Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 10

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201110 raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám sumir þessara félagslegu þátta verið skoðaðir, ýmist í tengslum við rannsóknir á stærðfræðinámi eða á viðhorfum nemenda á unglingastigi. Má þar nefna rannsóknir Berglindar Rósar Magnúsdóttur (2003), Jóhönnu Rútsdóttur (2007), Sigríðar Bílddal (2007) og Savola (2008). Höfundar þessarar greinar hafa á síðustu árum unnið að íslenskum rannsóknum á þessu sviði. Guðbjörg Pálsdóttir rannsakaði viðhorf nokkurra stúlkna í 10. bekk árið 2003 og tók viðtöl við þær aftur fimm árum seinna (Guðbjörg Pálsdóttir, 2004, 2008). Ólöf Björg Steinþórsdóttir gerði, ásamt Bharath Sriraman, viðtalsrannsókn á hugmyndum nemenda sem tóku þátt í PISA-rannsókninni 20031 (Ólöf Björg Stein- þórsdóttir og Sriraman, 2008). Í báðum þessum rannsóknum voru viðhorf unglinga og ungs fólks til stærðfræði, stærðfræðináms og námsárangurs í stærðfræði skoðuð. Hér eru rannsóknargögnin greind út frá nýjum viðmiðum. Markmiðið með þessari endurgreiningu er að draga fram þau meginsjónarmið sem komu fram almennt um stærðfræði og stærðfræðimenntun í áðurnefndum rannsóknarviðtölum. Greind eru tvö meginþemu, þ.e. hefðbundið stærðfræðinám og kynjamyndir, og er megináhersla lögð á að skoða þau með því að greina þá orðræðu sem fram kemur hjá viðmælendum. fræðilEgur bakgrunnur rannsóknanna Fjölbreyttar kenningar hafa verið settar fram um stærðfræðinám (Björkqvist, 1993; Skott, Jess og Hansen, 2008; Skovsmose og Valero, 2008; Van de Walle, 2001). Sjónar- horn félags- og menningarlegra kenninga er lagt hér til grundvallar. Þá er miðað við að stærðfræðinám eigi sér stað við þátttöku í hópi sem fæst við stærðfræðileg við- fangsefni og að þannig afli nemendur sér reynslu og túlki hana. Samkvæmt þessu sjónarhorni er nám ætíð félagsleg athöfn og með þátttöku í félagslegu, gagnvirku sam- bandi kynnast nemendur gildum og hugmyndum og gera að sínum. Félagsleg viðmið hóps ráða því hvaða einstaklingsbundnu hugmyndir nemendur þróa með sér en jafn- framt þróast og breytast hugmyndir og gildi í hverjum hópi (Skott o.fl., 2008). Með þátttöku í félagslegu starfi aðlagast maðurinn menningarumhverfi sínu og lærir það sem þarf til að geta tekið þátt í því. Félags- og menningarlegir þættir ákvarða þannig hvernig nemandinn tekur þátt í náminu og hvað hann og félagar hans telja skipta máli. Velgengni í námi fer þá að miklu leyti eftir því hvernig nemandinn tekur þátt í því og hvernig hann tekst á við það. Þættir eins og sjálfstraust og viðhorf til mikil- vægis og tilgangs námsins hafa því mikil áhrif á námið. Þátttökusjónarhornið beinir kastljósinu að því hvaða áhrif félags- og menningar- legir þættir hafa á stærðfræðinám. Áhersla er lögð á að skoða og lýsa þátttöku nem- enda í eigin samfélagi og samspili nemandans við félagslegt umhverfi sitt (Skott o.fl., 2008; Skovsmose og Valero, 2008). Mikilvægt er því talið að kennarinn þekki hug- myndir og viðhorf nemenda sinna til stærðfræði og stærðfræðináms. Kennarinn hefur mikil áhrif á námsumhverfið og þarf að nýta þekkingu sína á nemendum, faginu og námi við uppbyggingu á námsumhverfinu og skipulagningu kennslunnar. Viðhorf einstaklingsins, þ.e. nemandans, mótast í samspili við viðhorf samfélagsins. Viðhorf utan skólastofunnar hafa einnig áhrif á námsumhverfið og þau viðhorf og hugmyndir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.