Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 67
upplýsing eða ný-klassík á íslandi
49
völd fyrst náðugum augum á kóme-
díurnar, svo að hinir hámenntuðu
aldavinir, Geir Vídalín (1761-1823),
síðar biskup, og Sigurður Pétursson
sýslumaður og skopskáld settu sam-
an kómedíurnar Brand og Hrólf
handa skólapiltum. Hrólfur var til-
hrigði af hermanninum mjök-tal-
anda (Miks gloriosus eftir latneska
höfundinn Plantus) í stíl Molieres
°g Holbergs. Kalla má Plantus einn
af aðalforustumönnum leikritagerð-
ar á Vesturlöndum og má lesa um
hann í ágætri bók eftir Edith Hamil-
ton, The Roman Way io Wesfern
Civilizaiion (Mentor Book, 1957).
Hrátt kom Narfi úr smiðju Sigurðar.
Þar löðrungaði hann landa sína fyr-
ir apaskap þeirra eftir Dönum eins
og Wessel hafði snoppungað Norð-
menn fyrir Frakkaást (Franco-
mania) þeirra og þó fyrst og fremst
Holberg Dani fyrir franskan apa-
skap í Jean de France. Þegar Rask
kom til íslands skömmu síðar, þótti
honum Jean de France hæfa íslend-
ingum sem skel tranti; hann settist
því við, þýddi og sneri Jean upp á
íslendinga. Var þetta fyrsta skæran
í styrjöld hans til verndar íslenzkri
tungu, en mjög lá hún í þagnar gildi
þar til Jón Helgason, prófessor í
Kaupmannahöfn, gaf út bókina Jó-
hannes v. Háksen 1934.
Mitt kæra land
(Ort á íslandi snemma sumars 1960)
í morgunljóma, landið hjartakært,
þú lyftir örmum syni þínum mót,
er kom til þín með hjarta harmi sært,
og honum vaktir þráða raunabót.
Því ásýnd þín og höndin móðurmild
þær mýkja alltaf hjartans djúpu sár,
þú átt þá dýrð um sumarbjartar brár,
sem birtu eilífs himindags er skyld.
Mitt kæra land! Af hjarta ég þakka þér
það allt, sem gafstu, varstu og verður mér.
Richard Beck