Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 74
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201174
horft Um öxl
skoðaði einnig hvernig unglingar endursköpuðu (e. reconstruct) bernskureynslu sína,
þ.e. hvernig þeir minntust og töluðu um reynslu sína. Mikilvægustu minningar úr
leikskólanum tengdust leik með öðrum börnum. Kennurum sem börnin minntust sem
góðra kennara var lýst eins og súrefni í loftinu, þeir voru til staðar án þess að börnin
tækju eftir þeim (Torstenson-Ed, 2007, bls. 56). Ceglowski og Bacigalupa (2007) tóku
viðtöl við börn á aldrinum 1–18 ára til að heyra um reynslu þeirra af leikskóladvölinni.
Minnisstæðast var leikur við önnur börn og útivist en einnig minntust mörg börnin
með ánægju þegar lesið var fyrir þau í leikskólanum. Börnin nefndu skemmtilegt
starfsfólk sem tók þátt í leik og verkefnum með þeim en þau minntust líka leiðinlegs
starfsfólks sem öskraði á börnin og sinnti þeim ekki.
Úr lEikskóla í grunnskóla
Í flestum vestrænum samfélögum er verulegur munur á stefnu, hefðum, námskrá,
kennsluaðferðum og umhverfi leikskóla og grunnskóla og eru börn búin undir að
töluverðar breytingar verði á lífi þeirra þegar þau flytjast milli skólastiganna. Corsaro
og Molinari (2005) hafa lýst svokölluðum sameiginlegum undirbúningsatburðum
(e. priming events) sem leikskólabörn taka þátt í sem undanfara breytinganna. Þessir
undirbúningsatburðir, sem geta bæði verið formlegir, eins og t.d. heimsóknir í grunn-
skólann, eða óformlegir og þáttur í daglegu starfi leikskólans, móta viðhorf barna til
grunnskólans. Þessir atburðir eru afar mikilvægir því með þátttöku í þeim mótast
hugmyndir þeirra um það sem í vændum eru (Corsaro og Molinari, 2005).
Farsæll flutningur milli skólastiga getur skipt sköpum fyrir framtíð barna í námi og
starfi. Rannsóknum sem beina sjónum að flutningi barna milli skólastiganna og þeim
þáttum sem þar geta haft úrslitaþýðingu hefur því fjölgað gríðarlega á undanförnum
áratug (Brooker, 2002; Dockett og Perry, 2007; Dunlop og Fabian, 2007; Entwisle og
Alexander, 1998; Griebel og Niesel, 2002, 2003; Jóhanna Einarsdóttir, 2004a, 2004b,
2006b; Kagan og Neuman, 1998; Margetts, 2002; Peters, 2010). Viðhorf fullorðinna til
þessara breytinga hafa verið rannsökuð víða og á allra síðustu árum hefur rannsóknum
sem beina sjónum að viðhorfum barna og reynslu einnig vaxið fiskur um hrygg.
Rannsóknir á væntingum barna til grunnskólagöngunnar og hvernig þau sjá muninn
milli leik- og grunnskóla sýna að flest leikskólabörn líta á grunnskólabyrjunina sem
mikilvægan atburð í lífi sínu. Þau búast við breytingum frá leikskólanum, þar sem
þau gátu leikið sér og valið um viðfangsefni, og vita að þau þurfa að takast á við að
læra námsgreinar í grunnskólanum. Þau gera sér líka grein fyrir reglum og venjum
sem þau þurfa að aðlagast. önnur börn eru mikilvæg á þessu tímabili og mörg börn
segjast munu sakna þeirra barna sem ekki fara í sama grunnskóla og þau. Mörg börn
segjast einnig sakna þess að geta leikið sér (Broström, 1999, 2002; Corsaro og Molinari,
2000a, 2000b; Eide og Winger, 1994; Jóhanna Einarsdóttir, 2003, 2007a, 2007c; Pramling
Samuelsson og Williams Graneld, 1993; Seefeldt, Galper og Denton, 1997; Woodhead
og Moss, 2007).