Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 11

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 11 gUðbJörg pálsdóttir og ólöf bJörg steinþórsdóttir sem þróast innan þess. Viðhorf nemenda til stærðfræði og stærðfræðináms ráða miklu um það hvernig þekking þeirra þróast og hvernig þeir geta nýtt sér kunnáttu sína og færni (Op´t Eynde, de Corte og Verschaffel, 2002). Hugmyndir Op´t Eynde o.fl. (2002) um viðhorf nemenda til stærðfræði og stærð- fræðimenntunar eru settar fram með áherslu á félags- og menningarlega þætti. Þeir telja að viðhorf nemenda séu fall af því breiða, félagslega og sögulega samhengi sem nemandinn er staddur í. Álit einstaklings á því hvað skiptir máli í stærðfræðilegu samhengi og hvað honum finnst áhugavert eða mikilvægt hefur áhrif á það hvaða aðstæður hann skynjar, hvort hann tekur þátt í náminu og hvernig hann hagar sér. Þessir þættir eru ekki aðeins taldir vera hjálparþættir heldur lykilþættir í stærðfræði- námi (McLeod og McLeod, 2002; Op´t Eynde o.fl., 2002). Hér er notuð eftirfarandi skilgreining Op´t Eynde o.fl. (2002) á hugtakinu stærðfræðiviðhorf: Viðhorf nemenda til stærðfræði má skoða sem þær beinu og óbeinu einstaklings- bundnu hugmyndir sem nemendur telja sannar um stærðfræðimenntun, um þá sjálfa sem stærðfræðinga og um samhengið í skólastofunni. Þessi viðhorf skilyrða, í nánu samspili hvert við annað og við fyrri þekkingu nemenda, stærðfræðinám og glímu nemenda við þrautir í skólastofunni. (Op´t Eynde o.fl., 2002, bls. 27, íslensk þýðing greinarhöfunda) Í skilgreiningunni kemur fram að áhrif viðhorfa eru ekki síst fólgin í því hvernig nem- endur takast á við nám sitt. Viðhorf, sem nemendur hafa öðlast í félagslegu samhengi, og hugmyndir nemenda um nám sitt og námsgreinarnar sjálfar eru því ásamt vitsmuna- legum þáttum taldar vera grundvöllur náms. Viðhorf snúa að þáttum eins og áhuga, jákvæðni og sjálfstrausti en hugmyndir nemenda um það hvað felist í stærðfræðinámi og hvert sé hlutverk kennarans ráða miklu um það hvernig hann nálgast nám sitt og hvaða markmið hann setur sér. Á Íslandi hafa ekki verið gerðar miklar rannsóknir á stærðfræðikennslustundum en í rannsókn Savola (2008) er lýst tveimur meginvið- horfum til uppbyggingar kennslustunda, þ.e. (1) einstaklingsmiðað nám og (2) upp- rifjun–kennsla–æfing. Hugmyndin um einstaklingsmiðað nám hefur náð útbreiðslu hér á landi þó mismunandi skilningur sé lagður í kennslu á þeim grunni. Sumir virðast telja að einstaklingsmiðað nám felist í að hjálpa nemendum áfram í kennslubókinni á meðan aðrir leggja áherslu á að styðja við stærðfræðilega hugsun hvers og eins. Í niðurstöðum Savola kemur þó líka fram að í íslensku kennslustundunum er lítið um samræður milli nemenda og kennara (Savola, 2008). PISA-rannsókn er gerð á þriggja ára fresti og er einkum skoðuð frammistaða og viðhorf til lestrar, stærðfræði og náttúrufræði. Sérstök áhersla er lögð á einn þessara þátta í hvert sinn og árið 2003 var megináhersla lögð á stærðfræði. Þá voru 15 ára unglingar meðal annars beðnir að fylla út spurningalista um viðhorf sín til stærð- fræði og stærðfræðináms. Í skýrslu Námsmatsstofnunar um PISA-rannsóknina 2003 (Júlíus K. Björnsson, Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, 2004) kemur fram að sjálfsímynd í stærðfræði, menntunarstig sem nemandi ætlar sér að ná og sjálfsöryggi í stærðfræði eru allt marktækar breytur sem hafa áhrif á það hvernig nemandinn tekst á við námið og árangur hans. Sterkust er fylgnin á milli sjálfsmyndar nemenda og árangurs í stærðfræðinámi. Í rannsóknum á stærðfræðinámi er því mikilvægt að huga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.