Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 77

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Page 77
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 77 Jóhanna einarsdóttir aftur og hvernig þau upplifðu leikskóladvölina. Eftir að gögnin höfðu verið greind tók ég aftur viðtöl við leikskólakennarana í hóp, kynnti þeim niðurstöðurnar og notaði þær til að kalla fram umræður um sjónarmið barnanna og reynslu. Með því að hlusta á börnin og jafnframt á mikilvægar manneskjur í lífi þeirra var leitast við að hlusta á ólíkar raddir. Greining gagna Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð frá orði til orðs og síðan flokkuð og kóðuð. Því næst voru þau færð yfir í NVivo-forritið og flokkuð samkvæmt kóðununum. Rannsóknar- spurningarnar voru fyrst notaðar sem kóðunarrammi. Um var að ræða lýsandi flokkun sem fól í sér litla túlkun. Þegar gögnin höfðu verið flokkuð á þennan hátt voru þau lesin aftur og kóðuð á túlkandi hátt (Miles og Huberman, 1994). Teikningar barnanna og frásagnir þeirra af þeim voru skoðaðar í samhengi við þá merkingu sem börnin komu á framfæri en ekki út frá hæfni þeirra til að teikna á ákveðinn hátt (Holliday o.fl., 2009; Jóhanna Einarsdóttir o.fl., 2009). Í stað þess að greina teikningarnar í því augnamiði að meta þroska barnanna eða öðlast skilning á sálfræðilegum þáttum í myndum þeirra var markmiðið að skoða hvernig þau túlkuðu upplifun og reynslu sína af leikskólanum með teikningunum (Holliday o.fl., 2009). Teikningarnar voru mikilvæg viðbótargögn við viðtölin auk þess sem þær voru mikilvægt viðfangsefni fyrir börnin í viðtölunum. Greining viðtalanna og teikninganna leiddi í ljós nokkur þemu sem tengdust því sem börnin minntust með ánægju, því sem þau voru óánægð með og því sem þeim fannst gagnlegast þegar þau byrjuðu í grunnskólanum. Viðtölin við kennarana voru greind og kóðuð í samræmi við viðbrögð þeirra við þemum úr gögnunum frá börnunum. niðurstöður Minnisstæðast úr leikskólanum Börnin rifjuðu upp og ræddu leikskóladvölina í litlum hópum og áttu fæst þeirra í vandræðum með það. Nokkur börn sögðust í byrjun lítið muna úr leikskólanum en þegar börnin fóru að ræða saman rifjaðist ýmislegt upp fyrir þeim. Þegar eitt barn byrjaði að tala um eitthvað minnti það annað barn á eitthvað annað. Hér verður gerð grein fyrir því sem börnin ræddu um sem skemmtilegast og leiðinlegast úr leikskól- anum. Einnig verða kynnt viðhorf leikskólakennaranna til frásagna barnanna.1 Jákvæð reynsla Til að hvetja börnin til að tala um og rifja upp jákvæða reynslu úr leikskólanum voru þau spurð hvenær þau hefðu verið ánægð í leikskólanum, hvenær þeim leið vel, hvenær þau voru örugg og hvað þeim hafi líkað best. Flest þeirra nefndu samskipti og leik við önnur börn þegar þau töluðu um jákvæða reynslu úr leikskólanum. Hér eru nokkur dæmi um það:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.