Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 113

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Side 113
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011 113 ragný þóra gUðJohnsen og sigrún aðalbJarnardóttir hafa víðari samfélagslega nálgun. Í öllum tilvikum segja þau áherslu lagða á samstarf og samvinnumiðuð markmið, sem svipar til niðurstöðu Haski-Leventhal o.fl. (2007). Nokkrar vísbendingar eru um að ungmennunum finnist umræður um sjálfboðaliða- starfið, hugmyndafræði þess og hverju það skili gefa þátttökunni aukið vægi. Þau vilja sjá meira af slíku í sjálfboðaliðastarfi sínu og nokkur þeirra telja þörf á aðgengilegri vettvangi fyrir ungt fólk til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, bæði innan sjálfboðaliðastarfsins og í samfélaginu. Sú hugsun er í takt við niðurstöður rannsóknar Youniss og Yates (1997) sem benda til þess að uppbygging sjálfboðaliðastarfs skipti máli um árangur, m.a. hvort umræður fari fram um gildi starfsins og hugmyndafræði. Takmarkanir rannsóknarinnar felast einkum í því að einungis er rætt við fimm ungmenni. Einnig væri hagur af því að velja þátttakendur með ólíkari bakgrunn og reynslu. Þá byggjast niðurstöður á sýn ungmennanna á eigið sjálfboðaliðastarf; ein- staklingar eru misjafnlega í stakk búnir til að lýsa hugmyndum sínum og reynslu og getur þessi aðferð því verið takmarkandi. Styrkleikar rannsóknarinnar eru ýmsir. Í fyrsta lagi gefur hún nokkuð heildstæða mynd af sýn ungmennanna fimm á sjálfboðaliðastarf sitt; áhuga þeirra á starfinu, gildum þeirra og markmiðum. Með því að leggja áherslu á alla þessa þætti fæst dýpri skilningur á borgaravitund þeirra í tengslum við sjálfboðaliðastörf. Annar styrkleiki er að greiningarlíkan um borgaravitund ungs fólks er hér útfært í fyrsta sinn með tilliti til sjálfboðaliðaþátttöku og getur það lagt grunn að frekari rannsóknum á sjálf- boðaliðastarfi fólks. Við hyggjumst m.a. nota líkanið við greiningu á sjálfboðaliða- starfi ungmenna í framhaldsrannsókn á þessu sviði. Þriðji styrkleikinn er hve fáar rannsóknir eru til á alþjóðavísu þar sem leitað er eftir hugmyndum ungmenna um sjálfboðaliðastarf sitt með djúpviðtölum, einkum þeirra sem eru innan við tvítugt. Rannsóknin ætti því að vera þarft framlag á þessu sviði bæði hérlendis sem erlendis. niðurlag Gildi rannsóknarinnar felst í því að fá dýpri innsýn í hugsun ungmenna um sjálfboða- liðastörf með áherslu á áhuga þeirra, markmið og gildi í því starfi. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að ungmennin tengja markmið sín með sjálfboðaliðastarfinu bæði persónulegum og samfélagslegum ávinningi. Þau vilja með þátttöku sinni styrkja sig sem manneskjur og gefa af sér með einum eða öðrum hætti í samfélaginu og hafa áhrif til umbóta. Gildin sem endurspeglast í sýn þeirra eru m.a. réttlæti, sam- kennd, hjálpsemi og ábyrgð. Þau hafa tekið þátt í margvíslegu sjálfboðaliðastarfi, sum þeirra á ýmsum vettvangi, og öll hugðust þau taka áfram þátt í sjálfboðaliðastarfi á lífsleiðinni. Við bindum vonir við að bæði þeir sem skipuleggja sjálfboðaliðastarf og rannsak- endur á þessu sviði geti nýtt sér fræðilega nálgun rannsóknarinnar á viðfangsefnið og þær niðurstöður sem hér koma fram. Sömuleiðis þeir sem vinna með ungmennum frá degi til dags við að rækta mikilvæg siðferðileg og samfélagsleg gildi. Ljóst er að viðfangsefnið er í brennidepli. Alþjóðastofnanir og menntakerfi í lýðræðis- ríkjum kalla eftir ríkari áherslu á að rækta borgaravitund ungmenna og leggja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.