Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 19

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 19
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 19 gUðbJörg pálsdóttir og ólöf bJörg steinþórsdóttir Stærðfræðikennari á að taka eitt skref í einu í sambandi við útskýringar. Hann verður að vera þolinmóður og hafa margar leiðir til að útskýra sama hlutinn. Einnig er það stór kostur ef maður þekkir kennarann og hann þekkir mann sjálfan. Sterklega kemur einnig fram mikilvægi þess að kennarinn sé til staðar og gefi nem- endum tækifæri til að vinna á eigin forsendum. „Hann hjálpar mér best við að láta mig í friði en hjálpa mér þegar ég þarf.“ Viðmælendur hafa mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig kennarinn styður þá best í námi. Miklu skiptir að kennarinn hjálpi þegar nemandinn hefur spurningar og geti greint hver vandi nemandans er: Kennarinn hjálpar mér best með því að reikna uppi á töflu og láta mig sjálfa skilja og fatta dæmið. Þá þarf ég sjálf að hugsa í stað þess að hann reikni dæmið og útskýri svo. Margir viðmælenda nefna sem áhrifavalda persónulega þætti í fari kennarans og að hann leggi sig fram um að kynnast nemendum. Kennarinn þarf að „kunna að tala við krakka, halda ró sinni og vera félagslega hæfur“. Persónuleg tengsl eru líka talin skipta máli og hafa áhrif á námsáhuga: Rosalega miklu máli skiptir að líka við kennarann sem persónu; [það] hefur áhrif á hvernig maður leggur sig fram og vinnur og gott að vera í nánu sambandi við kennarann. Kennarinn þarf líka að hafa góða þekkingu á efninu og vera áhugasamur um stærð- fræði og eigin kennslu. Viðmælendur lýsa því að ef kennarinn er óöruggur á inntakinu og illa undirbúinn upplifi þeir efnið erfitt og leiðinlegt en ef kennarinn er hjálpsamur og hefur það gott vald á inntakinu að hann geti útskýrt á fleiri vegu verði námið skemmtilegt og nemendur tilbúnir að leggja á sig meiri vinnu: „En svo náttúrulega, fer það bara eftir kennaranum.“ Hlutverk kennara er skilgreint út frá hugmyndum viðmælenda um hvað felist í stærðfræðinámi og hvað gera þurfi til að ná valdi á stærðfræði. Því er mikilvægt að rýna í gögnin og sjá hvað viðmælendur segja um eigið hlutverk. „Stærðfræðinám – bara reikna dæmi“ Samkvæmt lýsingum viðmælenda er stærsti hluti stærðfræðikennslustunda notaður í sjálfstæða vinnu nemenda þar sem þeir eiga að leysa dæmi samkvæmt áætlun kenn- arans. Viðmælendur virðast sannfærðir um að þjálfun sé mikilvæg: Oft er það eina sem mann vantar reiknileikni, þannig að ef maður er alltaf að reikna þá nær maður mesta árangrinum. Svo bara æfir maður sig og það er spurningin um að æfa sig og æfa sig þangað til maður skilji það og geti gert það auðveldlega. Greinilega kemur einnig fram að námið snúist um að ná valdi á aðferðum og að það krefjist vinnu að ná skilningi og valdi á þeim. Viðmælendur telja sig þurfa að skilja röklegt samhengi hverrar aðferðar og hvernig lausnarferlið er byggt upp:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.