Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201110
raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám
sumir þessara félagslegu þátta verið skoðaðir, ýmist í tengslum við rannsóknir á
stærðfræðinámi eða á viðhorfum nemenda á unglingastigi. Má þar nefna rannsóknir
Berglindar Rósar Magnúsdóttur (2003), Jóhönnu Rútsdóttur (2007), Sigríðar Bílddal
(2007) og Savola (2008).
Höfundar þessarar greinar hafa á síðustu árum unnið að íslenskum rannsóknum
á þessu sviði. Guðbjörg Pálsdóttir rannsakaði viðhorf nokkurra stúlkna í 10. bekk
árið 2003 og tók viðtöl við þær aftur fimm árum seinna (Guðbjörg Pálsdóttir, 2004,
2008). Ólöf Björg Steinþórsdóttir gerði, ásamt Bharath Sriraman, viðtalsrannsókn á
hugmyndum nemenda sem tóku þátt í PISA-rannsókninni 20031 (Ólöf Björg Stein-
þórsdóttir og Sriraman, 2008). Í báðum þessum rannsóknum voru viðhorf unglinga
og ungs fólks til stærðfræði, stærðfræðináms og námsárangurs í stærðfræði skoðuð.
Hér eru rannsóknargögnin greind út frá nýjum viðmiðum. Markmiðið með þessari
endurgreiningu er að draga fram þau meginsjónarmið sem komu fram almennt um
stærðfræði og stærðfræðimenntun í áðurnefndum rannsóknarviðtölum. Greind eru
tvö meginþemu, þ.e. hefðbundið stærðfræðinám og kynjamyndir, og er megináhersla
lögð á að skoða þau með því að greina þá orðræðu sem fram kemur hjá viðmælendum.
fræðilEgur bakgrunnur rannsóknanna
Fjölbreyttar kenningar hafa verið settar fram um stærðfræðinám (Björkqvist, 1993;
Skott, Jess og Hansen, 2008; Skovsmose og Valero, 2008; Van de Walle, 2001). Sjónar-
horn félags- og menningarlegra kenninga er lagt hér til grundvallar. Þá er miðað við
að stærðfræðinám eigi sér stað við þátttöku í hópi sem fæst við stærðfræðileg við-
fangsefni og að þannig afli nemendur sér reynslu og túlki hana. Samkvæmt þessu
sjónarhorni er nám ætíð félagsleg athöfn og með þátttöku í félagslegu, gagnvirku sam-
bandi kynnast nemendur gildum og hugmyndum og gera að sínum. Félagsleg viðmið
hóps ráða því hvaða einstaklingsbundnu hugmyndir nemendur þróa með sér en jafn-
framt þróast og breytast hugmyndir og gildi í hverjum hópi (Skott o.fl., 2008). Með
þátttöku í félagslegu starfi aðlagast maðurinn menningarumhverfi sínu og lærir það
sem þarf til að geta tekið þátt í því. Félags- og menningarlegir þættir ákvarða þannig
hvernig nemandinn tekur þátt í náminu og hvað hann og félagar hans telja skipta
máli. Velgengni í námi fer þá að miklu leyti eftir því hvernig nemandinn tekur þátt
í því og hvernig hann tekst á við það. Þættir eins og sjálfstraust og viðhorf til mikil-
vægis og tilgangs námsins hafa því mikil áhrif á námið.
Þátttökusjónarhornið beinir kastljósinu að því hvaða áhrif félags- og menningar-
legir þættir hafa á stærðfræðinám. Áhersla er lögð á að skoða og lýsa þátttöku nem-
enda í eigin samfélagi og samspili nemandans við félagslegt umhverfi sitt (Skott o.fl.,
2008; Skovsmose og Valero, 2008). Mikilvægt er því talið að kennarinn þekki hug-
myndir og viðhorf nemenda sinna til stærðfræði og stærðfræðináms. Kennarinn hefur
mikil áhrif á námsumhverfið og þarf að nýta þekkingu sína á nemendum, faginu og
námi við uppbyggingu á námsumhverfinu og skipulagningu kennslunnar. Viðhorf
einstaklingsins, þ.e. nemandans, mótast í samspili við viðhorf samfélagsins. Viðhorf
utan skólastofunnar hafa einnig áhrif á námsumhverfið og þau viðhorf og hugmyndir