Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 113

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 113
þingtíðindi 95 þess er farið á leit við deildirnar, að þær taki málið til athugunar. Er ég nú að vona, að þessi beiðni til deildanna kunni að bera einhvern árangur, og mér virð- ist, að ef hver deild hefði nefnd í mál- inu, myndi það vera notadrýgst. Ég lít svo á, að til þess að góður árangur náist, verði Þjóðræknisfélagið að finna og benda á réttu leiðina til starfs. Það ætti að vera ritað um málið í nafni stjórnar- nefndar og það skýrt þannig, að fólk skilji, hvað um er að vera. Það þarf að koma fram áskorun frá stjórnarnefnd til fólksins að sinna þessu máli, eins og það á skilið, og það sem allra fyrst. Hingað til hafa þeir munir, sem fengizt nafa, verið gefnir í safnið, og hafa menn sýnt góðvilja sinn í því efni. En ef fé- laginu er alvara með það að eignast niyndarlegt minjasafn, ætti það að greiða sanngjarnt verð fyrir þá muni, sem eru að einhverju leyti verðmætir. Yrði málinu með því rudd greiðari leið til áframhalds og sigurs. Síðan áður- nefndur listi var birtur, hefi ég með- tekið mynd af Þingvöllum. Gefandinn er Alla Vernon, en faðir hennar kom jneð myndina frá fslandi 1930. Aðra gjöf nefi ég meðtekið frá Kristínu Sveinsson, en það er peysufataslifsi, sem Halldóra Gunnlaugsson hafði gefið henni. Þá var mér tilkynnt, að bókasafnið „Jón Trausti“ í Blaine, Washington hefði hætt störfum, og hefir séra Guðmundur John- son boðið safninu árbækur félagsins frá byrjun að gjöf. Þá hefir mér verið til- kynnt, að tvær gipsmyndir væru geymd- ar hjá séra P. M. Pétursson. Eru þær eftir Maríu Jónsdóttur frá fslandi og gefnar safninu af Rósu Hermannsson vernon í Toronto. Marja Björnson. Flutningskona gerði að tillögu sinni, a9 skýrslan yrði viðtekin. Frú Herdís Eiríksson studdi, og var tillagan sam- Pykkt með samhljóða atkvæðum. ólafur Hallsson gerði þessu næst tillögu _ um, að milliþinganefnd í minjasafnsmálinu skyldi endurkosin. Sú tillaga var studd °g samþykkt. f milliþinganefnd eiga saeti frú Marja Björnson, frú Herdís Eiríksson og frú Kristín Johnson. Forseti, dr. Beck, las þessu næst sím- |9nda kveðju frá biskupi íslands, herra öigurbirni Einarssyni, en kveðjan hljóð- ar þannig: ..Flyttu þinginu alúðarkveðjur mínar °g blessunaróskir.“ Sigurbjörn Einarsson biskup. Kveðjunni var fagnað með lófataki. Séra Jón Bjarman gerði tillögu um Þap, að forseta yrði falið að skipa P^iggja manna allsherjarnefnd. Tillagan Var studd og samþykkt. Frú Kristín Johnson gerði því næst tillögu um að fresta fundi til næsta morguns, og var sú tillaga samþykkt. Þriðji fundur var settur kl. 10 f. h., þriðjud. 23. febr. 1960. Lesin var fundargerð síðasta fund- ar og hún samþykkt. Forseti las að því búnu kveðju frá herra Ásmundi Guð- mundssyni fyrrverandi biskupi yfir fs- landi. Kveðjan hljóðar þannig: „Sendi þingi Þjóðræknisfélagsins kær- ar kveðjur og beztu árnaðaróskir." Ásmundur Guðmundsson. Kveðjunni var fagnað með lófataki. Síðan kynnti forseti fulltrúa deildar- innar „Báran“ á Mountain, N.D., séra Hjalta Guðmundsson og Guðmund Jón- asson. Guðmundur Jónasson flutti að því búnu ársskýrslu deildarinnar „Bár- an“ á Mountain. Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar „Báran'1 á Mountain, N.D. Litlar framkvæmdir hafa orðið á ár- inu. En samt má þó segja, að stjórnar- nefndin hafi verið vakandi og á verði eins og vera bar. Það hafa verið haldnir tveir almennir fundir, og voru þeir fremur fámennir, en góðmennir að vanda. Þrír nefndarfundir voru haldnir. og fjölluðu þeir um undribúning 17. júní samkomunnar, sem leitazt var við eftir mætti að koma í framkvæmd. En af ófyrirsjáanlegum orsökum varð að hætta við þá samkomu, þó að slæmt þætti. í tilefni af fimmtán ára afmæli lýð- veldisins íslenzka, efndi sóknarprestur- inn, séra Ólafur Skúlason, til sérstakr- ar hátíðarguðsþj ónustu í Víkurkirkju að Mountain, kl. 2 e. h„ sunnud. 21. júní. Séra ólafur þjónaði fyrir altari og stjórnaði messugjörðinni, er hófst með því, að forseti „Báru“ las bæn í kórdyr- um. Blandaður kór söng íslenzka sálma undir stjórn T. Thorleifson frá Garðar, N.D. Ræðuna við guðsþjónustuna flutti dr. Richard Beck. Hóf hann mál sitt með því að flytja kveðjur og heillaóskir for- seta íslands. En ræðuefnið var „Þá hug- sjónir rætast“, og vísast í þessu sam- bandi til Lögbergs-Heimskringlu, en ræðuna er að finna á fyrstu síðu jóla- blaðsins 24. des. 1959. Einnig skal þess getið hér, að á 8. síðu Lögbergs, 16. júlí 1959 er fallega rituð grein með fyrirsögninni „Afmælis ís- lenzka lýðveldisins minnzt í N.D.“, og vísast þangað til frekari upplýsinga. En við þá grein hefir hér verið stuðzt að nokkru leyti. Um guðsþjónustu þá, sem hér hefir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.