Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 57

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 57 hanna ragnarsdóttir á við fjölbreytileika nemenda (Nieto, 2010). Þannig sé nemendum jafnvel bannað að tala móðurmál sitt í skólum eða gert grín að framburði þeirra á markmálinu. Skipulag kennslu geti einnig falið í sér ójöfnuð, m.a. þannig að kennsla byggist á þekkingu til- tekins hóps nemenda en hunsi þekkingu annarra. Fræðimenn hafa fjallað um leiðir til úrbóta og hefur sú umræða tekið til skóla- þróunar, námskráa, kennsluaðferða og stjórnunar, svo nokkuð sé nefnt (Banks, 2007; Gay, 2000; Ryan, 2003). Gay (2000) leggur áherslu á að byggja þurfi á þeim grunni sem hver nemandi kemur með í skólann og líta á reynslu og þekkingu hvers nemanda sem styrkleika. Þannig sé komist hjá því að einblína á það sem nemandann skortir. Banks (2007) hefur lagt áherslu á hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar sem leið til að koma til móts við fjölbreytta nemendahópa og Nieto (2010) leggur áherslu á mótun fjölmenningarlegra skólasamfélaga þar sem hver nemandi fái tækifæri til að tengja námið reynslu sinni og þekkingu. Íslenskar rannsóknir á reynslu ungra innflytjenda Nýlegar rannsóknir meðal ungra innflytjenda gefa nokkuð góða mynd af stöðu mála í íslenskum skólum og hvaða breytinga sé þörf. Nokkrar rannsóknir leiða í ljós hindranir sem nemendur mæta í skólum og félagslega einangrun þeirra. Aðrar draga fram velgengni og seiglu nemenda þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Í niðurstöðum eigindlegar rannsóknar Nínu Magnúsdóttur (2010) meðal 27 erlendra unglinga þar sem hún leit- aði m.a. svara við því hvaða hindrunum þeir mættu í íslenska skólakerfinu kemur fram að félagsleg einangrun hafi verið sá þáttur sem reyndist þeim erfiðastur. Lítil íslenskukunnátta vó einnig þungt samkvæmt niðurstöðum Nínu og rannsókn hennar bendir til þess að aukin færni í íslensku tryggi ekki aðgang að íslenskum vinahópi. Í niðurstöðum viðtalarannsóknar Svanhildar Daníelsdóttur (2009) með sex erlendum ungmennum á aldrinum 18–19 ára á reynslu þeirra af skólagöngu í efri bekkjum grunnskólans kom hins vegar fram að skólagangan reyndist þessum nemendum ekki eins erfið og höfundur hafði haldið. Þó að ekki hafi verið lögð áhersla á skóla- starf í anda fjölmenningarlegrar menntunar og lítil sem engin áhersla hafi verið lögð á samræður, hóp- eða samvinnunám í kennslunni gekk ungmennunum öllum vel í grunnskólanum og þau báru kennurum sínum og samnemendum vel söguna. Ulrike Schubert (2010) komst að svipuðum niðurstöðum í eigindlegri rannsókn sinni með 14 nemendum af erlendum uppruna í grunnskóla. Í niðurstöðunum kom fram að ekki virtist vera markvisst byggt á fjölbreyttri reynslu og hæfni nemendanna í skólanum. Enn fremur kom fram að tengsl nemendanna við íslenska jafnaldra og kennara ein- kenndust af vissu óöryggi og erfiðleikum í samskiptum. Samskipti erlendu nem- endanna við íslenska samnemendur voru þannig mjög takmörkuð í skólanum, bæði vegna tungumálaerfiðleika en einnig vegna skorts á umræðu um erlendu nemend- urna. Niðurstöður viðtalarannsóknar Hildar Blöndal (2010) meðal íslenskra nemenda sem búsettir höfðu verið erlendis, þar sem athuguð var reynsla þeirra af skólagöngu í grunnskólum á Íslandi, eru áhugaverðar í þessu samhengi. Niðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem alast upp við þessar alþjóðlegu aðstæður búi yfir ákveðinni færni og viðhorfum til lífsins sem mótast hafi af skólagöngu í alþjóðlegum skólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.