Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201136
„bara ef maðUr hefði sett meiri kraft í þetta“
Afleiðingar brotthvarfs úr háskólanámi
Athyglisvert er að ekki eru til heildstæðar kenningar um afleiðingar brotthvarfs úr
háskólanámi fyrir einstaklinginn. Náms- og starfstengdur áhugi þróast aðallega hjá
ungu fólki sem er á könnunarþrepi samkvæmt kenningum um þróun starfsferils
(Swanson og Gore, 2000). Því er ekki óeðlilegt að ungt fólk hætti í námi og taki upp
þráðinn síðar í öðru námi eins og fram hefur komið í nýlegri rannsókn á afburða-
nemendum hérlendis (Lóa Hrönn Harðardóttir, 2010) og í brotthvarfsrannsóknum
í Noregi (Hovdhaugen, 2009). Segja má að háskólakerfið og sérstaklega opinberu
háskólarnir bjóði nemendum upp á að prófa sig áfram þar sem ekki eru skólagjöld og
flest nám er án inntökutakmarkana. Aftur á móti er meiri ástæða til að hafa áhyggjur
af afleiðingum þess að hverfa frá á seinni stigum náms. Undir lok könnunarþrepsins er
komið að undirþrepi því sem Super (1957) kallar framkvæmd en þá býr háskólaneminn
sig undir þau umskipti að fara út í atvinnulífið og skapa sinn eigin starfsferil. Hverfi
hann frá námi kemst hann ekki fyllilega yfir á þetta framkvæmdaþrep og getur upp-
lifað það þannig að hann hafi misst stjórn á náms- og starfsferli sínum (Savickas, 2005).
Ljóst er að brotthvarf getur haft áhrif á námstengda sjálfsmynd fólks og trú á eigin
getu til að takast á við skólagöngu. Rannsóknir á ungu fólki sem horfið hefur úr fram-
haldsskólanámi sýna að það upplifir sig minnimáttar og hefur litla trú á eigin getu
í námi (Ágústa Björnsdóttir, 2007; Hsieh, Sullivan og Guerra, 2007; Kristjana Stella
Blöndal og Jón Torfi Jónasson, 2002). Háskólamenntun eykur valmöguleika á vinnu-
markaði og möguleika á störfum sem njóta virðingar í samfélaginu (Blustein, Kenna,
Gill og DeVoy, 2008; Gerður G. Óskarsdóttir, 1995, 2000). Í könnun kom í ljós að um
70% þeirra sem höfðu hætt í háskólanámi voru í störfum sem ekki kröfðust menntun-
ar umfram grunnskóla (Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Bendir
það til þess að brotthvarf úr námi geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir starfsferil fólks,
stöðu þess á vinnumarkaði og tekjumöguleika (Blustein, Juntunen og Worthington,
2000; Gerður G. Óskarsdóttir, 2000). Lítið er þó vitað um þær afleiðingar sem það hefur
fyrir náms- og starfsferil fólks að hætta á síðari stigum háskólanáms og er sjónum
beint að því í þessari rannsókn.
aðfErð
Þátttakendur
Tekin voru viðtöl við fólk sem hætti í háskólanámi á síðari stigum þess. Þátttakend-
ur voru sjö einstaklingar sem hurfu frá grunnnámi í félags- eða hugvísindum við
Háskóla Íslands þar sem brotthvarf úr námi er hvað mest (Háskóli Íslands, 2008;
Ríkisendurskoðun, 2007). Leitað var ábendinga um mögulega þátttakendur frá náms-
og starfsráðgjöfum við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands og frá nemendum við
Félags- og mannvísindadeild skólans. Haft var samband við mögulega þátttakendur í
gegnum síma og þeim kynnt fyrirkomulag og tilgangur rannsóknarinnar.
Þátttakendurnir voru á aldrinum 25–44 ára, þrjár konur og fjórir karlmenn. Við
val á þátttakendum voru sett þau viðmið að þeir hefðu lokið 120 ECTS-einingum