Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 54
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA öllu í skefjum og vernda borgara landsins. Gyðingar höfðu einnig flutt herdeildir inn í landið, og hóf- ust nú þegar grimmúðleg vopnavið- skipti. Arabar fengu ekki staðizt skipulagning og vopnaburð Gyð- inga. Á skömmum tíma náðu Gyð- ingar miklum hluta landsins á sitt vald, en Arabar voru hraktir frá heimilum sínum svo þúsundum skipti. Eftir nokkurt þóf skipuðu Sameinuðu þjóðirnar báðum hern- aðaraðilum að leggja niður vopn. Var þeirri skipan hlýtt. Af þessu skapaðist hin einkennilega landa- mæralína, sem nú skilur þessi tvö ríki. Hún liggur í ótal hlykkjum og bugðum um endilangt landið og markar þá stöðu, sem hersveitirnar voru í á vopnahlésdaginn. Á milli þessara þjóða ríkir enn þá hernað- arástand og fullur fjandskapur. Ferðamönnum er ekki leyft að fara úr einu ríkinu í annað. Borginni helgu, Jerúsalem, sem Gyðingar gerðu að höfuðborg sinni, er skipt í tvennt, og eru gaddavírsgirðingar og aðrar tálmanir hér og hvar á strætunum, auk þess sem vopnaðir hermenn eru á stjái á flestum gatna- mótum, þar sem ísrael og Jordan mætast. Talið er, að um ein milljón arab- ískra flóttamanna séu nú í Jordan ríkinu. Voru þeir flestir áður bú- settir í vesturhluta landsins, þar sem nú er ísrael. Þeir dveljast í tjöldum og jarðhúsum víðs vegar, atvinnulausir og vonlitlir um fram- tíðina. Hafa þeir sér til lífsuppeldis daglega sjö centa tillag á mann, sem þeim er veitt af Sameinuðu þjóðun- um. Vart er hægt að hugsa sér öm- urlegri kjör en þetta fólk á nú við að búa. Hið unga ísraelsríki á í vök að verjast. Það er umkringt af svörn- um óvinum að norðan, austan og sunnan, en að vestan er hafið. Arabaríkin virðast nú sameinuð í þeim ákveðna tilgangi að steypa því í sjóinn. Nazzer, hinn egypzki, er sameiningartákn þeirra og hinn mikli messías. Ekki er talin bráð hætta á því að Arabar gangi á mála hjá kommúnistum, því að heim- speki þeirra stríðir á móti trúar- brögðum Múhameðstrúarmanna. Augljóst er, að Gyðingar hafa búið vel um sig í þeim landshlut- um Palestínu, sem þeir hafa nú til umráða. Framfarir þeirra eru svo örar, að furðu sætir. Þeir hafa flutt með sér inn í landið mikla tækni- lega þekkingu á öllum sviðum, mik- ið fjármagn og þann viljakraft og dugnað, sem jafnan einkennir Gyð- inga. Síðasta daginn, sem við dvöldum í Jerúsalem, Jordan megin, var okk- ur boðið til mannfagnaðar, þar sem nokkrir leiðtogar Arabaríkisins voru saman komnir. Borgarstjóri Jerú- salem flutti þar ræðu. Efni hennar var á þessa leið: í hvaða tilgangi leitast Arabar við að útiloka og einangra ísrael? Hverju getum við komið til leiðar með þeirri afstöðu? Hér er tvennu til að svara. Annars vegar er hér um tilfinningamál að ræða, sem á lítið skylt við röksemdir. Hins vegar er hér um að ræða skipulagða stefnu. Afstaða Araba til Gyðinga er byggð á óslökkvandi hatri og fyrirlitningu. Við reynum með ýmsu móti að láta í ljós hefndar- hug okkar vegna þeirrar meðferðar, sem við höfum orðið fyrir. Við erum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.