Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Blaðsíða 75
gimliför mín
57
Lærisveinninn: Ekkert stendur á
haus í abstraktinu; ekki einu sinni
Ástralíumenn.
Fræð.: Gamla listin var háttbund-
in og huglæg og þar af leiðandi hlut-
dræg. Nýlistin sneiðir hjá öllum
mannlegum eiginleikum. Það er
hrein list . . . Rósenberg.
— Og hvaða bölvuð ófreskja er
nú þetta?
Lærisv.: Guð fyrirgefi þér! Þetta
er ljósmynd af Christus-styttunni
hans Epsteins. Risastórfrægt lista-
verk.
— Eins og skáldið sagði: „Drott-
in minn, þetta er hryggileg guðs-
niynd.”
Lærisv.: Rétt. Þannig mun boð-
beri friðarins og bróðurkærleikans
koma framtakinu fyrir sjónir.
— Látum svo vera. En ekki er það
snillingi afsökun á hroðvirkni.
Lærisv.: Ljótt ædí: ljót mynd.
— En ekki handvömm. Það sýndi
hann Einar okkar, er hann hjó
Samvizkubit og Útlagana.
Lærisv.: Sussu, maður! Jónsson
Var bara háttbundinn fúskari, sem
ekki þekkti neitt inná hreina list.
Fræð.: Hrein list existerar aðeins
fyrir sjálfa sig og ekkert annað.
Hrein list, náttúruvísindi og pólitík,
er ekkert annað en hrein list, nátt-
úruvísindi og pólitík . . . Rósen-
borg _
— Eiga ekki mörg af þessum mál-
verkum að tákna konur?
Lærisv.: Jú, auðvitað.
~~ Hví eru þær allar afskræmdar
°S vanskapaðar? — T. d. þessi kýr-
eygða með annað augað í brjóstinu,
sem er eins og kýrjúgur?
Lærisv.: Augun eru spegill sálar-
innar; brjóst sem júgur, lífsins lind
— og sálar.
— Hér er ein, öll í lendunum, önn-
ur í kviðnum . . .
Lærisv.: Abstrakt og ismar ný-
listarinnar tjá það, sem engin orð
ná yfir.
— Og hvað er nú að tarna? Rif-
inn eða klaufalega ofinn köngulóar-
vefur?
Lærisv.: Það er kona að fara ofan
stiga, og frægt listaverk uppá tugi
þúsunda. En nú nálgast fræðarinn
okkur. Hlýðið á hann.
Fræð.: Listin tjáir ekki náttúruna.
Listin er sjálf náttúran. Listmálar-
inn hugsar ekki; hann veit. Nær sem
málningarklessa drýpur úr bursta
hans, skapast nýtt listaverk. List er
ekki, ekki ekki ekki . . . Rósenberg.
Orð fræðarans eru viti mínu fjær
og ég sömuleiðis. Og hugurinn flýr
í Daníel og musterið. Sú helga bók
minnir á höfundinn, sem um eitt
skeið tók akkorð á húsmálningu í
Winnipeg og lét drottinn ráða vali
á litum, hvernig sem húseigandinn
hafði fyrirskipað . . . Það er eitt-
hvað skylt með þeim, Sigurði og
fræðaranum. Þannig hugsa ég, en
verður á að spyrja upphátt: Er þá
fræðarinn kannske postuli guðs?
Minkurinn: Það er hann á ab-
strakt-vísu. Hann prédikar ekki
neinn Vídalíns - andskota, heldur
inn nýja Satan, sem er inum
gamla öllu verri. Það er, sumsé,
kommúnisminn. Hann óttast allir;