Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 99

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 99
þingtíðindi 81 að orðið, ef hún hefði getað staðizt ásókn erlendra orða. Ég held að enskir rithöf- undar gætu lært mikið af honum Snorra Sturlusyni til þess að gera mál sitt meira lifandi og í sterkari tengslum við tal- málið.“ . Dæmi slíkra manna eru oss íslend- ingum ærin sönnun þess, hvern fjársjóð vér eigum, þar sem eru bókmenntir vor- ar og önnur menningarverðmæti, og jafnframt áminning um það að leggja rækt við þær erfðir, varpa þeim eigi á glse, en gera þær sem ávaxtaríkastar í lifi voru og annarra hérlendis. Það er °.g hefir um 40 ára skeið verið megin- tilgangur þessa félagsskapar vors, sem hefir á liðnum árum aflað honum fylgis af hálfu fjölda fólks vors; og enn á hann, góðu heilli, stóran hóp velunnara vor á meðal, sem skilja gildi hins veg- lega málstaðar, er vér helgum viðleitni v°ra í þjóðræknis- og menningaráttina. Hinu er ekki að leyna, að stöðugt grisjast skógurinn í fylkingu hins eldra félagsfólks vors. Eftir því sem fjármála- ritari, Guðmann Levy, tjáir mér, höfum vér átt á bak að sjá þessum félagssyst- kinum á árinu: Dr. theol. Rúnólfur Mar- teinsson, Winnipeg, heiðursfélagi; Einar Páll Jónsson ritstjóri og skáld, Winni- Peg, heiðursfélagi; Mrs. Elizabet Polson, winnipeg; Magnús Magnússon, St. Boni- face; Geir Thorgeirsson, Winnipeg; Sveinn Oddsson, Winnipeg; Mrs. Lena Stratton, Winnipeg; Þorlákur Johnson, Winnipeg; Mrs. Þórdís Jónsson, Winni- Peg; Jónas G. Skúlason, Árborg; Jónas Jónasson, Víðir; Einar O. Hallgrímsson, Minneota, Minnesota; J. J. Erlendson, Mountain; Mrs. Rannveig Stefánsson og Mrs. Valgerður Johnson, Selkirk; Mrs. Guðrún Borgfjord, Árborg; P. K. Bjarna- Winnipeg; Peter S. Peterson, Piney; Gunnar J. Guðmundsson, Vancouver; Tómas Guðmundson, Eiríkur Scheving °g Einar H. Einarson, allir að Lundar; °g Miss Sigurrós Vídal frá Hnausum. Eins og nöfnin gefa í skyn, voru í þessum hópi ýmsir þeir, sem hátt bar aratugum saman í þjóðræknislegri og jnenningarlegri starfsemi vorri, og höfðu Par víðtæk áhrif, en við öll þessi kæru felagssystkini vor eiga eftirfarandi yóðlínur úr merkilegu erfiljóði eftir Stephan G. Stephansson um vestur-ís- lenzka landnámskonu: En þjóðarheill auðgar þó ævi hvers manns ef eftir hann liggur á bersvæði lands Parft handartak, hugrenning fögur. Vér minnumst þessara látnu félags- systkina vorra með einlægum saknaðar- °g þakkarhuga og vér vottum hlutað- eigendum innilega samúð vora. Mér verða þessa stundina ofarlega í huga hjartaheit bænarorð dr. Rúnólfs Mar- teinssonar fyrir ættjörð vorri, sem hann flutti nýlega í byrjun þings vors, og mér hljómar í eyrum djarfmælt eggjanin til dáða í snjöllum ættjarðarkvæðum Ein- ars Páls Jónssonar. Hinir í hópi þeirra félgassystkina vorra, sem létust á árinu, myndu taka í sama streng og vilja við oss segja hvert um sig í orðum Guð- mundar skálds Guðmundssonar: Láttu aldrei fánann falla, fram til heiðurs stigið er. Vissulega er góðum málstað að vinna þar, sem er markmið félags vors: auðg- un hérlends þjóðlífs með varðveizlu og ávöxtun dýrkeyptra menningarverð- mæta vorra. Minnug þess, hefir stjóm- arnefndin á allmörgum fundum sínum á árinu, og með starfi sínu utan þeirra, leitazt við að ráða fram úr þeim málum, sem síðasta þjóðræknisþing fól henni til framkvæmda, og einnig haft með hönd- um önnur mál, sem henni hafa borizt til athugunar. Meðnefndarfólki mínu þakka ég prýðilega samvinnu að vanda. Læt ég svo eftirfarandi skýrslu segja sögu starfsins á árinu. Úlbreiðslu- og fræðslumál Deildir víðs vegar eru hornsteinar starfsemi þess, og framtíð þess að sama skapi undir því komin, hvernig þeim farnast, án þess að lítið sé gert úr gildi einstakra félagsmanna, hvar sem þeir standa í sveit. Það má því vera oss sér- stakt ánægjuefni, að sumar deildirnar hafa á árinu aukið félagatal sitt. Ber þar fyrst að nefna deildina að Gimli, sem bætt hefir við sig 32 félögum, eða meir en þriðjungi alls deildarfólks. Er þar sannarlega ágætlega að verki verið og öðrum til fyrirmyndar, og ber þessi mikla aukning félagsfólks vitni traustri forystu í málum deildarinnar og blóm- legu félagslífi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaritara hefir deildin „Esjan“ í Árborg bætt við sig rúmri tylft nýrra félaga og deildin „Báran“ að Mountain svipuðum hópi, og er það einnig mjög þakkarvert. Loks er mér óblandið gleði- efni að skýra frá því, að félagi voru hefir bætzt mikill liðsauki, þar sem eru 12 nýir félagar úr hópi íslendingafélags- ins í New York. Er það einkum að þakka lifandi áhuga og dugnaði forseta þess ágæta félags, frú Guðrúnu Miller, og votta ég henni hér með þökk félags vors. Jafnframt býð ég allt hið nýja félags- fólk velkomið í hóp vorn, og um leið aðra nýja félagsmenn og konur, sem mér kann að vera ókunnugt um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.