Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 76

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 76
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 201176 horft Um öxl aðstæður vel. Í hópunum fór fram lífleg umræða þar sem börnin aðstoðuðu hvert annað við að rifja upp atburði og smáatriði. Með því að tala við börn í hóp er leitast við að draga úr valdaójafnvægi milli hins fullorðna og barnanna þar sem börn eru öflugri þegar þau eru fleiri saman. Þau eru yfirleitt afslappaðri þegar þau eru með vinum sínum en ein með fullorðnum (Eder og Fingerson, 2003; Graue og Walsh, 1998; Greig og Taylor, 2007; Jóhanna Einarsdóttir, 2003, 2007b; Mayall, 2000; Parkinson, 2001). Í viðtölunum voru börnin beðin um að rifja upp og tala um leikskóladvöl sína. Þau voru spurð um það sem þeim fannst minnisstæðast, hvað þeim fannst skemmti- legast og leiðinlegast í leikskólanum, hvenær þau voru örugg, ánægð eða spennt og hvenær þau voru leið eða óhamingjusöm, hvað væri öðruvísi í grunnskólanum en í leikskólanum og hvað þau hefðu lært í leikskólanum sem kom þeim að gagni í grunn- skólanum. Viðtalsspurningarnar voru hálfopnar og viðtölin voru skipulögð eins og umræður í hóp. Teikningar Strax eftir viðtölin voru börnin beðin um að teikna myndir af því sem þeim fannst skemmtilegt og því sem þeim fannst leiðinlegt í leikskólanum. Rannsakendur ræddu við þau um teikningarnar og skrifuðu ummæli barnanna á bakhlið blaðsins. Börnin voru öll, að einu barni undanteknu, ánægð með að fá að teikna og flest þeirra tóku góðan tíma í að vinna teikninguna. Áhersla var lögð á ferilinn við að teikna fremur en að greina teikningarnar. Á meðan þau teiknuðu spjölluðu börnin saman og við rann- sakandann. Frásagnirnar höfðu áhrif á teikningarnar og teikningarnar höfðu áhrif á frásagnirnar (Jóhanna Einarsdóttir, Dockett og Perry, 2009). Kostir þess að nota teikn- ingar sem rannsóknaraðferð eru að þær bjóða einnig upp á óyrta tjáningu sem hentar mörgum börnum. Fyrir flest börn eru teikningar kunnuglegar og þau eru skapandi og virk þegar þau teikna. Með því að teikna eru þau hvött til að takast á við við- fangsefni sem skipta máli fyrir þau með aðferðum sem þau þekkja vel. Börnin geta breytt og bætt við teikningarnar og tekið tíma í að vinna að þeim. Með því að tengja teikningar barnanna og frásagnir fékkst innsýn í reynslu barnanna og þá merkingu sem þau höfðu gefið leikskóladvölinni (Barker og Weller, 2003; Dockett og Perry, 2005; Holliday, Harrison og McLeod, 2009; Jóhanna Einarsdóttir, 2007b; Jóhanna Einars- dóttir o.fl., 2009; Punch, 2002). Leikskólakennararnir sem meðrannsakendur og þátttakendur Þrír leikskólakennarar, sem börnin þekktu úr leikskólanum, tóku þátt í gagnaöflun- inni. Þeir tóku viðtölin við börnin og hvöttu þau til að teikna myndir úr leikskólanum. Sú aðferð að fá leikskólakennara, sem börnin þekktu, til að tala við börnin um leik- skóladvölina var tilraun til að draga úr valdaójafnvægi milli rannsakenda og barna. Jafnframt gátu leikskólakennararnir rifjað dvölina í leikskólanum upp með börnunum og verið með á nótunum þegar börnin töluðu um leikskólann. Leikskólakennararnir voru einnig þátttakendur í rannsókninni. Eftir að þeir höfðu hitt börnin tók ég tvö hópviðtöl við þá til að heyra hvernig þeim fannst að hitta börnin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.