Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 63

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 63
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 63 hanna ragnarsdóttir námi og að þau telji sig ekki þurfa stuðning í íslensku. Þó að þau hafi átt erfitt upp- dráttar fyrstu árin í grunnskólanum hafi þau náð það góðum tökum á íslensku að þau standi jafnfætis íslenskum jafnöldrum sínum. Velgengni þeirra í námi staðfestir það og tveir piltanna, sem enn stunda nám í grunnskólum, telja sig hafa betri kunnáttu í íslensku í dag en í móðurmáli sínu. Þau fimm sem eru á aldrinum 20–24 ára glíma að eigin sögn enn við erfiðleika í námi og starfi sem stafa af ónógri þekkingu á íslensku. Tungumál: Tækifæri og erfiðleikar Tungumál ber mikið á góma í viðtölunum, bæði tungumálaerfiðleika og möguleika tengda tungumálum. Ungmennin ræða töluvert um reynslu sína af íslenskunámi, baráttu og að lokum sigra við að ná tökum á íslensku. Þau yngri lýsa reynslu sinni og upplifun af því að tapa jafnframt móðurmáli sínu. Íslenskan hafi smám saman orðið þeirra fyrsta mál: Ég tala betri íslensku en [móðurmál] … þegar ég tala við fólk þá annað hvort ensku, þá bætir maður ensku máli við eða íslensku … þegar ég tala við afa minn [í uppruna- landinu] þá er ég bara, ööö … hvað á ég að segja? Þó að ungmennin noti móðurmálið á heimili sínu í daglegum samskiptum nefna þau m.a. að þau eigi orðið erfitt með að skrifa það og þurfi í samræðum oft að hugsa sig um til að finna réttu orðin. Þau virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þessari þróun en segja þetta einkum vera erfitt þegar þau heimsæki upprunalönd sín og hitti ættingja og vini þar. Sum þeirra hafa þó áhuga á að læra meira í móðurmáli sínu og stefna á frekara nám í því í framtíðinni. Stúlkan sem stundar háskólanám segir: Ég er ennþá betri í [mínu móðurmáli] en íslensku og ensku. [Móðurmál mitt] er besta málið mitt … og í framtíðinni vil ég læra það betur, sérstaklega að skrifa. Á heimilunum eru dæmi um að jafnvel tvö önnur mál séu notuð samhliða íslenskunni og er þá enska gjarnan annað þeirra. Framtíðarsýn: Menntun, störf, búseta og fjölskylda Ungmennin eru öll áhugasöm um nám og störf í framtíðinni. Eins og áður segir stundar ein stúlknanna háskólanám, í raunvísindum. Hin ungmennin nefna framtíðaráætlanir sínar, svo sem í læknisfræði, tannlæknisfræði, viðskiptafræði, hönnun, tölvunámi og fleiri greinum. öll stefna þau á frekari menntun að loknu núverandi námi sínu og eru með áhugaverðar framtíðaráætlanir. Í viðtölunum við ungmennin kemur fram að þau sjá fyrir sér búsetu á Íslandi í framtíðinni. Sum tala þó um að takist þeim ekki að uppfylla framtíðaróskir sínar muni þau reyna fyrir sér í upprunalandinu eða í öðrum löndum. Þegar þau eru spurð hvort þau hafi áhuga á búsetu í upprunalöndum sínum í framtíðinni segjast þau frekar munu kjósa Ísland eða jafnvel önnur lönd til búsetu. Þegar talið berst að stofnun fjölskyldu telja sum ungmennanna það mikilvægt að eignast maka sem aðhyllist sömu trúarbrögð og lífsviðhorf. Múslímsku ungmennin í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.