Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 26

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 26
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201126 raddir Ungs fólks Um stærðfræðinám hugmyndir um hvað þær vilja taka sér fyrir hendur. Þetta er í samræmi við það sem kom fram hjá viðmælendum. Þeir töluðu jafnframt um að drengir hafi meira frelsi og að foreldrar hafi minni áhyggjur af því hvað þeir aðhafist. Rannsóknir á högum og líðan ungs fólks sem Rannsóknir og greining hafa gert á undanförnum árum (sjá t.d. Álfgeir Logi Kristjánsson, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Hrefna Pálsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sigfússon, 2008; Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sigfússon, 2007) sýna sömu niðurstöðu hvað varðar kynjamun á stuðningi og samveru með foreldrum. Margar skýringar eru hugsanlegar á þessum mun, m.a. menntunarkröfur á hinum kynskipta vinnumarkaði og hefðbundið hlutverk kvenna í fjölskyldum. að lokum Meginniðurstaða greiningar okkar á rannsóknargögnunum er að viðmælendur segja sömu sögu og gefa mynd af hefðbundinni stærðfræðikennslu þar sem ekki er ýtt undir rannsóknir og sjálfstæða hugsun í stærðfræðináminu og hefðbundinni náms- hegðun kynjanna er viðhaldið. Fram kemur að margir áhrifaþættir spila saman og að viðmælendur eru almennt sáttir við þá stærðfræðikennslu sem þeir hafa fengið. Hugmyndir þeirra um það hvernig stærðfræðinám getur farið fram mótast af reynslu þeirra af einsleitum kennsluaðferðum og þröngum skilningi á því í hverju stærðfræði- nám geti falist. Þeir líta á þrautalausnanálgun og opin verkefni sem tilbreytingu en telja að alvöru stærðfræðinám felist í að ná valdi og skilningi á aðferðum við að leysa ýmis stærðfræðileg viðfangsefni. Hin staðlaða kynímynd lifir góðu lífi meðal viðmælenda. Hún hefur sterk áhrif á hugmyndir þeirra og væntingar til drengja og stúlkna í eigin hópi og þeirra sjálfra. Viðmælendur okkar líta þannig á að almenn viðhorf í samfélaginu séu mjög kynskipt og að þau hafi mikil áhrif á hugmyndir og viðhorf stúlkna og drengja. Þó að viðmæl- endur okkar séu almennt sterkir námsmenn og þeim standi í raun allir möguleikar opnir hafa kynjaviðhorfin sterk áhrif á val þeirra og ákvarðanir. Viðmælendur líta þannig á að þeir hafi frelsi en eru samt meðvitaðir um áhrif hefðbundinna kynhlut- verka í samfélaginu. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að viðmælendur okkar gera sér grein fyrir áhrifum námsumhverfis og viðhorfa á stærðfræðinám og mikil- vægi stærðfræðikennarans. Spurningar hafa vaknað um ýmsa þætti sem vert væri að rannsaka nánar. Má þar nefna: Hvernig er námsumhverfið í stærðfræðikennslu? Hvaða reynslu af stærð- fræðinámi fá nemendur tækifæri til að afla sér? Hvaða skilaboð fá nemendur frá sam- félaginu um æskilega námshegðun? Hvernig hefur baráttan fyrir jafnrétti kynjanna skilað sér inn í skólastofuna? Í hverju felst kynjamunur í námsaðferðum? Hvað eiga nemendur við þegar þeir tala um skilning á stærðfræði? Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar sem gætu lagt til gögn og niðurstöður sem nota mætti til að svara að hluta til spurningum okkar en lítið er til af íslenskum rannsóknum og því væri áhugavert að gera fleiri rannsóknir og skoða þá félags- og menningarlegu þætti sem hafa afgerandi áhrif á það hvernig nemendur takast á við nám sitt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.