Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 107

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 107 ragný þóra gUðJohnsen og sigrún aðalbJarnardóttir Þá er þeim hugleikið að meira sé hlustað á rödd ungs fólks (Ari, Gunnar, Helga, Skúli). Helga tekur þetta mál alvarlega og segist hafa barist fyrir því að borgarstjórnin hlusti á sjónarmið ungmenna: „Ég ber ábyrgð á því að segja það sem … mér finnst. Það getur verið að það sé fullt af öðrum sem eru á sömu skoðun sem eru ekki að segja það; það þarf einhver að segja það.” Hún segist leggja mikla áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð: „Auðvitað eigum við í Reykjavíkurráðinu að vera fulltrúar krakkanna í skólanum“ og því leggi hún sig fram um að hlusta á skoðanir þeirra sem hún er fulltrúi fyrir og finnst hún hér bera ábyrgð. Skúli segist einnig í starfi sínu í félags- miðstöðinni „reyna að fá alla til að taka þátt“. Þá hefur Gunnar unnið að því að ungt fólk hafi meiri áhrif í stjórn Rauða krossins og fengið því framgengt að þar sitji alltaf fulltrúi ungmenna. Sem foringi innan skátahreyfingarinnar sótti hann einnig fast að rödd unga fólksins fengi að heyrast í stjórn hennar. Sum ungmennanna tengja jafnframt virka þátttöku því að sýna samstöðu um sam- félagsleg markmið með þátttöku í umræðu í nær- og fjærumhverfi sínu. Helga hefur orðið: Umræðan er svo ótrúlega sterk og ef hópur kemur henni í gang og ef maður er hluti af honum þá er hægt að hafa áhrif … Mér finnst eiginlega það vera sú ábyrgð sem maður þarf að axla … sitja ekki bara heima. Hún nefnir að um þessar mundir finnist henni það vera helsta „framlag [s]itt til að hafa áhrif“ sem ung kona að taka þátt í „umræðunni“. Persónulegur ávinningur. öll ungmennin eru sammála um gildi þátttökunnar í sjálf- boðaliðastörfum, fyrir þau „sjálf“ og einnig að með henni geti þau „hjálpað öðrum í leiðinni“ (Helga). Þau nefna persónulegan ávinning eins og þann að hafa öðlast betra „sjálfstraust“: „Maður þorir miklu meira“, segir Tinna og Skúli vísar til þroskafram- fara þegar hann segist „þora“ meira og hafi tekið „framförum í lífinu“ og „opnast mikið“. Hann nefnir einnig að þátttaka hans í skólasamfélaginu leiði til þess að hann verði „svona meiri partur af skólanum, ímynd hans“ og finnst það greinilega mikil- vægt. Einnig nefna þau að þeim finnist þátttakan hafi eflt félagshæfni þeirra. Skúli hefur orðið: „Maður veit betur hvernig maður á að koma fram við aðra, lærir heiðarleika og svona … Mér finnst ég geta farið bara og talað við alla.“ Gunnar tekur undir að félags- hæfni hans hafi eflst og kemur jafnframt að mikilvægi víðsýni: „Maður þarf að hugsa öðruvísi um hlutina og vera svolítið víðsýnn í starfinu.“ Helga tekur í sama streng þegar hún segir: [Þátttakan] hjálpar mér að nota gagnrýna hugsun og gleypa ekki bara við öllu og líka náttúrulega þetta að koma fram og virða skoðanir annarra. Það er mikilvægt að gera einhvers konar málamiðlun þegar fólk hefur mismunandi skoðanir. Ungmennin tala einnig öll um hve starfið sé skemmtilegt og vísa til félagslegra mark- miða með þátttöku sinni. Sem dæmi segir Tinna að í æskulýðsfélaginu sé svo „skemmti- legt og skemmtilegt fólk“ og Gunnar bendir á að sjálfboðaliðastarfið sé alls ekki einskær „þrældómur“ heldur fylgi því „gleðistundir … og … að kynnast fólki“. Þá lítur Ari
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.