Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 97
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 97
ragný þóra gUðJohnsen og sigrún aðalbJarnardóttir
baksvið
Hugtakið borgaravitund
Sýn fólks á sjálfboðaliðastörf er þáttur í borgaravitund þess. Með borgaravitund í lýð-
ræðisþjóðfélagi er átt við „vitund fólks um hvað það merkir að vera samfélagsþegn
eða borgari með þeim lýðréttindum, skyldum og ábyrgð sem því fylgir og endur-
speglast í daglegu lífi þess með virkri þátttöku í samfélaginu“ (Sigrún Aðalbjarnar-
dóttir, 2007, bls. 40). Að baki lýðræðishugsjóninni býr sú hugsun að hver einstaklingur
hafi tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélags síns.
Upprunaleg skilgreining hugtaksins borgaravitund beindist að skoðunum og
athöfnum fólks sem tengjast stjórnmálum og var í fyrstu einkum litið til kosninga-
þátttöku (t.d. Kubow, Grossman og Ninomiya, 2000). Sjónarhornið hefur víkkað, m.a.
þannig að nú er sjónum jafnframt beint að beinni þátttöku almennings í samfélaginu,
ekki síst margs konar sjálfboðaliðastörfum (Yates og Youniss, 1999). Samkvæmt því
getur borgaravitund m.a. birst í því að nota kosningarétt sinn, taka þátt í flokkapólitík,
umræðum um samfélagsmál, taka sæti í nefndum og ráðum og sinna sjálfboðaliða-
störfum til aðstoðar fólki í þágu samborgaranna.
Jafnframt má segja að hugtakið borgaravitund nái nú enn skýrar en fyrr yfir almenn
mannréttindi og réttlæti (Banks, 2009). Í þessu samhengi er rætt um alþjóðlega borgara-
vitund sem tekur til þess að virða almenn réttindi alls fólks (t.d. Osler og Starkey,
2003) óháð aldri þess, kynferði, hæfni, kynhneigð, trú, litarhætti, þjóðerni, menningu
og búsetu.
Þá beinast sjónir fólks í uppeldis- og menntavísindum í ríkari mæli að ýmsum
hæfnis- og þroskaþáttum barna og ungmenna sem tengjast borgaravitund, ekki síst
þáttum sem tengjast sjálfsmynd þeirra, félags- og tilfinningaþroska og siðferðiskennd
(Selman og Kwok, 2010; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007; Wolfgang Edelstein, 2008).
Þannig fá borgaravitund og samborgaramennt (e. citizenship education) enn nýja
vídd.
Sjálfboðaliðastarf
Hugtakið. Ýmsar skilgreiningar hafa komið fram á sjálfboðaliðastarfi en flestar þeirra
beinast að sjálfboðaliðastarfi fullorðinna (Sigrún Júlíusdóttir og Sigurveig H. Sigurðar-
dóttir, 1997; Steinunn Hrafnsdóttir, 2008). Kjarni skilgreininganna felst í því að um
sé að ræða skipulagða þjónustu við vandalausan einstakling eða afmarkaða sam-
félagsþjónustu og að sjálfboðaliðinn þiggi ekki laun fyrir starf sitt. Aðrir leggja einnig
áherslu á að sjálfboðaliðastarf geti ekki aðeins gagnast öðrum einstaklingum og sam-
félaginu heldur einnig þeim sem sinna því. Sú áhersla kemur m.a. fram þegar fjallað
er um sjálfboðaliðastörf ungmenna sem eitt af mörgum þroskaverkefnum bernsku- og
unglingsáranna (Yates og Youniss, 1999).
Skilgreining á sjálfboðaliðastarfi sem tekur bæði til starfs sem unnið er í eigin þágu
og annarra er víðari og í þeim anda setjum við hér fram eftirfarandi skilgreiningu á
sjálfboðaliðastarfi ungmenna: Sjálfboðaliðastarf ungmenna felur í sér ólaunað vinnu-
framlag í þágu samborgara sem ekki eru tengdir sjálfboðaliðanum fjölskyldu- eða