Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 62

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 62
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201162 líf og störf Ungra innflytJenda segja að hafi aukist undanfarin ár er skilningur hafi vaxið á þörfum þeirra. Þau segja jafnframt að þau hafi lítinn stuðning fengið við íslenskunám sitt í framhaldsskóla. Einn framhaldsskólanna virðist þó skera sig úr að þessu leyti og hefur þróað sérstakt skipulag til að styðja ungmenni með önnur móðurmál en íslensku. Ungmenni sem sækja nám í þeim skóla nefna einnig að þar hafi þau rödd og fái mörg tækifæri til að hafa áhrif á námsumhverfi sitt. Þau kunna vel að meta það. Ein stúlkan segir um þetta: Ég byrjaði í [öðrum skóla] og þar var alltof mikil íslenska og ég skildi ekki neitt. Svo var stofnuð þar nýbúadeild. … En í [mínum skóla], það er margt þar fyrir útlendinga … Við erum í stjórn þar og gerum margt saman … Það er alltaf verið að spyrja okkur hvað við viljum gera … Elstu ungmennin í hópnum sem komu til Íslands á unglingsárum sínum hafa átt erfiðast með að ná tökum á íslensku og því átt nokkuð erfitt með nám. Elsta stúlkan í hópn- um flosnaði upp úr námi eins og áður er nefnt. Þau sem næst koma í aldursröðinni eru í framhaldsskólum og ein stúlka er í háskóla. Þau hafa öll glímt við tungumála- örðugleika í námi sínu og sú glíma er stöðug, t.d. í náttúrufræði og öðrum greinum. Aðspurð hvar erfiðleikarnir séu mestir segir ein stúlknanna: Í náttúrufræði er kennarinn bara að tala um kaflann á íslensku og mörg orð sem ég hef aldrei heyrt áður og ég skil ekki hvað hann er að tala um og hvað er hann að gera og hvað við eigum að gera í verkefni … Aðspurð hvað hún telji vera til ráða í stöðunni segir hún: Þegar hann er að útskýra getur hann kannski útskýrt aðeins betur fyrir mig í tíman- um … mér fannst betra um sumarið þegar ég er í fríi þá get ég bara tekið bókina og farið yfir og næsta ár tekið náttúrufræði. önnur stúlka nefnir að það erfiðasta sé að læra um íslensk orðtök. Ungmennin nefna að gott væri að hafa markvissari stuðning við íslenskunámið og hvað háskólann varðar, mætti t.d. bjóða upp á aðstoð við skrifleg skil verkefna sem fælist í yfirlestri og ábendingum um hvað betur mætti fara í fræðilegum skrifum. Þess ber að geta að flest ungmennanna höfðu hvorki íslensku- né enskukunnáttu við komuna til Íslands, en nokkur þeirra höfðu lært dálitla ensku í grunnskólum í heimalandi sínu. Enskukunnáttan hefur lítið hjálpað þeim og sumum alls ekki. Ungmennin gera sér fulla grein fyrir því að íslenskunáminu lýkur ekki þegar grunnskólagöngunni lýkur. Þau skilja að sífellt bætist við orðaforðann í framhaldsskólum og háskóla og því verði íslenskunám æviverkefni þeirra vilji þau setjast að á Íslandi. Aðspurð hvað reyni mest á í háskólanáminu segir ein stúlkan: Það er íslenskan … og svo er ég ekki það góð í ensku. Glósurnar eru á íslensku og það eru orð sem við notum ekki venjulega … orð sem tengjast faginu. … Það gengur svo hratt að ég á erfitt með að ná því … Íslenskan mín er ekki það góð, ég get ekki fylgst með … Athyglisvert er að ungmennin fjögur sem nú eru 15–19 ára (og voru við komuna til Íslands á aldrinum fimm til tíu ára) taka það fram í viðtölunum að þeim gangi vel í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.