Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 97

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 97
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 97 ragný þóra gUðJohnsen og sigrún aðalbJarnardóttir baksvið Hugtakið borgaravitund Sýn fólks á sjálfboðaliðastörf er þáttur í borgaravitund þess. Með borgaravitund í lýð- ræðisþjóðfélagi er átt við „vitund fólks um hvað það merkir að vera samfélagsþegn eða borgari með þeim lýðréttindum, skyldum og ábyrgð sem því fylgir og endur- speglast í daglegu lífi þess með virkri þátttöku í samfélaginu“ (Sigrún Aðalbjarnar- dóttir, 2007, bls. 40). Að baki lýðræðishugsjóninni býr sú hugsun að hver einstaklingur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélags síns. Upprunaleg skilgreining hugtaksins borgaravitund beindist að skoðunum og athöfnum fólks sem tengjast stjórnmálum og var í fyrstu einkum litið til kosninga- þátttöku (t.d. Kubow, Grossman og Ninomiya, 2000). Sjónarhornið hefur víkkað, m.a. þannig að nú er sjónum jafnframt beint að beinni þátttöku almennings í samfélaginu, ekki síst margs konar sjálfboðaliðastörfum (Yates og Youniss, 1999). Samkvæmt því getur borgaravitund m.a. birst í því að nota kosningarétt sinn, taka þátt í flokkapólitík, umræðum um samfélagsmál, taka sæti í nefndum og ráðum og sinna sjálfboðaliða- störfum til aðstoðar fólki í þágu samborgaranna. Jafnframt má segja að hugtakið borgaravitund nái nú enn skýrar en fyrr yfir almenn mannréttindi og réttlæti (Banks, 2009). Í þessu samhengi er rætt um alþjóðlega borgara- vitund sem tekur til þess að virða almenn réttindi alls fólks (t.d. Osler og Starkey, 2003) óháð aldri þess, kynferði, hæfni, kynhneigð, trú, litarhætti, þjóðerni, menningu og búsetu. Þá beinast sjónir fólks í uppeldis- og menntavísindum í ríkari mæli að ýmsum hæfnis- og þroskaþáttum barna og ungmenna sem tengjast borgaravitund, ekki síst þáttum sem tengjast sjálfsmynd þeirra, félags- og tilfinningaþroska og siðferðiskennd (Selman og Kwok, 2010; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007; Wolfgang Edelstein, 2008). Þannig fá borgaravitund og samborgaramennt (e. citizenship education) enn nýja vídd. Sjálfboðaliðastarf Hugtakið. Ýmsar skilgreiningar hafa komið fram á sjálfboðaliðastarfi en flestar þeirra beinast að sjálfboðaliðastarfi fullorðinna (Sigrún Júlíusdóttir og Sigurveig H. Sigurðar- dóttir, 1997; Steinunn Hrafnsdóttir, 2008). Kjarni skilgreininganna felst í því að um sé að ræða skipulagða þjónustu við vandalausan einstakling eða afmarkaða sam- félagsþjónustu og að sjálfboðaliðinn þiggi ekki laun fyrir starf sitt. Aðrir leggja einnig áherslu á að sjálfboðaliðastarf geti ekki aðeins gagnast öðrum einstaklingum og sam- félaginu heldur einnig þeim sem sinna því. Sú áhersla kemur m.a. fram þegar fjallað er um sjálfboðaliðastörf ungmenna sem eitt af mörgum þroskaverkefnum bernsku- og unglingsáranna (Yates og Youniss, 1999). Skilgreining á sjálfboðaliðastarfi sem tekur bæði til starfs sem unnið er í eigin þágu og annarra er víðari og í þeim anda setjum við hér fram eftirfarandi skilgreiningu á sjálfboðaliðastarfi ungmenna: Sjálfboðaliðastarf ungmenna felur í sér ólaunað vinnu- framlag í þágu samborgara sem ekki eru tengdir sjálfboðaliðanum fjölskyldu- eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.