Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 72
54 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA fyrirtaks efni í eina himnaríkis- stiga-tröppu. Áheyrandi: Því betur sem sannast, að sígarettur valda krabbameini, þess meir gerir bissnesið til að sem flestir reyki þær. Annað, sem ég skil ekki, er, því fólk er narrað og tælt til að éta og éta meira og enn meira, þó mesti fjöldi svelti sig, skrúfi og píni á allan hátt til að hafa af sér spikið; og fleiri en færri éti sig í hel. Hugvit og myndlist auglýsingabissnesins bera ábyrgð á þessum og líkum andstæðum í lýð- ræðinu. Héðin: Gáfuleg athugun og flókn- ari fimmtíu fræðibókum. En grund- völlurinn er alltaf inn sami: pen- ingar; og það sem virðist andstæður, er oft samkeppni. En hún er líf allra viðskipta. Bissnes er bissnes, á sama hátt og nýlistin er listin fyrir listina. Því kemur ekkert við, hvað maður- inn hugsar, eða líður eða reynir. En svo við athugum sígarettur og krabba: — Við auglýsum hvort tveggja, svo ótti og löngun eflist og keppi hvort við annað, og ónýt krabbalyf og sígarettur seljist í krafti. Hvað ofáti og matarauglýs- ingum líður, er það flóknara mál. En benda má á þetta: Óttinn við of- fitu skapar eftirspurn fyrir allra- handa meðul og maskínurí til affit- unar. Þeir, sem éta sig í hel, eru oft- ar en hitt efnamenn, og lát þeirra vatn á myllu násmyrslanna, og dán- arbúin ekki síður hagvæn lög- mönnum. Þegar til bissness kemur á sviði heilbrigðinnar, ber að athuga það í ljósi vísindanna. Þeir, sem éta sig í hel, eru heimskingjar og bezt komnir í þúsund dollara kistum undir tíu-þúsund dollara steinstrók- um. Og er landhreinsun að. í raun- inni er allur manndauði dulbúin blessun, þar eð fólkinu fjölgar dag frá degi, hversu margir sem drepa sig og aðra, og ekki nærri nóg í alla og á. Afleiðingar síðustu styrjalda eru glögg merki þess, að milljóna mannfall og víðtækar mannlegar hörmungar efla jafnt bissnes og vís- indi, svo ekki má lengur milli sjá, hvort manninum er heillaríkara, líf eða dauði. Um slík spursmál ber oss ekki að grufla; en halda því föstu, að bissnes er bissnes, og fyrir full- tingi brasklistarinnar, höfuðmenn- ingarverðmæti „lífs vors og hátta- lags“. Áheyrandi: En hvar er þá kristin- dómi lýðræðis vors komið? Héðin: Bissnes er kristindómur og vísiversa. Fyrir nokkrum árum rit- aði einn af vorum ágætustu brask- fræðingum bók um Krist. Eftir miklar og nákvæmar rannsóknir á biblíunni og framkomu frelsarans, varð höfundurinn þess vís, að Krist- ur var, að eðli og upplagi, inn mesti vörusali og prangari; og ber bókin fram fullar sannanir fyrir því. Áheyrandi: En hvernig stemmir þetta við kærleikskenningarnar, sem lýðræðið er þrungið af? Héðin: Vel grunduð og valin spurn, og svarið enn ið sama: Kær- leikurinn er bissnes. „Af verkunum skuluð þið þekkja þá“, og „verkin sýna merkin“. Nú eru kærleiks- merkin gjafir (vörur) og önnur hjálp bágstöddum. Hvort tveggja kostar peninga og heyrir bissnesinu til. Þar kemur brasklistin með alla sína útbreiðslu-tekník til skjalanna, og vér auglýsarar breytum einstakl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.