Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 9

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 9
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 9 GuðbjörG Pálsdóttir Menntavísindasviði Háskóla íslands ólöf björG steinþórsdóttir university of nortHern iowa Uppeldi og menntun 20. árgangur 2. hefti 2011 Raddir ungs fólks um stærðfræðinám Mikilvægt er fyrir kennara og aðra sem bera ábyrgð á stærðfræðinámi að hlusta á nemendur og þekkja hugmyndir þeirra og viðhorf . Hér er sagt frá rannsókn þar sem leitað var eftir hugmyndum og viðhorfum ungs fólks varðandi stærðfræðinám . Rannsóknargagna var aflað í tveimur rannsóknum . Gögnin voru greind að nýju út frá rannsóknarspurningunni Hvaða sjónarmið og hugmyndir hefur ungt fólk um stærðfræði og stærðfræðinám? Notuð var þemagreining til að greina þau mynstur sem fram komu . Tvö meginþemu greindust, hefðbundið stærðfræðinám og kynjamyndir . Viðmælendur vísa til reynslu sinnar af hefð- bundinni stærðfræðikennslu . Þeir telja að mikilvægt sé að skilja stærðfræði til að hafa ánægju og gagn af henni . Orðræða þeirra er kynjuð og hefðbundin viðhorf til námshegðunar stúlkna og drengja koma berlega í ljós . Viðmælendur telja að þó að væntingar til náms- og starfsvals séu kynbundnar séu þeim sjálfum ýmsir möguleikar opnir . Efnisorð: Viðhorf, stærðfræðinám, stærðfræðikennsla inn gang ur Síðastliðin 40 ár hefur fræðasviðið stærðfræðimenntun vaxið og ýmsar hliðar stærð- fræðináms verið rannsakaðar. Áhrif viðhorfa og hugmynda nemenda um stærðfræði- nám er eitt af þeim sviðum sem skoðuð hafa verið í ýmsum erlendum rannsóknum. Þá er sjónum gjarnan beint að tengslum námshegðunar og námsárangurs við ýmsa félagslega þætti. Dæmi um viðfangsefni slíkra rannsókna eru trú á eigin getu, sjálfs- traust, áhrif kynferðis á stærðfræðinám, viðhorf nemenda og kennara til stærðfræði og áhrif foreldra á stærðfræðinám barna sinna (Bishop og Forgasz, 2007; Boaler, 2008; Brandell, Nyström, Staberg og Sundqvist, 2003; Diversity in Mathematics Education Center for Learning and Teaching, 2007; Leder, 1992; OECD, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005, 2007a, 2007b; Pehkonen, 1994; Pehkonen og Safuanov, 1996). Niðurstöður þessara erlendu rannsókna á viðhorfum ólíkra hópa eru að þau eru talin hafa mikil áhrif á stærðfræðinám. Fáar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði en þó hafa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.