Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 89
HELZTU VIÐBURÐIR
71
sýndi kvikmyndir af íslandi við
góða aðsókn og undirtektir.
13. ágúst — Dr. Þorkell Jóhannes-
son, rektor Háskóla íslands, tilkynn-
ir í Reykjavík, að frú Hólmfríður,
ekkja dr. Rögnvalds Péturssonar, og
Margrét dóttir þeirra í Winnipeg
kafi þann dag gefið Háskóla íslands
til minningar um dr. Rögnvald 7500
dollara, er verða skal stofn sjóðs, er
bera skal nafn hans, og muni sjóð-
urinn verða aukinn um helming við
næstu áramót, í 15 þúsund dollara.
Er hér um að ræða stærstu gjöf, sem
Háskólanum hefir borizt, þegar frá
er talin dánargjöf Aðalsteins Krist-
jánssonar í Winnipeg.
25. sept. — Þann dag átti séra Al-
bert E. Kristjánsson í Blaine, Wash.,
fimmtíu ára prestsskaparafmæli, og
var hann hylltur af því tilefni með
fjölmennum mannfagnaði. Auk síns
langa og merka kennimannsferlis á
ýnisum stöðum meðal íslendinga,
befir hann komið við sögu með öðr-
um hætti; sat á fylkisþinginu í Mani-
toba í fjögur ár og hefir verið for-
ystumaður í þjóðræknismálum, um
skeið forseti Þjóðræknisfélagsins.
28. sept. — Átti séra Kristinn K.
Ólafson áttræðisafmæli. (Um hann
°S þátttöku hans og forystu í vestur-
fslenzkum kirkjumálum, sjá hér að
frarnan í sambandi við þau tíma-
mót, er hann lét af prestsstörfum
eftir meiren 55 ára þjónustu).
Sept. — Dr. Percy Johnson hyllt-
ur með geysifjölmennu samsæti í
^ffn Flon, Man., í tilefni af því, að
i þeim mánuði voru 25 ár frá því,
að hann hóf læknisstörf þar. Hann
er fæddur að Garðar, N. Dak., 28.
°kt. 1907, sonur frumherjahjónanna
Jóns og Guðbjargar Johnson þar í
byggð. Hefir honum verið margvís-
legur sómi sýndur í sinni starfs-
grein og er forystumaður í heil-
brigðismálum bæjar síns.
30. sept. — Þrítugasta og fjórða
ársþing Kvennasambands Únítara
haldið í Winnipeg. Forseti var end-
urkosin Mrs. Sigríður McDowell þar
í borg.
1. okt. — Varð níræður Skúli
Sigfússon að Lundar, Man., fyrrum
lengi fylkisþingmaður. Daginn eftir
héldu sveitungar hans honum fjöl-
sótt samsæti í þakkar skyni fyrir
hans margþættu störf í þágu bæj-
arfélags síns og sveitar á óvenju-
lega langri starfsævi.
2. okt. — Séra Wallace M. Berg-
man, sem þjónað hafði lúterska söfn-
uðinum í Minneota síðan 1958, sett-
ur inn í embætti sem prestur ís-
lenzka lúterska safnaðarins í Sel-
kirk, af séra Eric Sigmar, forseta
íslenzka lúterska Kirkjufélagsins.
6. okt. — Varð Jón K. Laxdal,
sklóastjóri við Kennaraháskólann í
Manitoba, sextugur. Hefir hann,
auk starfs síns á sviði menntamála,
tekið mikinn þátt í vestur-íslenzk-
um félagsmálum.
Okt. — Blaðafrétt greinir frá því,
að dr. Richard Beck hafi verið kjör-
inn ævifélagi Slysavarnafélags ís-
lands í viðurkenningar skyni fyrir
áhuga hans á málum þess og fyrir-
lestrahöld á vegum þess í íslands-
ferð sinni.
Okt. — Njáll O. Bardal, útfarar-
stjóri í Winnipeg, kosinn í stjórnar-
nefnd hinna lútersku leikmanna-
samtaka í Bandaríkjunum og Kan-
ada (Lutheran Laymen’s Movement)