Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 92
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
5. Dagbjört Ingveldur Egilsson, kona
Ingimundar Egilsson, á Almenna sjúkra-
húsinu í Vancouver, B.C. Fædd að Leiti
í Dýrafjarðarþingum 21. sept. 1878. For-
eldrar: Ólafur ólafsson og Sigríður Ingi-
mundardóttir. Kom til Ameríku 1913.
Lengi búsett í Brandon, Man.
11. Bertha (Kristbjörg) Johnson, kona
Magnúsar Johnson, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg, 76 ára gömul. For-
eldrar: Einar Eiríksson og Helga Mar-
teinsdóttir úr Breiðdal í Suður-Múla-
sýslu, og fluttist fjölskyldan vestur um
haf til Nýja íslands 1884.
12. Guðrún Guðmundsdóttir Eyjólfs-
son, ekkja Jóns Eyjólfssonar, á heimili
sínu að Lundar, Man. Fædd 23. maí 1869
á Þingmúla 1 Skriðdal í Suður-Múla-
sýslu; kom vestur um haf til Winnipeg
með fjölskyldu sinni 1887.
20. Elízabet Sturlaugson, ekkja Ás-
geirs Sturlaugssonar frá Akra í N. Dak.,
á sjúkrahúsi í Cavalier, N. Dak. Fædd
á Dunustöðum í Laxárdalshreppi í Dala-
sýslu 20. ágúst 1886. Kom til Ameríku
með foreldrum sínum, Jóhannesi og
Guðrúnu Halldórsson, árið 1891.
FEBRÚAR 1960
10. Helga Johnston, á heimili sínu í
St. James, Man., 73 ára að aldri. Dóttir
Halldórs Sigurgeirssonar Bardal.
10. Paul V. Paulson húsamálari, á
heimili sínu í Winnipeg, 72 ára. Fæddur
þar í borg; átti um skeið heima í Win-
nipegosis, en síðustu 32 árin í Winnipeg.
13. Valdimar Jón Sigurdson frá Min-
nedosa, Man., á sjúkrahúsi í Brandon,
63 ára gamall. Hafði áður búið að Víðir,
Man. Foreldrar: Jón Sigurðsson og
Kristín fyrri kona hans.
16. Leifur Magnússon, í bílslysi í
Claremont, Kaliforníu. Fæddur 7. júlí
1882 á Seyðisfirði. Foreldrar: Sigfús
Magnússon (prests á Grenjaðarstað) og
Guðrún Benediktsdóttir prests Krist-
jánssonar í Múla. Kom vestur um haf
með foreldrum sínum 1886 og ólst upp
í Duluth, Minn. Fyrrv. forstjóri Wash-
ington-deildar Alþjóðavinnumálaskrif-
stofu Þjóðabandalagsins gamla. Kunnur
fyrir fyrirlestrahöld og ritstörf á því
sviði.
17. Miss Sigurrós Vídal hjúkrunar-
kona, á sjúkrahúsinu að Gimli, Man.
Fædd 7. apríl 1878 á Kambhóli í Víðidal í
Húnavatnss. Foreldrar: Sigurður Jónsson
Vídal og Kristín Grímsdóttir. Kom með
þeim vestur um haf til Nýja íslands
1887. Um langt skeið í þjónustu heil-
brigðismáladeildar Manitobafylkis sem
umferðar-hjúkrunarkona, ein af þrem
fyrstu konum, er skipuðu þá stöðu.
17. Björn (Barney) H. Hjálmarsson,
að heimili sínu í Carlsbad, Kaliforníu.
Fæddur í Strandhöfn í Vopnafirði 11.
jan. 1885, en kom til Ameríku tveggja
ára gamall með foreldrum sínum, Hall-
dóri Hjálmarssyni og Margréti Björns-
dóttur, er bjuggu í grennd við Akra,
N. Dak. Var búsettur þar nærri sam-
fleytt þangað til hann flutti til Kali-
forníu 1948.
18. Peter John Nelson Thorsteinsson,
á heimili sínu í Winnipeg, 47 ára að
aldri. Fæddur að Lundar, Man., en átti
lengst heima í Winnipeg.
19. Miss Jóhanna Ingibjörg Pétursson,
að North Surrey, B.C. Fædd á íslandi,
dóttir Péturs Péturssonar og konu hans,
og fluttist hún ung með fjölskyldunni
vestur um haf til Lundar, en meiri hluta
ævinnar búsett í Winnipeg.
20. Snæbjörn Hallgrímsson, fyrrum
búsettur í Kandahar, Sask., í Vancouver,
B.C., 79 ára gamall.
27. Kristinn Kristjánsson, að heimili
sínu í East Kildonan, Man., 47 ára að
aldri^ Fæddur í Winnipeg, elzti sonur
Lúðvíks (heit.) Kristjánssonar og eftir-
lifandi konu hans.
28. Jón Benediktsson, fyrrum búsett-
ur í St. James, Man., á Elliheimilinu
„Betel“ að Gimli, Man., 87 ára að aldri.
Fluttist til Kanada 1905 og stundaði bú-
skap bæði að Lundar og í Charleswood,
Man., en kom til Winnipeg 1944.
28. Sigríður Árnadóttir Guðmundsson,
ekkja Guðmundar Guðmundssonar frá
Skálafelli í Suðursveit, á Elliheimilinu
„Betel“ að Gimli, Man. Fædd 3. sept.
1865 að Holtum á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu. Foreldrar: Árni Arn-
grímsson og Vigdís Jónsdóttir. Kom til
Kanada 1902.
29. Daníel J. Líndal, póstmeistari og
fyrrum kaupmaður að Lundar, Man., á
heimili sínu. Fæddur á Reykjum í
Hrútafirði 8. maí 1884. Foreldrar: Jósep
Jónsson og Sigríður Bjarnadóttir; kom
með þeim vestur um haf tveggja ára
gamall til N. Dakota, en átti jafnan
heima að Lundar, nema fyrstu átta
árin vestra. Forustumaður í félagsmál-
um byggðar sinnar.
MARZ 1960
3. Stefán Johnson, á sjúkrahúsi í Glen-
boro, Man. Fæddur á Hóli í Kaupangs-
sveit í Eyjafjarðarsýslu 1879. Foreldrar:
Jón Jónsson og Þórunn Gunnlaugsdótt-
ir. Fluttust af fslandi í Argyle-byggð
1906.