Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Side 102
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Sigurbjarnar biskups, en gat eigi, fremur
en forseti, þegið það ágæta boð. Fyrir
hönd félags vors þakka ég séra Eric
Sigmar kveðjuflutning hans af vorri
hálfu við vígslu hins nýja biskups heima
á ættjörðinni.
Heiðursfélagi vor, frú Jakobína John-
son skáldkona í Seattle dvaldi sumar-
langt á íslandi í boði vina sinna þar;
flutti hún ávarp í íslenzka ríkisútvarp-
inu og ræður á samkomum. í sambandi
við heimför hennar, kom út á íslandi
safn hinna ágætu ljóðaþýðinga hennar
úr íslenzku á ensku, Noríhern Lights,
og er það hin ákjósanlegasta gjafabók
og kynningar um íslenzka ljóðagerð.
Annar heiðursfélagi vor og velunnari,
Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra í
Minnesota, dvaldi ásamt frú sinni á fs-
landi rúman hálfan mánuð síðastliðið
haust í boði Stúdentafélags Reykjavík-
ur. Flutti hann fyrirlestra á vegum þess
félagsskapar og íslenzk-ameríska félags-
ins bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Fjallaði einn fyrirlesturinn um það mál-
ið, sem oss er nátengdast og ofarlega á
dagskrá hjá oss á þjóðræknisþingum,
um fsland og samband vort við það.
Þarf ekki að fjölyrða um það, hve
skörulega hefir þar verið á málunum
haldið, enda voru fyrirlestrar Valdi-
mars frábærilega vel sóttir og hlutu
sambærilegar undirtektir áheyrenda.
Hann ræddi meðal annars um manna-
skipti yfir hafið, enda er þar um megin-
þátt að ræða í samskiptum vorum við
heimalandið. Og þegar um það atriði er
rætt, minnumst vér sérstaklega prest-
anna heiman um haf, sem dvalið hafa
og dveljast vor á meðal. Með söknuði
sáum vér á bak þeim séra Ólafi Skúla-
syni og frú Ebbu úr Norður-Dakota-
byggðinni síðastliðið haust, en bót í
máli, að þau hurfu heim til ættjarðar-
stranda. Vér þökkum þeim samveruna
og samstarfið og biðjum þeim og dætr-
um þeirra blessunar. Samtímis fögnum
vér nýju prestunum heiman af fslandi,
þeim séra Ingþóri Indriðasyni og séra
Hjalta Guðmundssyni og fjölskyldum
þeirra, bjóðum þau hjartanlega velkom-
in í vorn vestur-íslenzka hóp og hér á
þingið, en báðir eru þeir prestarnir á
skemmtiskrá á samkomum í sambandi
við þingið, og sleppa vitanlega ekki við
að taka þátt í þingstörfum.
Hollvinur vor og heiðursfélagi, dr.
Árni Helgason, ræðismaður fslands í
Chicago, dvaldi einnig heima á ætt-
jörðinni rúmar þrjár vikur síðastliðið
vor, og hefir sýnt oss þá miklu velvild
að koma hingað norður til þess að flytja
erindi á hinni almennu samkomu síð-
asta þingkvöldið og sýna þar myndir,
er hann tók í fyrrnefndri heimferð sinni.
Býð ég hann hjartanlega velkominn á
þingið og í vorn hóp.
Prestana frá íslandi og skyldulið
þeirra skoða ég þegar sem heimamenn
í vorum hópi, en vér höfum einnig á
árinu átt ýmsum góðum gestum að fagna
heiman af ættjörðinni.
Snemma sumars voru hér á ferðinni
þeir Árni Bjarnarson og Gísli Ólafsson
lögreglustjóri frá Akureyri, sem báðir
eru oss áður kunnir af fyrri heimsókn-
um. Voru þeir á íslendingasamkomum
vestur á Kyrrahafsströnd og eins á
„Fróns“-kvöldi hér í Winnipeg; flutti
Árni erindi um samband og samvinnu
íslendinga austan hafs og vestan, en
hann er hinn mesti áhugamaður um þau
mál, eins og kunnugt er, og hefir látið
sig þau miklu skipta. Meðal annars er
hann formaður nefndar þeirrar, sem
vinnur að því að safna æviskrám Vestur-
fslendinga og gefa þær út. Er þar um
hið merkasta og þarfasta verk að ræða,
og vil ég á ný hvetja fólk vort til þess
að leggja til efni í æviskrárnar, en um-
boðsmaður útgáfunefndarinnar er Davíð
Björnsson bóksali hér í Winnipeg. Jafn-
framt vil ég þakka Árna Bjarnarsyni
forgöngu hans í þessu máli og öðrum
oss til heilla, og tekur það einnig til
samverkamanna hans.
í haust var í kynnisferð um Banda-
ríkin, í boði utanríkisráðuneytis þeirra,
Jón Magnússon, fréttastjóri íslenzka rík-
isútvarpsins; kom hann á íslendinga-
slóðir á ýmsum stöðum og flutti hlýja
kveðju heiman um haf á tíu ára afmæl-
ishátíð elliheimilisins „Borgar“ að Moun-
tain. Undanfarna þrjá mánuði dvaldi hér
einnig, lengstum vestur í Vancouver,
séra Halldór Kolbeins, sóknarprestur í
Vestmannaeyjum ásamt frú sinni. Pré-
dikaði hann við íslenzkar guðsþjónustur
þar í borg og í Winnipeg, og flutti einn-
ig erindi á samkomum deildarinnar
„Ströndin“ í Vancouver, er hélt þeim
hjónum virðulegt kveðjusamsæti.
Öllum þessum kærkomnu gestum frá
íslandi þökkum vér komuna, þáttinn,
sem þeir hafa ofið í bræðrabandið yfir
hafið, og óskum þeim velfarnaðar.
Bróðurkveðjur milli vor og ættþjóðar-
innar hafa einnig á árinu brúað hafið
frá báðum ströndum. f fyrra vor flutti
íslenzka ríkisútvarpið erindi um Þjóð-
ræknisfélagið, sem forseti þess hafði tal-
að á segulband í tilefni af 40 ára afmæli
félagsins og jólakveðju frá honum síðar
á árinu í félagsins nafni. Hliðstæðar
kveðjur voru fluttar í útvarpinu frá
þeim Gretti L. Johannson ræðismanni
og frú Ingibjörgu Jónsson, ritstjóra Lög-
bergs-Heimskringlu. Annaðist ritari fé-
lagsins, próf. Haraldur Bessason, upp-