Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 43

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 43 hrafnhildUr V. k Jartansdóttir, kristJana stella blöndal og sif einarsdóttir svona upp á að fólk líti ekki á mig sem manneskju sem að klárar ekki verkefni sem hún tekur að sér og svona … það er svona helst þess vegna sem að ég myndi vilja klára þetta. Þegar Brynhildur er spurð hvaða menntun hún hafi segist hún vera háskólamenntuð en tekur fram að hún hafi ekki lokið námi. Hún réttlætir það að hún hafi ekki lokið námi með því að segja að í núverandi starfi fái hún mun hærri laun en hún gæti nokkurn tímann fengið út á háskólamenntun sína. Hún telur fólk samþykkja þá afsökun. Arna og Hanna reyna hins vegar að komast hjá því að geta þess að þær hafi ekki lokið há- skólanáminu. Hanna sagðist stundum ,,ljúga“ og segjast vera háskólamenntuð því henni finnist það líka vera lygi að hún hafi ekki neina menntun. Gísli og Stefán voru á sama máli og líta svo á að þeir séu háskólamenntaðir þó svo að þeir hafi ekki ,,prófið sem sannar það“. umræður Meginniðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að nemendur sem hurfu frá háskóla- námi síðla á námsferlinum töldu ómarkvisst námsval helstu ástæðu þess að þeir hættu námi, svo og það að námið var ekki ígrundað skref á náms- og starfsferli þeirra. Þá höfðu þeir ekki heldur tileinkað sér agaðar námsvenjur. Þeim fannst námstíminn við Háskóla Íslands hafa verið ánægjulegur tími og fengu hvatningu og stuðning til náms frá fjölskyldum sínum. Þeim gekk ágætlega í námi þar til kom að BA-ritgerðarskrif- um. Þeir töldu það ekki skipta sköpum fyrir sig í núverandi starfi að ljúka náminu en álitu að háskólagráða myndi styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði og auka möguleika á frekara námi. Þeir höfðu upplifað skömm yfir að hafa ekki lokið því námi sem að var stefnt og töldu að það yrði mikill persónulegur ávinningur að ljúka náminu. Áberandi var að námsval viðmælenda var fremur ómarkvisst og náms- og starfs- ferill þeirra ómótaður. Þessar niðurstöður styðja hugmyndir Tintos (1975, 1993) um að útskrift nemenda ráðist að miklu leyti af því hvort markmið með námi séu skýr og háskólanámið þáttur í heildstæðum náms- og starfsferli. Þær eru jafnframt í samræmi við þær niðurstöður að nemendur velja oft nám frekar út frá áhuga en hagnýtu gildi (Ingi Rúnar Eðvarðsson og Guðmundur Kristján Óskarsson, 2010). Könnun meðal brotthvarfsnemenda við Háskóla Íslands sýnir að rúmlega helmingi þeirra fannst erfitt að velja sér háskólanám (Heiður Hrund Jónsdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Sambærilegar niðurstöður hafa einnig komið fram í erlendum rannsóknum (sjá t.d. Ozga og Sukhnandan, 1998; Smith og Naylor, 2001; Stratton o.fl., 2007, 2008). Nemendurnir virtust hafa aðlagast háskólasamfélaginu nokkuð vel og ekki skorti á tryggð þeirra við skólann. Þeim leið ágætlega í náminu þar til kom að skrifum loka- ritgerðar en mjög misjafnt var hversu virkan þátt þeir tóku í félagslífi innan skólans. Vera má að aðlögun nemenda að háskólasamfélaginu vegi minna í tengslum við brott- hvarf síðla á námsferlinum en við upphaf hans en flestar rannsóknir beina sjónum að brotthvarfi við upphaf háskólanáms eða á fyrstu tveimur árum í námi (sjá t.d. Herzog, 2005; Johnson, 2006; Stratton o.fl., 2007, 2008; Tinto, 1993). Viðmælendur virtust þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.