Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 109 ragný þóra gUðJohnsen og sigrún aðalbJarnardóttir kennd. Víða í frásögn þeirra má sjá hvernig þessi gildi vísa þeim veginn í sjálfboða- liðastarfinu. Að sjálfsögðu fléttast þessi gildi þar saman þótt hér sé gerð grein fyrir hugsun þeirra undir hverju gildi fyrir sig. Réttlætiskennd. Réttlætiskennd ungmennanna birtist þegar þau vísa til mannréttinda þjóða, kvenna og karla, einstaklinga og hópa. Gefum Ara fyrst orðið: „Þetta er fólk [Palestínumenn] sem bara getur ekki snúið heim þrátt fyrir alþjóðlegan rétt flóttamanna til að snúa til sinna heimkynna.“ Hann lýsir aðstæðum fólksins sem býr við sífelldar árásir og handtökur og segir: „Ég … á erfitt með að horfa upp á þegar eitthvað svona óréttlæti er í gangi.“ Hann setur sig oft í spor fólksins og nefnir að hann hafi reiðst við að sjá hvernig brotið er á mannrétt- indum íbúanna í flóttamannabúðunum, m.a. þegar eldri menn þurfi að sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi unglingspilta úr ísraelska hernum í Palestínu: Þetta eru bara unglingar [ísraelskir hermenn] … að reyna að vera eitthvað hipp hopp [í klæðaburði] … og það var kannski ennþá meiri niðurlæging fyrir sextugan karl- mann að þurfa að lúta stjórn 18 ára unglings með byssu. Jöfnuður og jafnrétti fólks var ungmennunum ofarlega í huga og nefndu þau dæmi allt frá því að leggja áherslu á að allir finni sig jafna í sjálfboðaliðahópi og til þess hve brýnt sé að tryggja jafnan rétt borgaranna. Ungmennunum verður tíðrætt um jafnan rétt fólks til mennta- og heilbrigðisþjón- ustu (Ari, Gunnar, Helga, Tinna) og mismunandi kjör fólks (öll). Einnig nefna þau mikilvægi þess að tryggja rétt allra hópa í nærsamfélagi sínu, svo sem kvenna og karla, hópa eins og aðfluttra og fatlaðra og sömuleiðis fólks í daglegum samskiptum; þar tiltaka þau m.a. alvöru eineltis (öll nefna einhvern þessara þátta). Sem dæmi má taka að Skúli bendir á að í nemendaráðgjöf sé lögð áhersla á að tryggja jafnan rétt allra í skólanum og að þar geti öllum liðið vel: Við fórum yfir þetta í nemendaráðgjöfinni … [t.d.] það var strákur sem flutti frá útlöndum og var alltaf einn og við hjálpuðum honum að tengjast og nú er hann alltaf að spila fótbolta úti með strákunum. Helga segist alin upp við „mikla jafnréttishugsun og … að taka eftir … hlutum í samfélaginu“. Henni sé sérstaklega umhugað um hag minnihlutahópa sem hún segir stóran hluta af samfélaginu: „Samfélagið sem ein heild þrífst … á … að fólk vilji hafa áhrif og vilji taka þátt“ og vísar hér til mikilvægis sjálfboðaliðastarfa til dæmis meðal heimilislausra. Hún ræðir einnig jafnrétti kynjanna og baráttu sína fyrir því. Henni verður jafnframt tíðrætt um baráttu sína í sjálfboðaliðastarfinu fyrir rétti ungs fólks og að „hlustað“ sé eftir rödd þeirra í samfélaginu. Ungmennin koma einnig að mikilvægi jafnréttis í fjærsamfélaginu og nefna sem dæmi það að tryggja börnum erlendis hreint vatn, menntun og önnur grunngæði sem fólk á Vesturlöndum býr almennt við (Skúli, Tinna, Gunnar, Ari). Segja má að Gunnar taki ofangreinda hugsun um réttlæti saman: Ég held að ef við værum öll jöfn þá værum við komin langt með draumasamfélagið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.