Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 74

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 74
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201174 horft Um öxl skoðaði einnig hvernig unglingar endursköpuðu (e. reconstruct) bernskureynslu sína, þ.e. hvernig þeir minntust og töluðu um reynslu sína. Mikilvægustu minningar úr leikskólanum tengdust leik með öðrum börnum. Kennurum sem börnin minntust sem góðra kennara var lýst eins og súrefni í loftinu, þeir voru til staðar án þess að börnin tækju eftir þeim (Torstenson-Ed, 2007, bls. 56). Ceglowski og Bacigalupa (2007) tóku viðtöl við börn á aldrinum 1–18 ára til að heyra um reynslu þeirra af leikskóladvölinni. Minnisstæðast var leikur við önnur börn og útivist en einnig minntust mörg börnin með ánægju þegar lesið var fyrir þau í leikskólanum. Börnin nefndu skemmtilegt starfsfólk sem tók þátt í leik og verkefnum með þeim en þau minntust líka leiðinlegs starfsfólks sem öskraði á börnin og sinnti þeim ekki. Úr lEikskóla í grunnskóla Í flestum vestrænum samfélögum er verulegur munur á stefnu, hefðum, námskrá, kennsluaðferðum og umhverfi leikskóla og grunnskóla og eru börn búin undir að töluverðar breytingar verði á lífi þeirra þegar þau flytjast milli skólastiganna. Corsaro og Molinari (2005) hafa lýst svokölluðum sameiginlegum undirbúningsatburðum (e. priming events) sem leikskólabörn taka þátt í sem undanfara breytinganna. Þessir undirbúningsatburðir, sem geta bæði verið formlegir, eins og t.d. heimsóknir í grunn- skólann, eða óformlegir og þáttur í daglegu starfi leikskólans, móta viðhorf barna til grunnskólans. Þessir atburðir eru afar mikilvægir því með þátttöku í þeim mótast hugmyndir þeirra um það sem í vændum eru (Corsaro og Molinari, 2005). Farsæll flutningur milli skólastiga getur skipt sköpum fyrir framtíð barna í námi og starfi. Rannsóknum sem beina sjónum að flutningi barna milli skólastiganna og þeim þáttum sem þar geta haft úrslitaþýðingu hefur því fjölgað gríðarlega á undanförnum áratug (Brooker, 2002; Dockett og Perry, 2007; Dunlop og Fabian, 2007; Entwisle og Alexander, 1998; Griebel og Niesel, 2002, 2003; Jóhanna Einarsdóttir, 2004a, 2004b, 2006b; Kagan og Neuman, 1998; Margetts, 2002; Peters, 2010). Viðhorf fullorðinna til þessara breytinga hafa verið rannsökuð víða og á allra síðustu árum hefur rannsóknum sem beina sjónum að viðhorfum barna og reynslu einnig vaxið fiskur um hrygg. Rannsóknir á væntingum barna til grunnskólagöngunnar og hvernig þau sjá muninn milli leik- og grunnskóla sýna að flest leikskólabörn líta á grunnskólabyrjunina sem mikilvægan atburð í lífi sínu. Þau búast við breytingum frá leikskólanum, þar sem þau gátu leikið sér og valið um viðfangsefni, og vita að þau þurfa að takast á við að læra námsgreinar í grunnskólanum. Þau gera sér líka grein fyrir reglum og venjum sem þau þurfa að aðlagast. önnur börn eru mikilvæg á þessu tímabili og mörg börn segjast munu sakna þeirra barna sem ekki fara í sama grunnskóla og þau. Mörg börn segjast einnig sakna þess að geta leikið sér (Broström, 1999, 2002; Corsaro og Molinari, 2000a, 2000b; Eide og Winger, 1994; Jóhanna Einarsdóttir, 2003, 2007a, 2007c; Pramling Samuelsson og Williams Graneld, 1993; Seefeldt, Galper og Denton, 1997; Woodhead og Moss, 2007).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.