Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 79
gimliför mín
61
Nú er blákalt, rökvíst veraldar-
vitið að heltaka hjörtu ykkar, og
ber mér að taka undir í sama tón.
Það er vísindaleg athugun, að þar,
sem ekkert ber við, er enginn tími
engin nútíð; eins hitt: náttúran
líður hvergi algert tóm. Og þegar
ekkert skeður, falla fortíð og fram-
iið saman. Þegar svo er ástatt, rugl-
ast rökvísin, og skáldvitið eitt held-
ur áttum. Sannleikurinn er sá, mín
elskanlegu, við höfum verið að skoða
listmynd, ljóð í línum og litum:
^ainni landnema Nýja íslands, mál-
að af ungri vestur-íslenzkri konu,
Carol Féldsted að nafni. Winnipeg-
vatnið er að baki okkar. Framundan
grænt belti, þar sem lághýst sumar-
heimili sjást óglöggt undir nýgrædd-
um skógar-runnum. — „Vonir dána
mikilmagnans"?
'— Nú fer þetta að verða skiljan-
^egt- — Þarna stendur vindmyllan.
Gg þá kannast maður við gömlu hús-
ln> lengra upp frá fjörunni. Jú, sann-
ai-lega er þetta Gimli og gæti verið
Ijósmynd — en gætir varla . . .
— Ekki er ég á því. Ég hef séð
margar ljósmyndir af Gimli, og hef-
ur engin þeirra farið með minn
lnnra mann eins og þetta málverk.
munu inir listlærðu dæma það
»photographic“ og ósæmilegt hreinni
list.
Hétt er það athugað; en nú skal
eg segja ykkur sögu. Fleiri en ein
túraun hafa verið gerðar að ná
Ijósmynd í litum af þessu málverki,
°g vandað til eftir beztu kostum.
En hversu „falleg“ sem ljósmyndin
Var, vantaði eiithvað, sem áhorf-
andinn þóttist finna í frummynd-
inni .— eitthvað, sem ekki varð
skilgreint né nafn gefið. Og er hér
líkt ákomið og með ásjónu lífs og
liðins.
— Ætli maður kannist ekki við
þetta? Það er skáldskapurinn í mál-
verkinu, sem ljósmyndavélin missir
af — og þarf ekki vél til. Hálærð-
um mönnum verður stundum sama
skyssan á; t. d. — prófessór, doktor-
óðum í tungumálum, við þýðingar
íslenzkra ljóða á ensku; eða spreng-
lærðum músikanta, sem sperrist við
að leika in torveldustu tónverk.
En hvað veldur því, að skáldverka
listakonunnar hefur aldrei verið
getið í málgögnum vorra dýrmætu
hér vestra?
Það skal ég segja ykkur, mín elsk-
anlegu. Öll málverk Carol eru gerð
í sama stíl og „Gimli“, og munu því
dæmast „photographic“, háttbundin
og að öllu leyti of gamaldags til að
vera sýnd opinberlega. Getið þið
hugsað ykkur Gimli-myndina hanga
á sama vegg og nýlistar-(ó)mynd-
ir? Þar mundi hún taka sig út sosum
eins og íslenzk peysuföt á næstu
vorkjólasýningunni 1 París. Af þessu
leiðir, að vart munu hafa sézt orð
á ensku um málverk Carol. Og eng-
inn sómi-sverð-og-skjöldur vorra
dýrmætu, ætlar sér þá dul að lofa
verk (um last er ekki að tala) landa
eða löndu, hafi ekkert birzt um þau
í enskum eða öðrum „útlendum“
blöðum. (Ykkur rekur kannske
minni til hans Árna okkar, sem iðk-
aði fleiri en eina listgrein meðal
landa í tuttugu ár, áður en hann
varð „viðurkenndur" listamaður fyr-
ir greinarstúf í Winnipeg Tribune).
— „Miklir menn erum við, Hrólf-
ur minn“! En ég veit ekki betur en
landar hafi maklega minnzt próf-