Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 60
42 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA fræðum enn sterkur, enda var hon- um haldið vakandi með stofnun Árna Magnússonar stofnunarinnar (1760-); hún átti nokkurn sjóð, sem verja átti bæði til að styrkja menn til vinnu í safninu og til bókaút- gáfu. Finnur biskup Jónsson (1704-89) í Skálholti var sonur séra Jóns Halldórssonar í Hítardal, sem hafði safnað geysimiklum gögnum til kirkjusögu íslands. Úr þessum heim- ildum ritaði biskup Historia ecclesi- astica Islandiae, sem gefin var út í fjórum stórum kvartbindum 1772- 78. Sonur hans, Hannes, hjálpaði honum við söguna, en hann gaf líka út íslenzk fornrit (Konungsskugg- sjá), skrifaði um íslenzka þjóðhagi (mannfækkun af hallærum) og setti saman alþýðufræðiritið Kvöldvök- urnar. Nefna verður tvo styrkþega Árnasjóðs, annar þeirra var Jón Ól- afsson Grunnvíkingur (1705-79); hann hafði verið einkaritari Árna Magnússonar og var eins hjátrúar- fullur og trúgjarn eins og Árni var laus við þessi einkenni, því hann var einhver gagnrýnasti maður sinnar tíðar og það eigi sízt á ís- lendingasögur. Samt bjargaði trútt minni Jóns Grunnvíkings miklum hluta Heiðarvígasögu frá gleymsku og mörg söfn hans, ekki sízt safn hans til íslenzkrar orðabókar, eru enn verðmæt. Um þenna þarfa þjón íslenzkra fræða ritaði prófessor Jón Helgason doktorsritgerð sína 1925. Hinn styrkþegi Árnasjóðs var Jón Ólafsson Svefneyingur (1731- 1811), bróðir Eggerts Ólafssonar; hann ritaði fyrstu fræðibók um forn- an skáldskap norrænan 1786, merka bók. Björn Haldórsson gaf sér tíma frá búskaparönnum til þess að taka saman ágæta íslenzk-latneska orða- bók. Þá bók jók R. Chr. Rask með dönskum þýðingum og prentaði 1814. Hálfdán Einarsson (1732-85, rektor í Hólaskóla, ritaði Sciagraphia His- ioriae Liierariae Islandicae (1777), fyrstu bókmenntasögu íslands, sem prentuð var og taldi í henni um 400 höfunda. Tveir sagnritarar aldarinnar urðu merkilega ólíkir. Annar þeirra, Magnús Stephensen, eflaust hæst- móðins frá sínu eigin sjónarmiði (en „stundlegur“ frá sjónarmiði Nor- dals) notaði táknfræðilegan, tilfinn- ingasaman, dansk-þýzkan upplýs- ingarstíl í Eflirmælum 18. aldar (1805-1806). En hinn, Jón Jónsson Espólín, skrifaði hinar geysimiklu Árbækur íslands (1821-55) í Islend- ingasagna- eða réttar Siurlungu-stíl. En þótt Árbækurnar væru ekki eins grandvarar um sannindi og bók Magnúsar, þá urðu þær góðar fyrir- myndir tvenns konar höfunda á nítjándu öld; í fyrsta lagi fyrir- myndir hinna sjálfmenntuðu sagna- ritara — eins og Gísla Konráðssonar — í öðru lagi allra þeirra manna, er laust mál skrifuðu á öldinni. Þjóðrækni Espólíns gerði hann að uppáhaldshöfundi hinna rómantísku leiðtoga, enda prentuðu þeir rit hans í bókmenntafélaginu. Nefna verður tvo prófessora við Háskólann í Kaupmannahöfn: Grím Jónsson Thorkelin (1752-1829), fyrsta útgef- anda Bjólfskviðu, en lítt þjóðrækinn mann að sögn Jóns Helgasonar pró- fessors í Ritgerðakornum (1959, bls. 193), og Finn Magnússon (1781-1847), bróðurson Eggerts Ólafssonar skálds en dótturson Finns biskups Jónsson- ar. Finnur hafði í fyrstu meiri áhuga á samtímabókmenntum en fornum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.