Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 100

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Blaðsíða 100
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011100 „mín köllUn er að hJálpa og reyna að láta gott af mér leiða“ og Collins, 2008). Í annarri rannsókn upplifir unga fólkið að skilningur þess á misrétti hafi dýpkað og að samfélagsábyrgð þess og vilji til að hafa áhrif hafi aukist (Monard- Weissman, 2003). Greiningarlíkan um borgaravitund ungs fólks Sú rannsókn sem hér er greint frá er unnin undir formerkjum þess að gefa ungu fólki rödd (Sameinuðu þjóðirnar, 1989). Hún er unnin í anda hugmyndafræði hugsmíða- hyggju, þar á meðal félagssálfræðilegra þroskakenninga (t.d. Kohlberg, 1984; Piaget, 1965/1932; Vygotsky 1978/1930; Werner, 1948). Segja má að sjónarhorn fyrirbærafræðinnar (Heidegger, 1962/1927; Husserl, 1970/1936) á mikilvægi reynslu fólks og þeirrar merkingar sem það leggur í hlutina við að móta veruleika sinn liggi til grundvallar hugsmíðahyggjunni (t.d. Johnston, 2001; Nakkula og Ravitch, 1998) þar á meðal félagssálfræðilegum þroskakenningum (t.d. Lerner, 2006; Selman, 2003). Innan þessara kenningahefða er litið svo á að hver mann- eskja sé virk við að móta þá merkingu sem hún leggur í hlutina. Við erum gerendur þegar við skipuleggjum reynslu okkar; við sköpum þann veruleika sem við hrær- umst í. Og sú merking sem við leggjum í heiminn verður til í samskiptum okkar við aðra, innan og utan veggja heimilisins. Við byggjum upp og endurbyggjum þekkingu okkar og skilning bæði á sjálfum okkur og félags- og efnisheiminum með vaxandi aldri, þroska og reynslu. Þessar kenningahefðir kveða ríkt á um mikilvægi þess að laða fram þekkingu, skilning og reynsluheim barna og ungmenna og nýta til leiðsagnar í vinnu með þeim þannig að viðfangsefnin verði unga fólkinu merkingarbærari. Með það að leiðarljósi er unnið að því að dýpka og víkka vitsmunalega, félagslega og siðferðilega þekkingu þeirra og skilning. Ofangreindar kenningahefðir liggja til grundvallar greiningarlíkani á borgaravitund ungs fólks (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007, 2008). Grunnþættir þess líkans byggjast á greiningarlíkani á uppeldis- og menntasýn kennara og skólastjórnenda (Sigrún Aðal- bjarnardóttir, 2007; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Selman, 1997). Í síðarnefnda líkaninu er lögð áhersla á að greina áhuga kennara og skólastjórnenda á starfi sínu, markmið þeirra, gildi og starfshætti sem samtvinnast og endurspeglast í uppeldis- og menntasýn þeirra. Jafnframt eru lífssögur þeirra skoðaðar í tengslum við uppeldis- og menntunar- sýn þeirra (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007). Ofangreint líkan var lagað að líkani um borgaravitund ungs fólks með því að leggja áherslu á að leita eftir áhuga unga fólksins á borgaralegri þátttöku, þeim markmiðum og gildum sem þau hafa að leiðarljósi og því hvort og þá í hverju þátttaka þeirra felst. Myndin sýnir þessa áhersluþætti. Hugsunin er sú að áhugi, markmið og gildi sam- tvinnist í borgaravitund einstaklingsins og virkri þátttöku hans í samfélaginu. Hér verður líkanið um borgaravitund ungs fólks yfirfært á sjálfboðaliðastörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.