Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1960, Síða 114
96
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
verið minnzt, má með sanni segja, að
yfir henni hvíldi hátíðarblær. Hún var
þrungin af uppbyggilegu efni og ánægju-
leg í alla staði, og hafi séra Ólafur, dr.
Beck og söngflokkurinn hjartans þökk
fyrir framtakssemina og frammistöð-
una. Þess skal getið, sem gjört er.
Kveðjusamsæti var haldið fyrir séra
Ólaf og frú Ebbu Skúlason 30. sept. 1959
í samkomuhúsi Mountainbúa. íslenzku
söfnuðirnir stóðu fyrir samsætinu og
buðu „Báru“ að taka þátt í því, og þáði
hún boðið með þökkum og fól forseta
að koma þar fram fyrir sína hönd og
segja nokkur orð, sem hann og gjörði,
bæði í bundnu máli og óbundnu. Einnig
afhenti hann prestshjónunum bréf frá
deildinni, sem hafði að geyma dálítinn
fjársjóð fyrir þau til heimferðarinnar.
Fjölyrði ég svo ekki frekar um þetta
efni, en vísa til vikublaðs okkar, en 8.
október 1959 er þar að finna grein með
fyrirsögninni „Kveðjusamsæti". Er þar
fróðleik að finna, enda er próf. Har-
aldur Bessason höfundur greinarinnar,
og hafi hann þökk fyrir verkið.
Fjórtán nýir meðlimir hafa bætzt í
hópinn á liðnu ári, og býð ég þá hjartan-
lega velkomna í okkar hóp. Meðlimatala
„Báru“ komst upp í 60 á árinu, og er
það nokkrum meðlimum fleira en á und-
anförnum fjórum árum, og er ánægju-
legt til þess að vita. En því miður hafa
verið höggvin skörð í fylkinguna, þar
sem prestshjónin fluttust burt, og sökn-
um við þeirra úr okkar fámenna hóp.
Á árinu hafa tveir meðlimir látizt, svo
að mér sé kunnugt um, en það voru þau
Jakob Erlendsson, d. 28. ágúst 1959, og
Mrs. Lína Stratton, d. 27. nóv. 1959.
Á fundi 6. febrúar 1960 voru þessir
kosnir í stjórnarnfend „Báru“: G. J. Jón-
asson, forseti; S. A. Bjornson, varafor-
seti; H. B. Grímson, skrifari; séra Hjalti
Guðmundsson, varaskrifari; Joseph An-
derson, féhirðir; H. J. Bjornson, varafé-
hirðir; O. G. Johnson, fjármálaritari.
G. J. Jónasson,
forseti
H. B. Grímson,
skrifari.
Flutningsmaður lagði til, að skýrslan
yrði viðtekin. Sú tillaga var einróma
studd og samþykkt. Því næst skipaði
forseti í allsherjarnefnd.
Allsherjarnefnd:
Sr. P. M. Pétursson
Tímóteus Böðvarsson
Dr. S. E. Bjornson.
Ritari flutti þessu næst munnlega
skýrslu um míkrófilmun vestur-íslenzkra
kirkjubóka. Kvaðst hann hafa unnið
mjög að þessu verki undanfarna mán-
uði, og að með aðstoð ríkisstjórnar fs-
lands væri nú búið að filma meginhluta
umræddra kirkjubóka, en eintak af
filmunum kvaðst hann hafa sent Þjóð-
skjalasafni fslands í Reykjavík.
Þessu næst sagði frú Herdís Eiríksson
fundargestum frá íslandsferð sinni, en
hún hafði dvalizt á fslandi sumarmán-
uðina. Var gerður hinn bezti rómur að
máli frúarinnar. Árni Helgason vakti
máls á því, að athugandi væri, hvort
Þjóðræknisfélagið gæti ekki aflað eftir-
prentana þeirra á íslenzkum málverk-
um, sem Ragnar Jónsson bókaútgefandi
á íslandi hefir látið gera. Samþykkt var
samkvæmt tillögu frá féhirði, G. L. Jo-
hannson, að vísa málinu til væntanlegr-
ar stjórnarnefndar.
Formaður kjörbréfanefndar, Guðmann
Levy, tilkynnti þessu næst, að fulltrúar
deildarinnar „Báran“ á Mountain færu
með 20 atkvæði hvor fyrir deild sína,
en eins og fyrr getur, voru mættir á
þingi þeir séra Hjalti Guðmundsson og
Guðmundur Jónasson. Séra Jón Bjarman
gerði tillögu þess efnis, að frú Eleanor
Sveinbjörnsson, ekkju dr. Sveinbjarnar
Sveinbjörnssonar tónskálds yrði sent
heillaóskaskeyti frá þinggestum í til-
efni af níræðisafmæli hennar. Var sú
tillaga þegar samþykkt og ritara falið
að leiða málið til lykta. Ritari ræddi
nokkuð um útgáfu á þýðingu Vilhelms
Kristjánssonar á bók frú Elínborgar
Lárusdóttur, „Hvíta höllin“, en því máli
var vísað til stjórnarnefndar til nánari
athugunar. Þessu næst gerði frú Her-
dís Eiríksson tillögu um, að forseta yrði
falið að skipa fimm manna útbreiðslu-
málanefnd. Var sú tillaga studd af frú
Hrund Skúlason og síðan samþykkt.
Úlbreiðslumálanefnd:
Séra P. M. Pétursson
Stefán Eymundsson
Frú Marja Björnson
J. J. Johnson
Guðmundur Jónasson.
Ólafur Hallsson gerði tillögu um, að
forseta yrði falið að skipa þriggja manna
fjármálanefnd. Sú tillaga var studd og
samþykkt.
Fjármálanefnd:
Guðmann Levy
J. B. Johnson
Daniel Lindal.
Ritari gerði þessu næst tillögu um,
að forseta yrði falið að skipa fimm
manna þingnefnd í fræðslumálum. Fru
Louisa Gíslason studdi, og var tillagan
síðan samþykkt.