Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Qupperneq 94
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
16. Ragnheiður Magnússon, ekkja
Thorarins Magnússon, á heimili sínu að
Gimli, Man., 59 ára að aldri.
16. Einar ísfeld, 94 ára, í Langruth,
Man. Flutti þangað 1895 og stundaði þar
búskap fram á síðari ár.
18. Margrét Jóhannesson, ekkja Magn-
núsar Jóhannessonar, að heimili sínu í
Winnipeg. Fædd 1881 að Hlíðarhúsum
í Jökulsárhlíð og kom til Kanada 1905.
22. Hermaníus Bogi Sigurgeirsson vél-
stjóri, að heimili sínu í Vancouver, B.C.
Fæddur í Mikley 22. apríl 1904. Foreldr-
ar: Bogi Sigurgeirsson, fyrrum prests
að Grund í Eyjafirði, og Kristín Ás-
mundardóttir
30. Kristján Jónsson, á Elliheimilinu
„Betel“ að Gimli, Man., hniginn að
aldri. Fæddur að Syðri-Neslöndum í
Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar: Þorlákur Jónsson frá Græna-
vatni og Kristrún Pétursdóttir frá
Reykjahlíð, er fluttust vestur um haf
í Argyle-byggð 1893. Kristján nam land
við Dafoe, Saskatchewan 1909 og bjó
þar þangað til 1938, síðan lengstum í
Winnipeg.
JÚNÍ 1960
1. Sigríður Gunnarsson, kona Eyjólfs
Gunnarssonar, að heimili sínu í Camp-
bell River, B.C. Fædd að Fellsenda í
Dalasýslu 16. september 1884. Foreldrar:
Sveinbjörn og Steinunn Loptson. Fluttist
til Kanada með foreldrum sínum 1887,
en þau námu land 1890 í Þingvallabyggð,
nálægt Churchbridge, Sask.
5. Sigurbjörg Johnson, ekkja Einars
Jónssonar, í Selkirk, Man. Fædd að
Eyvindarstöðum í Blöndudal í Húna-
vatnssýslu 15. nóv. 1864. Foreldrar:
Benjamín Guðmundsson og Ragnheiður
Árnadóttir. Fluttist til Vesturheims með
manni sínum 1887, en þau settust að í
Selkirk tveim árum síðar.
9. Davíð Jóhann Guðmundson, á heim-
ili sínu í Árborg, Man., 75 ára að aldri.
Hafði verið skattheimtumaður fyrir Ár-
borg sveit í 35 ár og einnig lengi í
skólaráði bæjarins.
9. Gunnar Sigurdson, að heimili sínu
í Riverton, Man., 61 árs gamall.
9. Hannibal Ágúst Thordarson, á
sjúkrahúsi í Seattle, Wash., 76 ára að
aldri.
14. Jón Kristján Sigurdson, á Al-
menna sjúkrahúsinu í Winnipeg, 46 ára
gamall. Foreldrar: Kristján (heit.) Sig-
urdson og Thorbjörg kona hans.
19. Freda Ólafson, á heimili dóttur
sinnar í Kaliforníu, 62 ára að aldri.
Fluttist til Winnipeg 1904 og var bú-
sett þar um langt skeið.
22. Kristbergur Baldwinsson, í Regina,
Sask. Fæddur 1893 að Einarsstöðum í
Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar: Stefán Baldwinsson og Krist-
björg Vigfúsdóttir.
23. Elízabet Einarsdóttir (Beta Einars),
á gamalmennahælinu í Yorkton, Sask.
Foreldrar: Einar Jónsson Sauðfjörð og
Sigríður Pálmadóttir frá Eyrarprests-
nesi í Skutulsfirði. Kom vestur um haf
til Kanada 1921, settist að í Church-
bridge, Sask., og átti þar heima fram
á allra síðustu ár.
23. Guðmundur B. Magnússon, á heim-
ili sínu að Gimli, Man. Fæddur 6. júní
1887 á Arnórsstað á Jökuldal í Norð-
ur-Múlasýslu. Foreldrar: Magnús Jó-
hannesson og Ragnhildur Guðmunds-
dóttir. Áhugamaður um íslenzk félags-
mál.
JÚLÍ 1960
1. William Skaftfeld, í Vancouver,
B.C.
4. Kristjana Júlía Mathews, ekkja
Hallgríms Metúsalemssonar (Mathews),
á heimili sínu í Winnipeg. Fædd 3. júlí
1875, ættuð frá Djúpavogi á Austurlandi.
Foreldrar: Vigfús Eiríksson og Guðrún
Pétursdóttir. Fluttist vestur um haf til
Winnipeg með manni sínum 1913.
13. Sigurlaug Sigurdsson, ekkja Sig-
fúsar Sigurdsson, áður lengi að Oak
Point, Man., á heimili dóttur sinnar í
Winnipeg, Man. Fædd 2. maí 1878 á
Ási í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Foreldrar: Jón Frímann Krist-
jánsson og Kristín Jónsdóttir; kom með
þeim vestur um haf til Nýja íslands
1889.
14. Guðný S. Johnson, ekkja Þorleifs
Johnson, á heimili sínu að Big Point,
Man. Fædd á íslandi 1887 og kom vestur
um haf aldamótaárið.
15. Kristín Björg Anderson, frá Bald-
ur, Man., 91 árs að aldri.
16. Dr. Sigurður Jónsson, prófessor í
lyfjafræði við University of North Caro-
lina, Chapel Hill, N. Carolina, í bílslysi
þar í grennd. Fæddur í Flatey á Breiða-
firði 27. jan. 1919. Hafði verið háskóla-
kennari vestan hafs síðan 1950 og við
fyrrnefndan háskóla síðan 1956.
16. Gordon Thorsteinson, drukknaði
vestur af Lundar, Man., fimmtugur að
aldri.
20. Ingibjörg Butler, í Winnipeg, 75
ára gömul. Fædd á íslandi, en kom til
Winnipeg 1900.