Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 122

Uppeldi og menntun - 01.07.2011, Qupperneq 122
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (2) 2011122 dregið úr hegðUnarerfiðleikUm Hegðunarerfiðleikar nemenda Um 10–12% grunnskólanemenda eru álitnir eiga við hegðunarerfiðleika að stríða að mati starfsfólks skóla (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006) eða um tveir til þrír nemendur að meðaltali í hverjum bekk. Almennt er talað um hegðunar- erfiðleika þegar hegðun einstaklings hefur neikvæð áhrif í daglegu lífi, s.s. á nám og samskipti við aðra. Hegðunarerfiðleikar eru eitt helsta áhyggjuefni kennara (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006) og það svið þar sem starfsfólk skóla telur helst vera þörf fyrir endurmenntun (Jóhanna Rútsdóttir, munnleg heimild, 17. maí 2010; Ragnar F. Ólafsson og Júlíus Björnsson, 2009). Horfur barna með hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika eru einna verstar af þeim hópum einstaklinga sem greindir eru með fötlun (Bradley, Doolittle og Bartolotta, 2008) og þörf fyrir snemmtæka, mark- vissa og árangursríka íhlutun því mikil. Vankantar við nálganir sem byggjast á stigvaxandi refsingum Of oft felast viðbrögð við hegðunarerfiðleikum í stigvaxandi refsingum þar sem mark- miðið er að nemendur hætti að sýna erfiða hegðun til að forðast neikvæðar afleið- ingar, s.s. skammir, vísun úr tíma, símtal foreldra eða brottvísun úr skóla. (Alberto og Troutman, 2003). Fjölmargir vankantar eru á agaaðgerðum af þessu tagi sem koma í veg fyrir varanlegan árangur (sjá t.d. Alberto og Troutman, 2003; Mayer, 1995). Í fyrsta lagi fela refsingar einungis í sér viðbrögð við erfiðri hegðun en kenna ekki nýja, betur viðeigandi hegðun. Í öðru lagi getur það sem er notað sem refsing haft þveröfug áhrif og ýtt undir erfiða hegðun. Vísun úr tíma gæti t.d. veitt nemanda kærkomið hlé og þannig styrkt hina truflandi hegðun (Costenbader og Markson, 1998). Í þriðja lagi venjast einstaklingar smám saman óþægilegum áreitum og því hætta refsingar yfirleitt að virka með tímanum og það kallar á beitingu stigmagnaðra viðbragða (Drasgow, Yell og Halle, 2009). Í fjórða lagi skapar notkun refsinga nemendum slæma fyrirmynd því að skilaboðin eru þau að ágreiningur er „leystur“ með neikvæðum hætti (Alberto og Troutman, 2003). Í fimmta lagi vekja refsingar yfirleitt neikvæðar tilfinningar hjá börnum, s.s. ótta eða reiði sem ýtir undir andúð á þeim sem refsar (Costenbader og Markson, 1998). Refsingar geta þannig haft slæm áhrif á samband starfsfólks og nemenda sem getur birst í auknum mótþróa nemenda gegn fyrirmælum eða reglum skólans. Í sjötta lagi getur erfið hegðun haldið áfram í fjarveru þess sem refsar eða þróast yfir í dulda óæskilega hegðun þegar starfsfólk sér ekki til (Alberto og Troutman, 2003). Í sjöunda lagi geta refsingar, eins og skammir, háð eða niðurlægjandi framkoma, haft slæm áhrif á sjálfsmynd nemenda. Þar sem neikvæðar athugasemdir vekja yfirleitt sterk tilfinningaviðbrögð festast þær mun betur í minni en annað sem börn heyra og geta orðið þáttur í neikvæðu hugsanamynstri sem ýtir undir tilfinn- ingalega erfiðleika. Sá sem hefur verið særður er einnig líklegri til að vilja særa aðra og þannig getur orðið til vítahringur ónærgætinna aðfinnslna og óæskilegrar hegð- unar. Með tímanum er líklegt að nemandi reyni að forðast þær aðstæður sem refsingar hafa tengst, sem getur birst í auknu skrópi og brottfalli úr skóla. Þannig getur notkun refsinga í reynd orðið til þess að auka enn á hegðunar- eða tilfinningalega erfiðleika nemenda (Costenbader og Markson, 1998; Drasgow o.fl., 2009; Mayer, 1995).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.