Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 111

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 111
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 111 ragný þóra gUðJohnsen og sigrún aðalbJarnardóttir umræður Meginmarkmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri skilning á sýn nokkurra ung- menna á sjálfboðaliðastarf sitt. Mikilvægur liður í því efni var að yfirfæra greiningar- líkan um borgaravitund (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007, 2008) á sjálfboðaliðastörf. Líkanið um borgaravitund ungs fólks er hér notað í fyrsta sinn á heildstæðan hátt til að greina áhuga, markmið og gildi ungmenna í tengslum við borgaralega virkni þeirra, sem í þessari rannsókn beinist að sjálfboðaliðastörfum. Með slíkri greiningu fæst heildstæðari og dýpri sýn á borgaravitund ungmenna í tengslum við sjálfboða- liðastörf ungmenna en áður. Meginniðurstöður eru að ungmennin vilja með þátttöku sinni styrkja sig sem manneskjur og gefa af sér með einum eða öðrum hætti í samfélaginu. Margvíslegar ástæður þess að ungmennin gerðust sjálfboðaliðar koma fram og nefna þau öll hvatningu umhverfisins sem gat verið innan fjölskyldunnar, í vina- og félagahópnum, innan skólans eða vegna formlegrar beiðni um þátttöku í nærsam- félaginu. Erfið lífsreynsla virðist einnig tengjast áhuga þeirra á starfinu. Piltarnir áttu það til dæmis sameiginlegt að leita eftir félagsskap og styrkja sig félagslega. Þeir höfðu m.a. upplifað einelti annaðhvort náins ættingja eða á eigin skinni í barnæsku og sögðust nýta þá reynslu til að hjálpa öðrum í sjálfboðaliðastörfum sínum. Jafnframt töluðu ungmennin um að njóta þátttökunnar og hafa gaman af. Málefni sem unnið er að skipta þau öll máli og þau vilja láta gott af sér leiða. Afrakstur starfs þeirra nær bæði til nær- og fjærsamfélagsins. Eitt þeirra tekur svo sterkt til orða að starfið sé „köllun“ og annað að það sé „ástríða“. Almennt má því segja að ungmennin hafi byrjað í sjálfboðaliðastarfi af áhuga á félagstengslum eða félagsmálum en þátttaka, einkum þeirra eldri, skýrist jafnframt af áhuga á málefnum. Finna má hliðstæður þessa í öðrum rannsóknum (t.d. Haski- Leventhal o.fl., 2008; Steinunn Hrafnsdóttir, 2006, 2007 í heldur eldri hópi). Hjá öllum ungmennunum kemur jafnframt fram samspil milli áhuga þeirra, markmiða, gilda og þátttöku. Með reynslu þeirra í sjálfboðaliðastarfinu virðist áhugi þeirra aukast sam- fara skýrari markmiðum og sterkari hugsjónum. Ýmis gildi af siðferðilegum toga birtast í sýn ungmennanna á sjálfboðaliðastarf sitt og tengjast með ýmsu móti áhuga þeirra og markmiðum. öll hafa þau áhuga á mann- réttindum en vísa til réttinda mismunandi hópa. Sjá má dæmi um áherslur þeirra á rétt þjóða, hópa eins og fatlaðra, ungs fólks til að hafa rödd og jafnrétti kynja; einnig á jafnan rétt til lífskjara eins og til menntunar, heilbrigðisþjónustu og lífsviðurværis. Þau kalla eftir réttlæti, sum með dæmum af innlendum vettvangi en önnur einnig af alþjóðavettvangi. Ungmennin nefna jafnframt öll að þau vilji rétta öðrum hjálparhönd og tengja það sjálfboðaliðastörfum sínum; það sé „góð tilfinning“ að hjálpa, og nefna ýmis dæmi því til áréttingar. Samkennd kemur einnig mjög greinilega fram hjá þeim sem vinna að málefnum fólks sem þarf sérstaka aðstoð. Þau setja sig í spor þeirra sem standa höllum fæti og telja jafnframt sjálfboðaliðaþátttökuna hafa aukið skilning sinn á mis- jöfnum aðstæðum fólks (fatlaðra, fátækra barna erlendis) og á aðstæðum þjóðar vegna mannréttindabrota; það hafi hvatt þau til að leggja sitt af mörkum til að bæta kjör þess. Eins og sjá mátti til dæmis hjá Ara fannst honum sú reynsla að fara til Palestínu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.