Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Page 107
þingtíðindi
89
Féhirðir, W. J. Árnason.
Varaféhirðir, Mrs. W. J. Árnason.
Fjármálaritari, Hjálmur V. Thorsteins-
son.
Varafjármálaritari, Mrs. John Stevens.
Skjalavörður, Mrs. Guðrún Stevens.
Kær kveðja til þingsins.
Ingólfur Nikulás Bjarnason
ritari.
Flutningskona gerði að tillögu sinni,
að skýrslan yrði viðtekin. Margir studdu,
og var skýrslan viðtekin með samhljóða
atkvæðum.
Prófessor Haraldur Bessason flutti
ársskýrslu delidarinnar „Frón“ í Win-
nipeg.
Ársskýrsla deildarinnar „Frón"
í Winnipeg
Skemmtifundir deildarinnar á árinu
voru fimm talsins og má segja, að þeir
væru allsæmilega sóttir. Frónsmótið var
að venju langsamlega umfangsmest, og
var gerður að því góður rómur. Aðal-
ræðumaður á Frónsmóti þessu sinni var
séra Jón Bjarman á Lundar. Aðrir þeir,
sem þar komu fram, voru Miss Snjólaug
Sigurðsson, sem sýndi deildinni mikla
góðvild með því að koma fram á dag-
skránni. Frú Elma Gíslason kom einnig
fram með söngflokk. Einnig söng frúin
einsöngva. Kann deildin frú Elmu mikla
þökk fyrir dyggilegan stuðning fyrr og
síðar. Þá söng Gústaf Kristjánsson ein-
söngva, og einnig sungu þau frú Elma
og hann tvísöngva.
f aprílmánuði hélt deildin kvöldvöku,
sem ritari félagsins tók saman og stjóm-
aði. Var þar tekin til umræðu Brennu-
Njálssaga og lesið úr sögunni. Þessir
lásu upp: Miss Lára Sigurðsson, dr.
Sveinn Björnsson, Miss Elín Hall, Miss
Guðbjörg Sigurðsson, Vilhelm Krist-
jánsson, Valdimar Lárusson, Axel Vopn-
fjörð og Haraldur Bessason.
Hinn 8. júní efndi deildin til fjöl-
mennrar kvöldsamkomu. Þar fluttu
rasður Árni Bjarnarson, bókaútgefandi
frá Akureyri og sýndi hann einnig kvik-
mynd. Einnig tók þar til máls Gísli Ól-
afsson yfirlögregluþjónn frá Akureyri.
Samkoma þessi þótti takast vel. Á sam-
komum fyrri hluta vetrar komu fram
Miss Gubjörg Sigurðsson, sem flutti er-
indi um ferð sína til Norðurlanda og
Miss Ingibjörg Bjarnason, sem ræddi um
íslandsdvöl sína og sýndi gullfallegar
litskuggamyndir, sem hún hafði tekið
i ferðinni. Einnig voru á fyrri samkom-
unni sýndar myndir, sem Mrs. Stem-
dór Jakobsson lánaði deildinni til sýn-
mgar.
Það hefir orðið deildinni nokkur fjöt-
ur um fót, að stjórnarmeðlimum fækk-
aði um helming nokkurn hluta árs. Tveir
fluttust brott, en tveir lágu sjúkir og
áttu við heilsuleysi að stríða. Deildin
fagnar því, að heilsufar þeirra varafor-
seta og vararitara fer sífellt batnandi
og óskar þeim alls hins bezta. Var það
okkur sérstakt ánægjuefni, að þessir
menn sáu sér fært að taka endurkosn-
ingu.
Hundrað dölum hefir verið varið til
bókakaupa. Bókasafnið hefir verið í
góðri umsjá, en frú Ólína Johnson hefir
annazt bókavörzlu. Um 36 manns nota
safnið reglulega og lánaðar hafa verið
út um 1100 bækur á árinu.
Á ársfundi deildarinnar voru þessi
kjörin í stjórn félagsins: Forseti, Heimir
Thorgrímsson; ritari, Haraldur Bessa-
son; gjaldkeri, J. Asgeirsson; fjármála-
ritari, Gunnar Baldvinsson; varaforseti,
Steindór Jakobsson; vararitari, Valdimar
Lárusson; varaféhirðir, Guttormur Finn-
bogason; varafjármálaritari frú Marja
Björnsson.
Deildin mun sem fyrr styðja Þjóð-
ræknisfélagið í hvívettna og býður full-
trúa deilda velkomna á þing.
Haraldur Bessason
ritari.
Flutningsmaður lagði til, að skýrslan
yrði viðtekin, og var svo gert með sam-
hljóða atkvæðum.
Dr. Árni Helgason ávarpaði þinggesti
þessu næst og sagði fréttir af íslend-
ingum í Chicago.
Séra Jón Bjarman flutti ársskýrslu
þjóðræknisdeildarinnar á Lundar.
Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar
á Lundar
Þjóðræknisdeildin ,,Lundar“ hélt fjóra
starfsfundi á árinu, og voru allir fund-
irnir haldnir á heimilum félagsmanna.
Tvær samkomur voru haldnar. Sú fyrri
var sumarmálasamkoma, sem haldin
var 25. apríl. Ágóðinn af þeirri sam-
komu, sem var $50.00, var látinn ganga
til íslenzku vikublaðanna. Þá var höfð
minningarathöfn við minnisvarða land-
nema byggðarinnar þann 16. ágúst.
Deildin gerðist meðlimur í Skógræktar-
félagi íslands og greiddi árstillagið,
$10.00. Deildin átti á bak að sjá nokkr-
um meðlima sinna á árinu. Fyrst er að
telja ritara deildarinnar, Tómas Guð-
mundsson, og einnig þá Eirík Scheving
og Einar H. Einarsson. Deildin starf-
rækir lestrarfélag byggðarinnar. Nýlega
aflaði_ lestrarfélagið sér margra nýrra
bóka í skiptum fyrir aðrar eldri. Margir
félagsmenn færa sér lestrarfélagið í nyt.
Gísli S. Gíslason
ritari.