Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 36

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201136 „bara ef maðUr hefði sett meiri kraft í þetta“ Afleiðingar brotthvarfs úr háskólanámi Athyglisvert er að ekki eru til heildstæðar kenningar um afleiðingar brotthvarfs úr háskólanámi fyrir einstaklinginn. Náms- og starfstengdur áhugi þróast aðallega hjá ungu fólki sem er á könnunarþrepi samkvæmt kenningum um þróun starfsferils (Swanson og Gore, 2000). Því er ekki óeðlilegt að ungt fólk hætti í námi og taki upp þráðinn síðar í öðru námi eins og fram hefur komið í nýlegri rannsókn á afburða- nemendum hérlendis (Lóa Hrönn Harðardóttir, 2010) og í brotthvarfsrannsóknum í Noregi (Hovdhaugen, 2009). Segja má að háskólakerfið og sérstaklega opinberu háskólarnir bjóði nemendum upp á að prófa sig áfram þar sem ekki eru skólagjöld og flest nám er án inntökutakmarkana. Aftur á móti er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af afleiðingum þess að hverfa frá á seinni stigum náms. Undir lok könnunarþrepsins er komið að undirþrepi því sem Super (1957) kallar framkvæmd en þá býr háskólaneminn sig undir þau umskipti að fara út í atvinnulífið og skapa sinn eigin starfsferil. Hverfi hann frá námi kemst hann ekki fyllilega yfir á þetta framkvæmdaþrep og getur upp- lifað það þannig að hann hafi misst stjórn á náms- og starfsferli sínum (Savickas, 2005). Ljóst er að brotthvarf getur haft áhrif á námstengda sjálfsmynd fólks og trú á eigin getu til að takast á við skólagöngu. Rannsóknir á ungu fólki sem horfið hefur úr fram- haldsskólanámi sýna að það upplifir sig minnimáttar og hefur litla trú á eigin getu í námi (Ágústa Björnsdóttir, 2007; Hsieh, Sullivan og Guerra, 2007; Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson, 2002). Háskólamenntun eykur valmöguleika á vinnu- markaði og möguleika á störfum sem njóta virðingar í samfélaginu (Blustein, Kenna, Gill og DeVoy, 2008; Gerður G. Óskarsdóttir, 1995, 2000). Í könnun kom í ljós að um 70% þeirra sem höfðu hætt í háskólanámi voru í störfum sem ekki kröfðust menntun- ar umfram grunnskóla (Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Bendir það til þess að brotthvarf úr námi geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir starfsferil fólks, stöðu þess á vinnumarkaði og tekjumöguleika (Blustein, Juntunen og Worthington, 2000; Gerður G. Óskarsdóttir, 2000). Lítið er þó vitað um þær afleiðingar sem það hefur fyrir náms- og starfsferil fólks að hætta á síðari stigum háskólanáms og er sjónum beint að því í þessari rannsókn. aðfErð Þátttakendur Tekin voru viðtöl við fólk sem hætti í háskólanámi á síðari stigum þess. Þátttakend- ur voru sjö einstaklingar sem hurfu frá grunnnámi í félags- eða hugvísindum við Háskóla Íslands þar sem brotthvarf úr námi er hvað mest (Háskóli Íslands, 2008; Ríkisendurskoðun, 2007). Leitað var ábendinga um mögulega þátttakendur frá náms- og starfsráðgjöfum við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands og frá nemendum við Félags- og mannvísindadeild skólans. Haft var samband við mögulega þátttakendur í gegnum síma og þeim kynnt fyrirkomulag og tilgangur rannsóknarinnar. Þátttakendurnir voru á aldrinum 25–44 ára, þrjár konur og fjórir karlmenn. Við val á þátttakendum voru sett þau viðmið að þeir hefðu lokið 120 ECTS-einingum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.