eftir Balfour yfirlýsinguna harðn- aði deilan um Palestínu ár frá ári. Stórveldin daufheyrðust við mála- flutningi Araba, enda höfðu sum þeirra heitið Gyðingum fylgi, beint og óbeint. Gekk nú lengi vel á upp- þotum, verkföllum og launvígum í löndum Araba, einkum Palestínu. Jafnframt tóku Gyðingar að streyma inn í Palestínu úr ýmsum löndum heims. Á síðustu árunum, sem Bret- ar fóru með „umboðsvald“ sitt í landinu, höfðu um 75 þúsundir Gyð- inga flutzt þangað. Vesturveldin gerðu sér vonir um, að mótspyrna Araba mundi réna með tímanum og allt falla í ljúfa löð, en sú von hefir brugðizt. Bretar lögðu niður umdæmisvald sitt í Palestínu 15. maí 1948. Skömmu áður höfðu þeir lagt deilumálið í heild sinni fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar. Var þar gerð samþykkt þess efn- is, að landinu skyldi skipt á milli Araba og ísraelsmanna, en að Jerú- salem skyldi vera óháð hvorum- tveggja, undir landstjóra, skipuðum af Sameinuðu þjóðunum. Araba- ríkin stóðu fast á móti þessari úr- lausn og neituðu því að Sameinuðu þjóðirnar hefðu rétt til að ráðstafa landinu á þennan hátt. Heimtuðu þau að málið skyldi lagt fyrir al- þjóða dómstól, en sú krafa var felld með eins atkvæðis mun. Öll Asíu- ríkin greiddu atkvæði á móti skipt- ingunni. Þessi úrlausn málsins gaf Gyðing- um hið græna ljós. Bretar voru í þann veginn að flytja allan her sinn úr landinu. Gyðingar gripu tæki- færið og lýstu yfir því á alþjóða- vettvangi, að ríkið ísrael væri stofn- að í Palestínu. Trumann Banda- ríkjaforseti viðurkenndi hið nýja ríki samstundis og Rússar skömmu síðar. Arabaríkin sendu nú hersveit- ir til Palestínu, til þess að halda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.