Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 37

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 37 hrafnhildUr V. k Jartansdóttir, kristJana stella blöndal og sif einarsdóttir eða meira af 180 eininga grunnnámi og að þeir hefðu ekki lokið háskólaeiningum í að minnsta kosti eitt skólaár. Allir þátttakendur lögðu stund á nám til BA-gráðu í félags- eða hugvísindum við Háskóla Íslands. Við framsetningu á niðurstöðum var þess gætt að ekkert kæmi fram sem gerði einstaklingana þekkjanlega. Þátttakendum eru hér gefin nöfnin Hanna, Arna, Hrannar, Jóhann, Gísli, Brynhildur og Stefán. Arna og Brynhildur áttu eftir eitt til tvö námskeið auk BA-ritgerðar en aðrir þátttakendur áttu einungis BA-ritgerð eftir. Framkvæmd Rannsóknin er byggð á hálfopnum einstaklingsviðtölum sem fóru fram á tímabilinu september 2008 til apríl 2009. Fyrsti höfundur, sem starfað hefur um árabil sem náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands, tók öll viðtölin. Flest fóru þau fram á vinnustað hans og höfðu viðmælendur hönd í bagga varðandi val á staðsetningu. Hvert viðtal var 60–90 mínútur að lengd. Í viðtölunum var sjónum beint að líðan viðmælenda í háskólanáminu, ástæðum þess að þeir hurfu frá námi, starfsferli þeirra og þeim áhrifum sem þeir töldu að brotthvarf frá námi hefði haft á náms- og starfsferil þeirra, sjálfs- mynd og almenna líðan. Greining og úrvinnsla Við gagnagreiningu var stuðst við nálgun grundaðrar kenningar (e. grounded theory) þar sem greining fer fram bæði samhliða gagnaöflun og að henni lokinni. öll gögn voru lesin gaumgæfilega og með opinni kóðun var leitað að þemum eða kóðunarflokkum. Með markvissri kóðun voru gögnin síðan lesin út frá hverjum kóðunarflokki og leitað eftir tilteknum atriðum í gögnunum sem tengdust viðkomandi hugtaki eða þema (Charmaz, 2006). Við gagnagreininguna var beitt sífelldum samanburði (e. constant comparative method) þannig að tekin voru viðtöl og hafist handa við að greina þau áður en aflað var frekari gagna. Síðan var frekari gagna aflað, þau unnin með framan- greindum hætti og greining þeirra borin saman við fyrri greiningar þar til fræðilegri mettun var náð. Með skipulögðum aðferðum grundaðrar kenningar var leitast við að safna gögnum sem gáfu sem fjölbreyttasta mynd af viðfangsefninu og fylltu upp í eyður í niðurstöðunum (Charmaz, 2006; Creswell, 2007). niðurstöður Niðurstöðum er skipt í þrjá meginkafla og þar eru kynnt þau þemu sem fram komu í viðtölunum. Fyrst er fjallað um aðdraganda náms og hvernig viðmælendum gekk að aðlagast háskólasamfélaginu. Síðan er námstímanum lýst og aðdraganda brotthvarfs. Að lokum er fjallað um mat viðmælenda á afleiðingum brotthvarfs fyrir þróun náms- og starfsferils þeirra og almenna líðan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.